Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 44

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 44
Ólafur G. Sæmundsson Blekking Þú vitjaðir vorsins yndi á viskunnar Ijósu braut og brostir mót himins hœðum og hafðir upp blómanna skraut. Þú lékst á laufgum teigi uns Ijósið bjarta þraut. Þú vitjaðir hárra hœða á hátíðarinnar stund og slóst á létta strengi og sólskin vafðir lund. Þú lékst í Ijúfu Ijósi uns fórstu á hennar fund. Blekkingin gullna bítur blómann úr ávexti þeim er sannleikann rótum slítur og skjöldum leikur tveim Kvöl dtykkjumannsins Súer dulin skýjaborg sveipuð órum drauma manns. Hvíl í húmi dökka sorg hverfúr þreyttum anda hans. Kvikur ilmur kvalarans kremur hjarta bugaðs manns dauðans dreyri leggur að djúpum kima sálar hans. Þung er reynsla þolandans þandur strengur ofsóknar, þögnin þrútin dauðans krans þyrmiryfir lífi hans. Á öldum hljóðsins andvarp stakt orðsins hljómur helför hans. umstæðum, kom hann um borð til mín og hrósaði mér fyrir hve úr- ræðagóður ég hafði reynst. Engel- hard þessi var vélamaður góður og viðgerðamaður fyrir Norðfirðinga og þessa báta sem voru þama frá Mjóafirði, en þeir voru nú ekki margir. Sveinn í Firði gerði út þama bát, sem hét Gandur. Var það nýr bátur. Frá Brekku gerði Vilhjálmur gamli út bát, en hann var faðir Hjálmars fyrrverandi ráðherra og þar með afi Vilhjálms Hjálmarssonar fiskifræðings. Sá bátur var einnig nýr, og hét hann Valur, ef ég man rétt. Pað endaði svo með því að ég réri þarna með Georg alveg til hausts. Okkar bátur var gamall og lélegur um 6 tonn að stærð. Útgerð á þeim báti endaði svo þarna um haustið þannig, að við vomm á landleið komnir inn í miðjan fjörð, þá fer svinghjólið að ausa upp sjó en þá voru engar lensidælur, svo ég fer að pumpunni og fer að pumpa, en það stoðar iítið því stöðugt eykst sjórinn í bátnum. Ég vek að sjálfsögðu strákana sem voru fram í. Þeir koma upp og við skiptumst á að dæla og jusum við einnig. Georg tekur þá það ráð að beygja upp að landinu, svo hann gæti hleypt á land, hvar sem væri, ef með þyrfti. En svo fór að við kom- ust við illan leik að bryggjunni og ekki var dregið af heldur hleypt upp með bryggjunni og upp í sand- fjöruna þar á fullri ferð. Þetta varð síðasta sjóferð bátsins því þegar hann kenndi grunns að framan og missti skriðinn seig hann að aftan og steinsökk afturendinn, þvísjór- inn var kominn upp á miðja vél, þegar við komum að bryggjunni. Ventlamir voru ofan á vélinni, þannig að hún gekk, og til að ná meiri ferð þá hellti ég þama á land- stíminu steinolíu saman við, í gler- glös, sem sýndu hæðina á smur- olíunni svo það stóð logi upp úr öllu saman og fyrir bragðið skilaði bátnum betur áfram. Þegar bátur- inn var svo tekinn á land kom það í ljós að hann var svo saumslitinn að það var varla til heill nagli í honum alla leið frá lúkar og aftur að vélar- rúmi. Við höfðum róið með línu og áttum eftir töluvert af beitu, sem var geymd í jarðhúsi, sem snjór var í til að halda henni fros- inni. Var nú farið að huga að báti í stað þess ónýta. Holt hét bær þarna skammt frá. Þar bjó maður að nafni Gunnar og átti hann bát sem gerður hafði ver- ið út frá Norðfirði, en var nú hætt- ur róðrum og kominn heim. Feng- um við þennan bát Gunnars leigð- an. í fyrsta róðrinum, sem við fór- um á honum stoppaði rokkurinn, þegar við vorum komnir út á móts við Dalatanga. Þá kom í ljós að það var rör upp úr rúffinu yfir vél- inni, þar sem olía var sett á eld- neytistankinn, en það sem sett hafði verið yfir rörið var á bak og burt svo sjór hefur komist í rörið og blandast oh'unni þegar tók að gefa á. Þegar ég hafði gert mér grein fyrir hvers kyns var tappaði ég vatninu af tanknum og setti síð- an í gang. Áttin var suð-vestlæg og stóð á landið og það var vaxandi vindur. Þegar ég hafði lokið við mitt verk og kom upp, þá sé ég að upp undir landi blossa upp ljós. Bendi ég karlinum á þetta og þar með að þarna muni vera bátur, sem sé í nauðum staddur. Segir hann þá sem svo, hvort ég álíti að við getum nokkuð orðið þarna að liði. Ég segi honum að það muni vera allt í lagi, því ekkert sé nú að vélinni, hún muni ganga áfram. Og við keyrum þegar í áttina að ljósunum. Þá er þarna á reki bátur frá Norðfirði með bilaða vél, og þegar við komum að honum, er hann rétt að því kominn að reka upp í brotið, en veðrið fór stöðugt versnandi. Okkur tókst að kasta bólfæri yfir í Norðfjarðarbátinn og á færinu gátum við haldið bátnum frá landinu á meðan við vorum að koma fyrir sleftógi, sem gagna mundi til frambúðar. Jæja, svo gerði hann bara suðvestan hvín- andi gufurok og við komumst ekki með bátinn til Norðfjarðar fyrr en kl. 9 um morguninn. Eigandi báts- ins var Sigfús Sveinsson og áhöfnin 4 menn. Framhald í næsta blaði. HITAVEITA SUÐURNESJA SKRIFSTOFAN: Opið mánudag- föstudag frá kl. 9-12 og 13-16. VERKSTÆÐI OG LAGER: Opið mánudag - fimmtudag frá kl. 7:30-12 og 12:30-18. Föstudag kl. 7:30-13. Símar Hitaveitunnar eru 3200 og3475. Til notenda Hitaveitu Suðumesja: Viðskiptavinir eru hvattir til að greiða ógreidda hitaveitureikn- inga fyrir 15. dag hvers mánaðar. HITAVEITA SUÐURNESJA BREKKUSTlG 36, NJARÐVlK 244-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.