Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 58

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 58
Grœnlenskir smábátar eins og sjást hérá myndinni voru mikið notaðir við flutn- inga á leiðangursfólki í upphafi og enda ferðarinnar. í upphafi þessarar loka- greinar minnar vil ég biðja lesendur blaðsins afsökunar á því að hún skuli ekki hafa komið í síðasta tölublaði en vegna óviðráðanlegra orsaka varð því ekki við komið. Ætla ég ekki að rekja það nánar hér en snúa mér að frásögninni sjálfri. Ævintýraferö til Grænlands Siguröur Guöíeifsson segirfrá - Sögulok Síðustu Grænlandsdagar Eg skildi við seinast þar sem við biðum eftir því að verða sótt í gúm- bátum eftir veru okkar í Korta- gerðinni. Ferðin heim í höfuð- stöðvarnar gekk greiðlega þó svo að myrkur væri skoilið á, en ýmis kennileiti höfðu verið sett upp til að auðkenna lendingarstaðinn í myrkri jafnt sem í birtu. Fleiri hópar höfðu verið að týn- ast inn þennan sama dag svo ekki var komin kyrrð á tjaldbúðina þó langt væri liðið á kvöldið. Næstu dagar liðu óhugnanlega fljótt enda mörgu að ganga frá eftir svona túr. Samt var það nú svo, að fólk gaf sér tíma til að fara í fjöruga leiki inn á milli verka svo gamanið datt aldrei niður. Eitt verkið var nú frekar vanda- samt fyrir Bretana, en það var að vigta þann útbúnað, er þeir ætluðu að hafa með sér í ferðina heim. Því sá farangur er væri umfram átti að fara í gám og tæki það vfst nokkum tíma áður en hann bærist heim til Bretlands. Og erfitt var að ákveða hvaða útbúnaði þeir gætu verið án í langan tíma. Þegar langt var liðið á ferðina kom upp sú staða, að nauðsyniegt væri að gæta gámanna, er væru á hafnarbakkanum í Angmagsalik, Sigurður Guðleifsson. bæði dag og nótt. Brotist hafði ver- ið inn í einn gáminn og stolið úr honum dýrmæti fyrir leiðangur- inn, en það voru 400stykkiaf Mars súkkulaðistykkjum. Ekkert annað hafði horfið en þetta, en sárt var það fyrir okkur, sérstaklega þegar við sáum þetta liggja eins og hrá- viði út um allt, því ekki virtust grænlensku krakkarnir hafa smekk fyrir þetta. Þeir sem látnir voru gæta gámanna á næturnar voru alltaf með barefli með sér til taks vegna hinna furðulegustu sagna, er þeim höfðu verið sagðar. Undrandi komu þeir til baka því sannleikurinn reyndist vera allur annar. En skýringin á þessu var einfaldlega sú, að þeir vildu ekki koma sér í vafasaman félagsskap, því Bretarnir kynntust ekki öðrum en misjafnlega fullum mönnum, er virtust fullir velvilja þótt sjálfsvirð- ingin væri lítil í því þjóðfélagi er byggst hafði í kringum þá og þeir réðu litlu um. Ég fer ekki nánar út í þessa sálma, því ekki var það ætlun mín að sálgreina Grænlendinga, heldur segja ferðasögu Síðasta kvöldið var boðið upp á steiktan sel er Danskur einn þar í bæ matreiddi, en fyrir mér var bragðið eins og af hrefnukjöti. En þetta var mikið upplifelsi fyrir Bretana og lofuðu þeir kjötið mjög. Einnig var kveiktur varðeld- ur einn mikill, þar sem allir söfn- uðust saman og bryddað var upp á ýmsum skemmtilegheitum. í heild verð ég samt að lýsa vonbrigðum mínum með þessa kvöldvöku, sem var frekar laus í reipunum og enda- slepp, svo ekki sé nú meira sagt. Kannske maður sé of góðu vanur úr skátalífinu, hvað þetta varðar og má þar af leiðandi ekki dæma of hart. Smá stemning varð nú samt og geymir maður hana með sér. Allt svæðið var hreinsað og far- angri pakkað saman og siglt til Kulusuk á gúmbátum og smábát- um fiskimanna, og í kjölfar bát- anna horfði maður með söknuði er við fjarlægðumst Angmagsalik- eyju og endurminningar byrjuðu þá þegar að koma upp í huga mér frá þessum síðustu vikum. A Kulusuk var slegið upp tjöld- um til einnar náttar, er var jafn- framt sú síðasta áður en haldið skyldi til íslands. Flugstöðin í Kulusuk var ekki stór en heldur betur vatni og vindum heldur en sumar hverjar. Smá vandamál kom upp þar varðandi vatnsmálin en við stöðina var tengdur geymir er fljótur var að tæmast í þvotta- stússi. Island Til íslands var flogið öruggu flugi með Helga Jónssyni ogTóna- bær undirlagður fyrir hópinn. Undirrituðum hafði verið kom- ið í fyrsta hóp til að redda eldahell- um erekki voru tilstaðaríTónabæ og tókst það fyrir velvilja Rafha h/f, og eiga þeir bestu þakkir skilið fyrir að hafa brugðið fljótt og vel við. Einnig þurfti að leiðbeina 258-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.