Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 88
Verslunarfólk á Suöurnesjum.
Skrifstofan er að Hafnargötu 28,
efri hæð.
Opið mánudaga til föstudaga
kl. 16.00-18.00.
Sfminn er 2570.
Verzlunarmannafélag
Suðurnesja
GLEÐILEG JÓL!
Gott ogfarsælt árl
Þökkum viðskiptin á liðna árinu.
Samvinnubankinn - útibú
Samvinnutryggingar - útibú
Keflavík
G UÐJÓN STEFÁNSSON,
BÆJARFULLTRÚIKEFLAVIK:
FERÐAÞJÓNUSTA
VAXANDI
ATVINNUGREIN
Tekjur Suðumesja af
ferðaþjónustu eru mjög
litlar, þrátt fyrir gífurlega
umferð erlendra og
innlendra ferðamanna
um skagann.
Löngu er kominn tími til aö við
hér á Suðurnesjum förum að líta á
ferðaþjónustu sem atvinnugrein,
ekki ómerkari en hverja aðra.
Þ jónusta við erlenda ferðamenn er
þegar orðin allmyndarlegur þáttur
í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og
mun á árinu 1982 hafa numið 655
milljónum króna, og verðurmiklu
hærri í ár. Þetta eru hærri gjald-
eyristekjur en af sölu á lýsi, mjöli
og skreið samanlagt.
í fyrra komu til landsins um 73
þúsund ferðamenn, og talið er að
þeir verði nokkru fleiri í ár. Af
þessu má sjá að eftir nokkru er að
slægjast í sambandi við möguleika
okkar hér á þessu sviði.
Forsenda þess að ferðamenn
sjái ástæðu til að koma hingað eða
hafa hér viðkomu, er að hér sé
boðið upp á nauðsynlega þjónustu
og helst eitthvað sem ekki er ann-
ars staðar. Nauðsynleg kynning
þarf að eiga sér stað þar sem lögð
væri áhersla á það sem gerir þenn-
an landshluta sérstakan.
Suðurlandið t.d. hefur verulegt
forskot miðað við Suðurnesin í
þessum málum. Mikill fjöldi inn-
lendra og erlendra ferðamanna fer
stuttar ferðir um næsta nágrenni
Reykjavíkur, svo sem Hveragerði,
Þingvöll og Laugarvatn, svo
nefndir séu staðir sem eru í álíka
fjarlægð frá Reykjavík og Suður-
nesin eru.
Hér eigum við fjölda staða sem
eru álíka forvitnilegir fyrir ferða-
menn og þessir hefðbundnu án-
ingastaðir eru. Reyndar ætti að-
staða okkar að ýmsu leyti að vera
betri en annarra til að fá til okkar
umferð ferðamanna. Kemur þar
margt til, t.d. nálægðin við al-
þjóðaflugvöll, góðar vegasam-
göngur, heita vatnið og orkan og
margt fleira. Þessa sérstöku að-
Guðjón Stefánsson.
stöðu okkar þurfum við að nýta
okkur á næstu árum. Til þess að
svo megi verða þarf nú þegar að
fara að vinna skipulega að ýmsum
þáttum þessara mála, t.d. með
aukinni kynningu á svæðinu,
merkingu helstu staða og einnig
akstursleiða. Með betri merkingu
gatna í sveitarfélögunum, skipu-
lagningu tjáldstæða og ýmsum
álíka sjálfsögðum atriðum.
Alitleg verkefni og miklir mögu-
leikar eru til staðar fyrir dugmikla
athafnamenn í þessari atvinnu-
grein. Bygging og rekstur myndar-
legs hótels getur varla verið langt
undan, svo augljós sem þörfin sýn-
ist vera fyrir sh'kan rekstur hér.
Þá má nefna ýmsa möguleika í
sambandi við nýtingu heita vatns-
ins í þessu sambandi.
ímyndum okkar t.d. veitinga-
og þjónustuaðstöðu í litlum heils-
árs skemmtigarði undir þaki, upp-
hituðum að sjálfsögðu.
Kannast ekki allir við hvað það
er sem dregur ferðamenn að
Hveragerði fyrst og fremst, það er
einmitt sú aðstaða sem boðið er
upp á í Eden.
Ljóst er að Suöurnesin eiga
mikla möguleika ónýtta í sam-
bandi við ferðaþjónustu.
Það þarf að sinna þessum mál-
um betur hér eftir en hingað til og
líta á ferðamál sem hver önnur at-
vinnumál.
288-FAXI