Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 88

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 88
Verslunarfólk á Suöurnesjum. Skrifstofan er að Hafnargötu 28, efri hæð. Opið mánudaga til föstudaga kl. 16.00-18.00. Sfminn er 2570. Verzlunarmannafélag Suðurnesja GLEÐILEG JÓL! Gott ogfarsælt árl Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Samvinnubankinn - útibú Samvinnutryggingar - útibú Keflavík G UÐJÓN STEFÁNSSON, BÆJARFULLTRÚIKEFLAVIK: FERÐAÞJÓNUSTA VAXANDI ATVINNUGREIN Tekjur Suðumesja af ferðaþjónustu eru mjög litlar, þrátt fyrir gífurlega umferð erlendra og innlendra ferðamanna um skagann. Löngu er kominn tími til aö við hér á Suðurnesjum förum að líta á ferðaþjónustu sem atvinnugrein, ekki ómerkari en hverja aðra. Þ jónusta við erlenda ferðamenn er þegar orðin allmyndarlegur þáttur í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og mun á árinu 1982 hafa numið 655 milljónum króna, og verðurmiklu hærri í ár. Þetta eru hærri gjald- eyristekjur en af sölu á lýsi, mjöli og skreið samanlagt. í fyrra komu til landsins um 73 þúsund ferðamenn, og talið er að þeir verði nokkru fleiri í ár. Af þessu má sjá að eftir nokkru er að slægjast í sambandi við möguleika okkar hér á þessu sviði. Forsenda þess að ferðamenn sjái ástæðu til að koma hingað eða hafa hér viðkomu, er að hér sé boðið upp á nauðsynlega þjónustu og helst eitthvað sem ekki er ann- ars staðar. Nauðsynleg kynning þarf að eiga sér stað þar sem lögð væri áhersla á það sem gerir þenn- an landshluta sérstakan. Suðurlandið t.d. hefur verulegt forskot miðað við Suðurnesin í þessum málum. Mikill fjöldi inn- lendra og erlendra ferðamanna fer stuttar ferðir um næsta nágrenni Reykjavíkur, svo sem Hveragerði, Þingvöll og Laugarvatn, svo nefndir séu staðir sem eru í álíka fjarlægð frá Reykjavík og Suður- nesin eru. Hér eigum við fjölda staða sem eru álíka forvitnilegir fyrir ferða- menn og þessir hefðbundnu án- ingastaðir eru. Reyndar ætti að- staða okkar að ýmsu leyti að vera betri en annarra til að fá til okkar umferð ferðamanna. Kemur þar margt til, t.d. nálægðin við al- þjóðaflugvöll, góðar vegasam- göngur, heita vatnið og orkan og margt fleira. Þessa sérstöku að- Guðjón Stefánsson. stöðu okkar þurfum við að nýta okkur á næstu árum. Til þess að svo megi verða þarf nú þegar að fara að vinna skipulega að ýmsum þáttum þessara mála, t.d. með aukinni kynningu á svæðinu, merkingu helstu staða og einnig akstursleiða. Með betri merkingu gatna í sveitarfélögunum, skipu- lagningu tjáldstæða og ýmsum álíka sjálfsögðum atriðum. Alitleg verkefni og miklir mögu- leikar eru til staðar fyrir dugmikla athafnamenn í þessari atvinnu- grein. Bygging og rekstur myndar- legs hótels getur varla verið langt undan, svo augljós sem þörfin sýn- ist vera fyrir sh'kan rekstur hér. Þá má nefna ýmsa möguleika í sambandi við nýtingu heita vatns- ins í þessu sambandi. ímyndum okkar t.d. veitinga- og þjónustuaðstöðu í litlum heils- árs skemmtigarði undir þaki, upp- hituðum að sjálfsögðu. Kannast ekki allir við hvað það er sem dregur ferðamenn að Hveragerði fyrst og fremst, það er einmitt sú aðstaða sem boðið er upp á í Eden. Ljóst er að Suöurnesin eiga mikla möguleika ónýtta í sam- bandi við ferðaþjónustu. Það þarf að sinna þessum mál- um betur hér eftir en hingað til og líta á ferðamál sem hver önnur at- vinnumál. 288-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.