Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 32

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 32
ÆTTARMOT TIL FYRIRMYNDAR Þegar mér var boðið að mæta á ætt- armóti hjá nákomnu ættfólki — af- komenda Guðrúnar og Jóns á Hópi — sem var afabróðir minn — átti ég von á að hitta 40 — 50 ættingja — svona eins og við meðal jarðarför, en það eru helstu mótsstaðir eldra fólks. Ekki er þá fólk alltafmeð grátstafi t kverkun- um — enda stundar aðskilnaður vegna dauða hvorki voðalegur né umbreyt- anlegur. Það verða því oft frekar ánægjulegar upprifjunarstundir vina og vandamanna við etfisdrykkju. Þó að þessi umræddu hjón væru löngu horfin á vit þess óþekkta var hér um að ræða minningastund en með frjálslegri hætti en venjulega. Það kom mér mjög á óvart hve þátt- taka var afar mikil — fólks frá frum- bemsku til hárrar elli. Aíiir höfðu greinilega ánægju af þessu móti — undirbúningur var augljóslega íbesta lagi, og það fór i álla staði mjög vel fram. Einar Egilsson var stjómandi samkomunnar og þar sem hann lýsir vel fyrirkomulagi og dagskrá og upp- lýsingum um ættina, gef ég honum orðið. JT. Ættarmótið var haldið laugar- daginn 10. september sl. og átti að hefjast kl. 15.00, en vegna þess að fjölmenni var mikið meira en við höfðum ráðgert (320 manns í stað 100- 150 eftir okkar áætlun), tókst ekki að setja mótið fyrr en rétt fyrir kl. 16.00. Töluverður tími fór í það að láta allt þetta fólk skrifa nöfn sín, heimilisföng, símanúm- er, fæðingardag og ár á þar til gerð eyðublöð. Allir voru beðnir að festa merki í barm sér, en á þeim var tilgreint hvort þau Guðrún og Jón voru afi, amma (A) viðkom- andi, langafi/amma (LA), langa- langafi/amma (LLA), o.s.frv. Makar voru merktir (M) og gestir (G). Pessi merking vakti kátínu og reyndist einnig mjög gagnleg til kynningar þegar fólk fór að tala saman. A fólkið og LA fólkið var svo kallað saman til myndatöku. Dagskránni varð því að breyta, þannig að eftir að þeir Einar, Kristinn og Guðmundur höfðu Einar Egilsson og séra Jón M. Gudjónsson, elsti núlifandi afkomandi Jóns og Guðrúnar. flutt sitt efni var ákveðið að ljúka dagskránni í Festi með því að séra Björn flytti sína tölu um hvernig ættin komi tengdafólkinu fyrir sjónir, strax á eftir og síðar myndi Guðmundur Sigurðsson syngja einsöng og að því loknu yrði fjöldasöngur. Ferðin niður að rústum Hópsbæjarins yrði svo farin í lokin. Áður en við skildum kusum við ,,ættarráð“ einn mann fyrir afkomendur hvers Hópssyst- kinanna, til að mynda stjóm sem sæi um framkvæmdir til næsta ættarmóts og henni yrðu falin þrju verkefni: Að reyna að fá bæjar- rústirnar friðaðar, að lagfæra leiði þeirra Guðrúnar og Jóns og koma útgáfu fréttablaðs af stað, en Sæmundur í Stensli maður Her- borgar Pálsdóttur (Dagbjartar af- komanda) hafði boðist til að kosta útgáfuna. Við höfum ekki heyrt annað en allir hafi verið ánægðir með þetta fyrsta ættarmót okkar og margir hafa spurt um hvenær næsta mót yrði. Pað sem síðan hefur gerst er þetta: ,,Stjórnin“ sem skipuð er af Einari Egilssyni, Jórunni Ama- dóttur og Valdemar Jónssyni hef- ur í samráði við ,,ættarráðið“ sent bæjarstjórn Grindavíkur bréf vegna friðunar bæjarrústanna, fengið Kristin Rey til að vera rit- stjóri fréttablaðsins og er nú að senda út bréf til alls A og LA fólks- ins vegna lagfæringa leiðanna. Við erum einnig að vinna að því að koma upp spjaldskrá yfir alla af- komendur gömlu hjónanna. Pá er- um við að leita uppi myndir af Joni Guðmundssyni og einnig myndir af gamla húsinu á Hópi, sem Guð- mundur yngri byggði og rifið var skömmu eftir 1930. Við biðjum alla sem einhverja vitneskju hafa um þessar myndir, ef til eru, að láta okkur vita. 232-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.