Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 62
HJÓNAMINNING
Sigurður
Krístjónsson
Guðjónína
Sæmundsdóttir
Sigurður Kristjánsson, einn af
elstu íbúum Suðurnesja lést hinn
5. ágúst s.l. í Sjúkrahúsi Keflavík-
urlæknishéraðs, eftir stutta legu.
Fór útför hans fram frá Útskála-
kirkju f3. s.m.
Sigurður var fæddur að Brimn-
esi við Seyðisfjörð 31. desember
1886 og var því hátt á 97. aldursári
er hann lést.
Foreldrar hans voru hjónin
Kristján Eyjólfur Asmundsson og
Agnes Kjartansdóttir.
Á fyrsta ári fluttist Sigurður
með foreldrum sínum í Meðalland
í Austur-Skaftafellssýslu. Þar ólst
hann upp og átti heima þar til hann
fluttist til Reykjavíkur. Var hann
þar næstu árin með móður sinni,
sem þá var löngu orðin ekkja.
Árið 1912 kvæntist Sigurður
frændkonu sinni, Guðjónínu Sæ-
mundsdóttur. Foreldrar hennar
voru hjónin Sæmundur Einarsson
og Guðrún Kjartansdóttir. Þær
Guðrún og Agnes voru systur og
bjuggu foreldrar þeirra, Hildur
Sveinsdóttir frá Vindáshlíð í Kjós
og Kjartan Herjólfsson í Miðgarði
á Vatnsleysuströnd. Er sá bær nú
alveg horfinn undir sjó. Fyrir
nokkrum árum sá á suðausturstafn
bæjarins, en nú sjást þar engin
merki um byggð lengur. Þannig
vinnur tímans tönn á landinu okk-
ar. - Vesturströndin er alltaf að
lækka og síga undir sjó.
Guðjónína fluttist ung að
Vatnsnesi við Keflavík og ólst þar
upp hjá hjónunum Helgu Vigfús-
dóttur og Guðna Jónssyn, bónda
þar. Var hún þar til tvítugsaldurs,
að hún giftist Sigurði. Þau bjuggu í
Reykjavík til 1930, en þá keyptu
þau jörðina Ásgarð á Garðskaga.
Þar bjuggu þau til 1959, er þau
hættu búskap.
Árið eftir dvöldu þau hjónin hjá
dóttur sinni, Agnesi og manni
hennar, Torfa Sigurðssyni á
Mánaskál í Laxárdal í Austur-
Húnavatnssýslu. Guðjónína var
þá farin að heilsu. Fór hún þá suð-
ur að leita sér lækninga, en sú leit
bar ei árangur. Hún lést í Sjúkra-
húsi Keflavíkurlæknishéraðs 18.
júlí 1960.
Eftir það var Sigurður til heimil-
is hjá Helgu dóttur sinni og manni
hennar, Guðmundi Ingimundar-
syni, til ársins 1968, en þá flutti
hann til Ólafs sonar síns og konu
hans, Ólafíu Helgadóttur og átti
hann þar heimili, þar til hann í
febrúar 1982, flutti í Garðvang,
dvalarheimili aldraðra í Garði.
Meðan kraftar leyfðu fór Sig-
urður á hverju sumri, eftir að hann
hætti búskap, til hjónanna á
Mánaskál, Agnesar dóttur sinnar
og Torfa manns hennar og tók þátt
í heyskapnum og öðrum sumar-
störfum. Munaði þar vel um gamla
manninn, því Sigurður var afburða
sláttumaður, meðan hann var og
hét.
Sigurður átti tvö alsystkini:
Sveinbjörn, hann drukknaði í sjó-
róðri, í aftakaveðri við Vest-
mannaeyjar, rúmlega tvítugur að
aldri, og Björnínu, sem bjó í
Reykjavík. Hún lést árið 1979.
Einn hálfbróður átti Sigurður,
Brynjólf Björnsson, tannlækni í
Reykjavík, sem látinn er fyrir
mörgum árum.
Guðjónína átti þessi systkini:
Lárus, hann fluttist til Vestur-
heims, Sveinbjörgu, Ólaf og Þor-
stein, sem búsett voru í Reykjavík.
Hálfbróðir hennar var Lýður
Magnússon, sem bjó íHafnarfirði.
Þau eru öll látin.
Þau hjónin, Sigurður og Guð-
jónína eignuðust 9 böm. Tveir
drengir dóu ársgamlir. Þeir hétu
Sveinbjörn og Björgvin. - Þau 7,
er lifa eru þessi í aldursröð.
Sveinbjöm Óskar, ókvæntur,
býr í Reykjavík.
Agnes, gift Torfa Sigurðssyni,
búa á Mánaskál, A-Húnavatns-
sýslu.
Björg Kristín, gift Ragnari Guð-
leifssyni, búa í Keflavík.
Ólafur Gunnar, kvæntur Ólafíu
Helgadóttur, búa í Garði.
Ágústa Þórunn, gift Guðna
Ingimundarsyni, búa í Garði.
Kristján Guðmundur, kvæntur
Helgu Guðmundsdóttur, búa á
Höskuldsstöðum, A-Húnavatns-
sýslu.
Helga, gift Guðmundi Ingi-
mundarsyni, búa í Garði.
Afkomendur Sigurðar og Guð-
jónínu eru nú orðnir 68.
Eftir að Sigurður fluttist til
Reykjavíkur, var hann til sjós,
fyrst á skútum og síðar á togurum,
eftir að þeir komu til sögunnar. Þá
vann hann og að sjálfsögðu það,
sem til féll í landi.
Hann hafði á fyrstu árum sínum
í Reykjavík lært skósmíði og vann
r Hvað
Hugfast jafnan hafa skaltu,
ungur hvað sem fremur,
nemurf gamall ungi vinur, allt hvað nemur, illt og gott, það gamall temur.
temur Aldni vinur eins máttu‘líka, og öllu fremur, að því gæta, að allt hvað temur, illt og gott, það ungur nemur.
R.
/
262-FAXI