Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 69

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 69
að bíða í 1 ár eftir íbúð eftir að þú giftir þig. Síðan greiðir þú fast 5% af launum þínum í húsaleigu, en þarft aldrei að óttast að lenda út á götunni eftir að þú einu sinni ert búinn að fá húsnæði. Engin ljósaskilti eru á verslun- um og útstillingar í búðagluggum mjög lítið áberandi, enda vöruúr- val bágborið miðað við okkar þarf- ir. Á ökuleið okkar til og frá hóteli, var verslun, þar sem alltaf var 100 - 200 metra biðröð. Þetta vakti undrun okkar. Við spurðum hvað þarna væri til sölu. Svarið var. - Jú, í þessari búð fengjust oft vest- rænir skór. Á kvöldin, - bæði í Moskvu og Leningrad var okkur boðið í sirkus á ís, tónieika ýmiss konar, þjóð- dansasýningu og balletta. Aldrei þurftum við að greiða aukalega fyrir neitt. Alit var inni- falið í dvölinni þarna. Matur, að- göngumiðar, skoðunarferðiro.þ.l. Mikil umferð gangandi fólks var í miðborginni, mjög elskulegt í viðmóti, unga fólkið mjög laglegt og glaðlegt, vel klætt - en tískan gamaldags miðað við vesturlönd. Ungar konur sumar enn á þykk- botna skóm sem hér voru í tísku fyrir 7 - 8 árum. Við héldum að auðvelt yrði fyrir okkur útlendingana með nógan gjaldeyri að versla í dollarabúðun- um, en þær komu á óvart eins og annað. Við komum samt í eina þeirra stærstu í Moskvu, en þetta eru bara eins og hverjar aðrar frí- hafnir, sem leggja mesta áherslu á vín og tóbak, myndavélar, skart- gripi o.þ.l. En alls engar stórversl- anir eins og við höfðum gert okkur í hugarlund. Þessar búðir eru annars starf- ræktar í öllum stærri hótelum. Leningrad - eða Pétursborg eins og hún hét áður, er miklu vest- rænni en Moskva, enda örstutt yfir Finnska flóa til Helsinki. Hún er afskaplega fögur borg, byggð á ótal eyjum og fagrar brýr setja mikinn svip á hana. Pétur mikli byggði hana fyrst upp. Þar reisti hann sér Vetrar- höllina á bökkum árinnar Nevu. Sumarhöllin er rétt fyrir utan borgina og sumarhöll drottningar hans, Katrínar fyrstu, sömuleiðis. Við skoðuðum allar þessar hall- ir. - Og hvílíkur íburður. í vetr- arhöllinni eru 1059 salir, en þess má geta að fjölskylda Péturs mikla var 7 manna fjölskylda. Ásamt íburði hallarinnar er hún full af dýrinds listaverkum sem keisarafjölskyldan safnaði víðs vegar í Evrópu. Stóru meistararnir Rembrandt, Leonard de’Vinci, Goya - eru þarna í tugatali hver. Þannig að höllin er í dag 3. stærsta Iistasafn heims, næst á eftir Louvre í París og Art Gallery í London. Ef þú eyddir 6 dögum vikunnar í að skoða safnið 8 klst. á dag, stans- aðir 30 sekúndur við hvern list- mun, tæki það þig 9 ár að skoða allt saman. í hallargarðinum við sumarhöll- ina eru 250 marmarastyttur, flestar þaktar ekta gulli. 180 gosbrunnar án vélvæðingar, en allir frábærlega fagrir. í síðari heimsstyrjöldinni voru miklar skemmdir unnar á öllum þessum höllum. En listaverkunum hafði verið komið undan í tæka tíð. Allt er nú komið í fyrra horf og ekkert virðist vera til sparað og einskis látið ófreistað að halda þessum fornminjum í nákvæmlega upprunalegri mynd. Þetta finnst mér athyglisvert, því auðvitað eru þessar hallir með öllum þessum auðæfum, stand- andi minnisvarði um hið taum- lausa arðrán keisarafjölskyldn- anna á þegnum landsins, sem olli uppreisninni 1917. En í dag er einungis einblínt á byggingatæknina - arkitekturinn - listaverkasöfnunina, það er, að eiga í dag þessar stórkostlegu minjar sem talandi tákn um mikil- fengleik Péturs mikla. en hann varð keisari 1696, bam að aldri. Leningrad er mikilvægasta hafnarborg landsins-miðstöð iðn- aðar og þar eru helstu skipasmíða- stöðvarnar. íbúarnir eru nú 4.7 milljónir. Þar eru verslanir miklu fleiri en í Moskvu og jafnvel gluggaútstill- ingar og auglýsingar, - þó ekki freistuðu þær mín. Heimsstyrjöldin lék Rússa ákaf- lega grátt. 20 milljónir létu lífið. 25% af eignum landsmanna eyði- lögðust. Við lá að Leningrad væri eydd að fullu. Umsátur þýska hersins um borgina stóð í 900 daga, á með- an voru íbúamir innilokaðir mat- arlausir og sultu í hel umvörpum. Alls féllu 720 þúsund. í Piskarev fjöldagrafreitnum hvfla 470 þús- undir af þessum fómarlömbum umsátursins, og það er tvöfaldur íbúafjöldi okkar. Beint á móti Hotel Pilkovskaia, þar sem við dvöldum, var minnis- varði um þá sem féllu í umsátrinu. Þar urðum við fyrir miklum geð- hrifum. Við fórum þangað ein, án þess að vita á hverju við ættum von. Þetta er hringlaga marmarahof, þaklaust. Þar ómaði sálmasöngur og myndastyttur um allt - eins og lifandi að sjá, - sem sýndu foreldra með börn sín sveltandi, ýmist lífs eða liðin í fanginu. - Angistin og vonleysið skein út úr hverju and- liti. í 9 daga dvöldum við svo í eftir- sóttustu sumarleyfis- og heilsu- ræktarstöð Rússlands, Sochi við Svartahaf - undir Kákasusfjöllun- um. Þar eru reknar margar heilsu- stöðvar og hressingarhæli. Til marks um hollusíuna, voru reyk- ingar bannaðar alls staðar í sam- eiginlegum vistarverum. Þeir sem þurftu á reykingum að halda fóru upp á herbergi eða út á svalir eða bara hreinlega út á götu til að fá sér smók. Og betta bann varvirt.... Árlega komast þangað 3 millj- ónir Rússa, sem er lág tala miðað við íbúafjöldann, 270 milljónir. Þetta er unaðslegur staður, 140 km strandlengja allt baðströnd og hótel, og alls staðar fagur gróður - blóm og tré af öllum mögulegum gerðum, og allt í svo óumræðan- lega góðri umhirðu. Áveitukerfi var í öllum grasflötum og blóma- beðum og rosknar konur um allt við garðyrkjustörf. Einn ferðafélagi okkar, - ég tek fram ekki vinstri sinnaður, - komst ágætlega að orði í lýsingu á staðnum í korti til vinnufélaga sinna í Seðlabanka íslands, hann sagði: „Aldingarðurinn Eden er fundinn“. Og það höfðu fleiri fundið hann en við. Þarna var urmull af ferða- mönnum, Þjóðverjum, Finnum og öðrum Skandinövum, Austur landabúum, Bandaríkjamönnum, o.fl.o.fl. Eins og alls staðar þar sem við komum var mjög vel búið að ferðamönnunum. Læknavakt á hinni afgirtu einkaströnd við hótelið okkar - frí, sem önnur læknishjálp í Rúss- landi. Og allt bókstaflega sem þú þurftir á að halda til að hafa það náðugt í sumarleyfi var innan hótelgarðsins. En, - allur sá lúxus Basil dómkirkjan fremst á Rauða torginu í Moskvu. FAXI-269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.