Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 54
ÞEGAR STERUNG BJARGAÐI
i
STERLING -strundferðaskip hérfrá 1907. Skipid ersmíðað í Leith 1891. 1040 hr. lestir, 70 m langt, með200 ha. vélog 12 hnúta
hraða, eitl glœsilegasta skip í íslandsferðum ú þessum tíma, með rúm fyrir 40 farþega. Gerl út af Thor-félaginu. (Þórarinn
Túlinius).
í>að mun hafa verið rétt fyrir kl.
10 að morgni hinn 19. desember
1919, að ég var á leið í skólann, að
sjálfsögðu í Gamla-skólann við
Skólaveginn. Það var útsynnings-
rok með slydduél jum. Ég hljóp við
fót upp Suðurgötuna, sem þá var
aðeins moldarvegur, er náði frá
Tjarnargötu að Skólavegi.
Við Suðurgötuna voru þá þessi
hús að norðanverðu við götuna.
Næst Tjarnargötunni var Báruhús-
ið, sem nú er Suðurgata 1, þá var
lítið timburhús, klætt svörtum
pappa, næst voru Veghús, þarsem
þau eru enn, þó að vísu mikið
breytt og syðst var húsið Sunnu-
hvoll, timburhús með flötu þaki,
klætt utan liggjandi timburklæðn-
ingu. Hús þetta byggði Ágúst
Jónsson hreppstjóri, sem nú var
skólastjóri barnaskólans.
Þegar ég kom upp í skólann, var
þar heldur ömurleg aðkoma. í
skólastofunni var allt gólfið útatað
af sótlituðu vatni, sem runnið
hafði niður um reykháfinn. Reyk-
Eyvindur M. Bergmann.
háfurinn hafði brotnað uppi á þak-
inu í óveðrinu um nóttina og vatn-
ið þá fengið óhefta rás niður í
skólastofumar.
Hér var þannig umhorfs, að
sýnilegt var að eigi væri hægt að
kenna þennan dag, við þessar að-
stæður. Var okkur börnunum því
sagt að fara heim við svo búið.
Þennan vetur og veturinn á und-
an, var aðeins kennt í annarri
skólastofunni. Voru deildimar
tvær, efri og neðri deild, og var
hvorri deild kennt annan hvem
dag. Þetta var á stríðsámnum,
kolin dýr og af skomum skammti.
Þennan vetur var Ágúst Jónsson
skólastjóri og Guðlaug í. Guð-
jónsdóttir kennari og var þetta
fyrsti kennsluvetur hennar í Kefla-
vík. Áður hafði hún kennt í Leir-
unni.
Á leiðinni heim var ég að hugsa,
FRÁ ALMANNATRYGGINGUM
í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og
Gullbringusýslu
Vegna tölvuvinnslu skal bótaþegum bent á aó tilkynna umboðinu strax
um breytingu á heimilisfangi. Tilað komast hjá erfiðleikum í útsendingu
bótamióa.
Sími okkar er 3290.
Bæjarfógetinn í Keflavík, Njarðvík og Grindavík
Sýslumaðurinn í Gullbringusýslu
hvort þetta veður væri af völdum
halastjömunnar. - En því hafði
verið spáð, að halastjarna væri í
nánd, sem ef til vill mundi rekast á
jörðina, og var mikið um þetta
rætt, og því margir uggandi, hvað
gerast mundi næstu daga.
Ég átti heima á Vesturgötu 5 (nú
nr. 9), en hús pabba og mömmu
var við Vallargötu 30 og var þá
gangstígur á milli þessara húsa.
Þegar ég leit inn til mömmu brá
mér, er ég sá hve hnuggin hún var,
og hún sagði mér, að pabbi væri á
sjó í þessu vonda veðri. Hefði
hann róið um nóttina, snemma,
með Eyvindi Bergmann og væm
þeir ekki komnir að landi. Með
þeim hefðu einnig róið þeir Hjör-
Hjörleifur Einarsson.
leifur Einarsson og Eyjólfur Guð-
jónsson.
Ég dvaldi heima hjá mömmu
nokkra stund, en fór síðan heim til
ömmu, á Vesturgötuna, en þar átti
ég heima frá 7 ára aldri.
Síðar þennan sama dag, meðan
útsynningurinn hamaðist, sigldi
gufuskipið Sterling inn á höfnina í
Keflavík og gaf til kynna með eim-
pípunni að þeir vildu hafa sam-
band við land.
Var nú mannaður bátur í
Stokkavörinni og róið út að skip-
254-FAXI