Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 41

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 41
/ TILEFNI DAGSINS Ágæta samkoma — kæra frænd- fólk og makar. Ég þykist muna svo langt, að ekki varð þverfótað, góðu heilli, fyrir frænkum og frændum í næsta nágrenni. En af er sú tíð. Og æ sjaldgæfar hin síðari ár, að fundum bæri saman, nema þá helst við út- för skyldmennis og í boði þar á eftir. Var þá kannski vakið máls á því, að við sæumst nær aldrei, nema undir slíkum kringumstæðum. Og hvort ekki væri nú mögulegt - að hin kynsæla ættkvísl frá Hópi í Grindavík, mannaði sig einu sinni upp í að hittast - án þess að þurfa jafnframt að fækka um einn í ætt- inni. Og málið var rætt fram og aftur - og allir á sama máli og síðasti ræðumaður. En framhaldið varð löngum einsog Mark Twain komst ein- hverju sinni að orði: „Allir tala um veðrið - en það gerir enginn neitt í málinu“. Fyrr en þá nú - að þeir frændur og forystumenn, Einar Egilsson og Valdimar Jónsson, tóku málið í sínar hendur, og boðuðu okkur hingað í Festi, þann 10. september 1983. En sem við höfum nú loksins fjölmennt til þessarar stundar, þá leitar hugurinn aftur í tímann. Og heim að Hópi til ömmu og afa. Þar bjuggu þau hjónin, Guðrún Guð- brandsdóttir og Jón Guðmunds- son, útvegsbóndi. Fluttust þangað 1880. Og þar fæddust þeim börnin - systkinin kennd við Hóp. Eitt þeirra var Pétur, faðir minn. Fimm ára gamall missti hann föður sinn og var tekinn í fóstur. Varla hefur það verið sársaukalaus aðskilnaður móður og syni - eins- og eftirfarandi vísa hans, ort síðar, vitnar um: A tján hundruð er ég fœddur áttatíu og níu þó. Fimm þau árin fyrstu ómæddur fannst mór lífið eintóm ró. En huggun var þó þeirri ráðstöf- un gegn, að fósturforeldrarnir bjuggu hér í Hverfi. Og spölurinn heim að Hópi, er frá leið - ekki ofviða ungum sveini í ástríkan faðm móður og systkinanna, eldri sem yngri. Áratugum síðar, er ég - einka- sonur Péturs og Ágústu Árnadótt- ur, að slíta bamsskónum á Blómst- urvöllum í Staðarhverfinu. Og mun snemma hafa reynt að telja á puttunum öll þessi glaðlyndu og gjafmildu föðursystkini frá Hópi - sem báru mig á höndum sér, hve- nær sem komið var saman á góðri stund. Og glaðst yfir því að vera til - og eiga hvert annað að. Pykir mér nú hlýða - í tilefni dagsins, að endurtaka þá talningu einsog hún horfði við mér á bernskuárunum. Guðmundur yngri bjó í þann tíð á Tóftum - Kristólína í Vík- Bald- vin á Hópi - og Guðmundur, elst- ur þeirra systkina, í Nesi. Hann var fæddur 1875 að Skálmholtshrauni á Skeiðum. En utan Grindavíkur, íblámóðu Guðrún Guðbrandsdóttir frá Hópi í Grindavík. (Mynd af eiginmanni hennar, Jóni Guðmundssyni útvegsbónda, mun ekki vera til). fjarskans, bjuggu: Dagbjört í Keflavík, og Guðrún amma hjá henni - Þorkelína og Jórunn í Njarðvík - Margrét ljósmóðir á Brunnastöðum - Valgerður í Reykjavík - og Sigurlína á Aust- fjörðum. En Jóhann, tólfta bam ömmu og afa, hafði látist í bernsku. Miklir kærleikar voru ávallt með þeim systkinum - samfara ástríki og umhyggju gagnvart okkur, syst- kinabörnunum, einsog vikið var • að. Og enn mun sagt verða. Það var á kreppuárunum al- ræmdu - áður en blessað stríðið hóf að mala gull úr mannfórnum, vítt um veröld. Ég hafði lokið námi í Verslunar- skóla og var í föstu og tryggu starfi, er heilsan brást til langframa. Tryggingabætur þekktust ekki og flestar bjargir að öðru leyti bann- aðar. Þá verður það til tíðinda - að Kristólína frænka í Vík bregður sér til Reykjavíkur að heimsækja okkur mömmu. Og erindið: Að bjóða mér að koma og dveljast hjá sér þar syðra sumarlangt. Þau heilsubótarsumur mín urðu núreyndarþrjú. Og atlætið ogum- önnunin slík - að ég fór smám sam- an að endurheimta mitt fyrra starfsþrek. Og liðu svo tímar fram. Við fráfall minnar fómfúsu og elskulegu frænku, birti ég fáeinar Ijóðlínur í minningu hennar.: / muna líður mörg ein minning geislarík. Ó, Ijósu jól við leik lijá Línu frænku í Vík. Þótt síðar syrti að um sund og heimabyggð, var ætíð um þig bjart af ástúð þinni og tryggð. Og sólskinssumur þrenn ég sjúkur hjá jx>r bjó, og lítið skáld úr skurn til skerja svam og fló. Þig átti margur að, sem ævihraunið tróð. Þú vildir öllu vel og varst því öllu góð. Hér var ekkert ofsagt. Sú lífsstefna, að vilja öllu vel var í senn vöggugjöf og heiman- fylgja systkinanna frá Hópi. Megi sá góði andi vaka yfir og vera með öldum og óbomum niðjum ömmu og afa. Ég þakka ykkur öllum, þessa ánægjuiegu samverustund. Kristinn Reyr BlLBELTI AFTURÍ BJARGAR! ÍBIMK Tryggingafélag bindindismanna Samkvæmt skýrslum Umferðarráðs slösuðust 166 farþegar í bilum fyrstu 9 rnánuði 1983, þar af sátu 79 í aftursæti - án bílbelta. Ljóst er að margir hefðu sloppið við meiðsli, ef þeir hefðu notað bílbelti. Til þess að örva notkun bílbelta í aftursæti og þar með íækka slysum á farþegum, býður ÁBYRGÐ HF., fyrst tryggingarfélaga, ennþá betri tryggingarvernd þegar aftursætisfarþegar nota bílbelti. Framyfir aðrar tryggingar greiðum við 50.000 krónur við dauðsfall og allt aö 150.000 krónur við örorku eí farþegar i aftursæti í einkabílum, tryggð- um hjá ÁBYRGÐ HF., slasast alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. Þessi aukatrygging gildir einnig um ökumenn og farþega í framsæti i einkabilum með ökumanns- og farþegaslysatryggingu hjá ÁBYRGÐ HF„ slasist þeir alvarlega þrátt fyrir notkun bílbelta. FAXI-241 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.