Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 49
Jón Helgason
frá Litla-Bæ
á Vatnsleysuströnd
Páttur
úr
Landnámu
Landnáma er sagnasjóður
sá einn dýrsti er þjádin geymir.
Lína millum langar sögur
lesa má þá hugann dreymir
langt ífjœrð umfyrstu kynni
feðra vorra á Isaláði
þar sem hver að lund og landssið
lífsbaráttu sína háði.
Yfir hafúr Austurvegi
Ingólfs heim að numdu svœði
Hrolleifur var hingað kominn
hugði á landnám út við grœði.
Þá var allt þar öðrum helgað.
Af því kunni vandinn stafa
að flestir ýtrast orku neyttu
olnbogarúm nóg að hafa.
Verður inn í landið lengra
leita svœðis bú aðfesta.
I staðinn fyrir ströndu-œgis
staðfestist við næst því besta.
Þar sem minnti að mun á hafið
mikið vatn á bak við heiði.
Síðar það við þingstað kenndist.
Þenkti rekkur hér á veiði.
Eignar sér þar allstórt svœði
engu gripinn hugarvíli.
A Heiðarbœ hvar heitir síðan
Hrolleifur sér reisti býli.
Standa í norðri föstum fótum
fjöll með tignaryfirbragði
breið hvar mjallþök sveiparsólin.
Úr Suðurfjalli reyki lagði.
Um sig bjó nú eftir föngum
erjaði jörð og viðc rkesti
hjó í kurl við kolagrafir
knappast þó hér yndi festi.
Einhæf þótti vatna veiðin
og vandi um fjöll 4ð gcela hjarða.
Seggur fyrri seltu x'znur
saknaði hinna norrku fjarða.
Vestan heiðar segir sagan
sífellt byggjast staðir fleiri.
Úr Austurvegi að Ly/andsströndum
aðsóknin varð meiri og meiri.
Ein hafði frænka Ingólfs komið
út hingað og fyrsta vetur
hjáfrœnda sínutn fengið vistar
þó framtak meira Eti betur.
Frá Hvassahrauni nð Hvalsnestöngum
hér nœstfékk því Imd að byggja
hún Steinunn ,,gamla“ prn ingólfs engar
ætlaði gjafir samt að þiggja.
Einaflík lét frúin raóti
flekkótta og máske bætta.
Hyggstsvo mega kaup það kalla.
Kvað á rifting minúi hcetta.
Einn hafði Steinunn ungan fóstrað
Eyvind hverjum nv. hún vildi
landi úthluta hvers að takmörk
um hreppskil eru ean í gildi.
Upp til fjalls nær umrcett svœði.
- Ekki kannske dað af mörgum. -
Frá Hvassahrautu og svo meQ sænum
suður að Kvíguvogabjörgum.
Sér Eyvindur síðan reisti
við sæinn frammi bæ í Vogum.
Hvar á fengsæl fiskimiðin
fáum komstmeð áratogum.
Mátti þarna af mararsjóði
mjög ágætan feng sér skapa.
Fljótt varð alkunn aflasældin
í aðdýpinu nærri Stapa.
Hrolleifur sín hugsar ráðin.
Hefurferð og ekki brestur
gönguþol um holt ogheiðar
og hraunamosa út og vestur.
Stiklar líka steina og klappir
með ströndu þvegnri bárusogum.
Heldur þannig allt að inni
Eyvindar í Kvíguvogum.
Villsvo til að Vogabóndinn
var þá æfðum handatökum
í vör að róa rangahesti.
Rígaþorski ogfeitum sprökum
bylti á land í kugginn kippti
kom und báðar síður skorðum.
Hrolleifur til hans þá mælti
hæverskulaust þessum orðum:
Að þvískaltu eyru leggja
erindi ég hefað rækja
sem nú eftir eigin geði
ætla afkappi nokkru að sækja.
Skaltu við mig skipta á jörðum
við skilmálana vel þigfella.
Að Heiðarbœ svo héðan rýma.
A hólmi berjast við mig ella.
Þurfti ei segja í máli myrkan
né mildan neitt í samningsgjörðum.
Svona vart á síðri tímum
sóst er eftir Vogajörðum.
Við hranalega Hrolleifs ræðu
heyrandi varð steinilostinn.
Alls óvanur erjum vopna
Eyvindur tókfyrri kostinn.
Lengra fram er leið á vorið
land sitt varð og bæ að rýma.
Eystra setjast að við heiði
undi þar samt skamman tíma.
Fýsti ígrennd við fóstru sína
flytja til að verjast erjum.
Svo að eigin ósk komstsíðar
út á nes að Bæjarskerjum.
Svo um Hrolleif sagan greinir
sér í Vogum una mátti.
Þar dró marga þorska ogflyðrur.
Þetta best við karlinn átti.
Fram í elli halur hraustur
hlaut þó síðast lífi tapa.
Heygður var hvar heyra mátti
haföldunnar sog við Stapa. -
honum upp á topp undir segl og
reyra niður. Vilhjálmi fannst það
önugt og tímafrekt og fór því fram
á það við Steindór að hann léti
smíða kassa upp á toppnum til
hægðarauka og var það gert.
Sjaldan kom þó farangur í þessa
kistu, en þar var gjarnan komið
fyrir fiski á vertíðinni, sem Vil-
hjálmur fékk hjá ýmsum sjómönn-
um fyrir greiðvikni og áreiðanleg-
heit, því sjómenn þurftu á brjóst-
birtu o.fl. að halda, þá eins og nú,
og komu gjarnan með góðfiski til
að staðfesta greiðann. Fiskinn
seldi Vilhjálmur fisksala í Reykja-
vík og tvöfaldaði það laun hans, en
mánaðarlaun hjá Vilhjálmi voru
þá kr. 350.- á mánuði og voru það
topplaun, en vinnnutími 12 - 16
tímar á dag og helgarfrí fá eða eng-
in á annatímum. Einu sinni kom
Vilhjálmur í seinna lagi að sunnan,
kannske tafist við losun aflans.
Kom þá Steindór út á planið til
Vilhjálms og sagði: ,,Ég var farinn
að halda að fiskbíllinn ætlaði ekki
að koma í bæinn.“ Vilhjálmur hélt
að þar með væri lokið fisksölu-
ágóðanum. Ekki tók Steindór þó
fyrir þennan fiskflutning og ræddi
það ekki, enda mun hann kannske
hafa fengið stöku spröku í soðið og
honum þótti góður nýr fiskur úr
Garðsjónum.
Sannleikurinn er sá að menn,
sem Steindóri féll vel við gerði
hann vel við með ýmsu móti.
Þegar Vilhjálmur hafði ekið á
annað ár h já Steindóri, ýmist á rút-
unni eða fólksbílum í bæjarakstri,
milli rútuferða, kom þá einu sinni
prúðbúinn maður með harðan
kúluhatt á höfði inn á stöðina og
bað um bíl. Vilhjálmi var falið að
aka með manninn og var ferða-
áætlun inn á Laugaveg og taka þar
fólk og fara síðan niður í Dóm-
kirkju. Þá var Hafnarstræti ekið
bæði í austur og vestur. Vilhjálmur
ók austur í átt að Laugavegi og
hafði ekki farið langt er hann
mætti öðrum bíl frá Steindóri.
Ekki tókst betur til en svo að bíl-
arnir rákust á og skemmdust báðir
mikið. Farþegi Vilhjálms sem sat í
framsætinu lenti fram í rúðunni og
þegar að var gáð sat hatturinn fast-
ur í rúðubrotinu en farþeginn horf-
inn og gaf sig ekki fram til að sækja
hattinn.
Lögregla kom á staðinn og bað
m.a. um ökuskírteini. Kom þá í
ljós að ökuskírteini Vilhjálms
hljóðaði upp á minna próf.
Svo nærri var þetta stöð Stein-
dórs að eigandinn Steindór Ein-
arsson heyrði er bílarnir skullu
saman og kom þjótandi á staðinn
og bjóst Vilhjálmur ekki við góðu
því að Steindór var harður í horn
að taka ef svo vildi verða. Vil-
hjálmur hafði þá orð á því við
Steindór að nú væri víst best að
hipja sig og fara á sjóinn aftur.
Steindór sagði þá: ,,Hver var að
tala um það? Það er alltaf hægt að
fá meirapróf." Ekki leið langur
tími þar til Vilhjálmur hafði full
réttindi. Eftir þetta ók hann eink-
um stóru bílunum. Vorið 1941
hætti Vilhjálmur hjá Steindóri og
fór að aka á eigin bíl á Bifreiðastöð
íslands, þar til um 30 bílstjórar af
ýmsum stöðvum keyptu Bifreiða-
stöðina Geysi og nefndu liana
Hreyfil.
Erfitt reyndist að fjármagna
þessi viðskipti en þá kom til sög-
unnar drengskaparmaðurinn
Olafur Þorgrímsson hrl., frá Laug-
arnesi og tókst honum að bjarga
málum. Síðan hefur hann verið
lögmaður félagsins. Vilhjálmur
átti sæti í stjórn félagsins í 18 ár,
lengst af varaformaður. Ennþá er
Vilhjálmur með fjóra bíla í útgerð
á Hreyfli.
Samhliða akstrinum tók Vil-
hjálmur sér ýmislegt fyrir hendur.
M.a. gerðist hann sameignarmað-
ur nokkurra Keflvíkinga að stofn-
un h.f. Rastar, sem lét byggja
Reykjaröst 1945 á ísafirði, og
veitti Margeir Jónsson útgerðinni
forstöðu. Síðan eignaðist Margeir
Jónsson fyrirtækið og rekur það
enn af miklum myndarskap.
Jafnhliða stóð Vilhjálmur í
byggingaframkvæmdum með son-
um sínum. Þeir byggðu margar
blokkir og seldu fjölda íbúða.
Einnig stóð hann í bílainnflutn-
ingi - flutti inn mikið af notuðum
bílum frá Þýskalandi.
Þegar maður lítur yfir þennan
annasama lífsferil ályktar maður
kannske að óbrigðul hreysti búi í
Vilhjálmi og heilsufar betra en al-
mennt gerist. Ástæðan fyrir þess-
ari samantekt er hins vegar sú, að
fyrir nokkru heyrði ég talað um
Suðurnesjamanninn með sjö líf,
og langaði til að heyra eitthvað af
hans sjö lífum. Þá kom í Ijós að
vissulega er Vilhjálmur sterk-
byggður og sálarstyrkur að sama
skapi, en „maðurinn með ljáinn"
hefur sótt fast að honum og ávallt
orðið frá að hverfa þrátt fyrir að
Vilhjálmur hafi nú fitjað upp á átt-
unda áratugnunr.
Auk þess sem að framan getur
hefði hann einu sinni orðið að láta
lífið í slæmu bílslysi, einu sinni við
það að hrapa niður, 8 m fall, af
tveggja hæða húsi niður í gadd-
freðna urð. Hann hefur staðið af
sér kransæðaskurð - er ristur frá
hálsið niður á hæl, einu sinni gerð-
ur magaskurður og 80% magans
tekin og fyrir 1/2 ári var krabbi
farinn í gang við meltingarveg og
stórt æxli fjarlægt. Alls hefur hann
gengist undir 7 uppskurði. Senni-
lega hefðu ekki margir staðið af sér
allar þessar uppákomur við hliðina
á áhyggjum og amstri langrar
annasamrar ævi. Sjálfur segir hann
að ást og umhyggja konu sinnar
hafi verið þaö lífbelti, sem fleytt
hafi sér í gegnum erfiða en
skemmtilega ævi. Þess má geta að
þau eiga fimm syni og eina dóttur,
sem öll hafa með framtaki og
dugnaði komið sér vel fyrir og búið
sér farsæla framtíð, eftir því sem
séð verður.
Það vekur athygli í viðræðu við
Vilhjálm hve heilsteyptur hann er,
lífsglaður, fróður og hefur fjörleg-
an frásagnarmáta. Þrátt fyrir háan
aldur býr hann enn yfir þeim eigin-
leikum sem gerðu hann vinsælan á
árum fyrr - skyldurækni og hjálp-
semi, sem margir minnast enn og
þakka.
Jafnvel nú í skammdeginu og
vetrarhörku kippir hann inn í bíl-
inn hjá sér ungum dreng með út-
troðna tösku af Faxa og ekur hon-
unr á fjærstu sölugötu svo að litlir
lúnir fætur endist betur.
248-FAXI
FAXI-249