Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 80

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 80
Nú verandi framkvæmdanefnd Stórstúku Islands. Efri röð frá vinstri: Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Olafur Jónsson, Arnfinnur Amfinnsson, Bjöm Eiríksson. Neðri röð: Kristinn Vilhjálmsson, Guðlaug Sigvaldadóttir, Hilmar Jónsson stórtemplar. Bryndís Þórarinsdóttir og Sigurgeir Þorgrímsson. A myndina vantar séra Björn Jónsson, Arna Val Viggósson og Svein Kristjánsson. Hilmar Jónssort stórtemplar: Góðtempíarareglan á íslandi 100 ára 10. janúar 1884 var stofnuð fyrsta stúkan á íslandi. Hlaut hún nafnið ísafold nr. 1. Stofnfélagar voru 12 og forgönguna hafði norskur maður, Ole Lied. Hins vegar varð Friðbjöm Steinsson bóksali á Akureyri forystumaður í stúkunni og það var í hans húsi sem athöfnin fór fram. Petta hús Friðbjarnar er nú varðveitt sem sögulegar minjar. Frá Akureyri barst Reglan með skjótum hætti um landið. Fyrsta stúkan á Suður- landi var stúkan Verðandi nr. 3, stofnuð 1885 af Bimi Pálssyni. Ári síðar var Bjöm kosinn stórtemplar þegar Stórstúkan var stofnuð í Al- þingishúsinu í Reykjavík. Þá voru stúkurnar orðnar 14. 10. maí 1886 var fyrsta barnastúkan stofnuð, einnig af Bimi Pálssyni. Hlaut hún nafnið Æskan nr. 1 og starfar enn eins og margir vita. Höfuðtilgang- ur Góðtemplarareglunnar var og er tvíþættur. Að vinna að bindindi og bræðralagi. Fljótt kom í ljós árangur af stofnun Stórstúkunnar. Árið eftir að hún var stofnuð, eða 1887, legg- ur Jón Olafsson alþingismaður, þáverandi stórtemplar, fram til- lögu um bann við staupasölu í búð- um og verslunum. En verslanir höfðu lengi verið veitingakrár og staupasalan þungur baggi á mörg- um heimilum en kaupmönnum drjúg tekjulind. Þessi lagasetning segir Olafur Haukur Ámason, áfengisvarnaráðunautur, að hafi verið upphafið að langri og harðri sókn bindindismanna á löggjafar- þinginu. Hámarki náði sú sókn þegar Alþingi samþykkti lög um aðflutningsbann á áfengi árið 1909, með 26 atkvæðum gegn 11, að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Raunverulegt bann stóð í tæp þrjú ár, frá 1. janúar 1915 fram í nóvember 1917. Og hver voru áhrifin? Jón Sigtryggsson yfir- fangavörður í Reykjavík, sem manna best þekkti til afbrotamála á þessum tíma, segir: „Vínbmgg þekktist ekki á þeim árum. Árin 1916 og 1917 var enginn íslensk- ur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróf afbrot.“ í nóvember 1917 komu svoköll- uð læknabrennivín til sögunnar og 1922 beittu Spánverjar íslendinga viðskiptaþvingunum af grófustu gerð. Pess var krafist að lýðræðis- lega sett lög yrðu numin úr gildi af því að þau brutu í bága við hags- muni spænskra fisksala. Bann við innflutningi sterkra drykkja var numiðúrgildi 1935. Áfengisneysla stjórjókst. Einkum og sér í lagi tók hún stökk eftir 1954, þegar starf- ræksla vínveitingahúsa var leyfð. í stuttri grein er ekki hægt að geta margra, sem starfað hafa und- ir merkjum Reglunnar. Sá maður, sem stofnað hefur flestar stúkur, er Sigurður Eiríksson, sem kallað- ur var regluboði. Snemma var ákveðið að Stórstúkan stæði að blaðaútgáfu. Má í því sambandi geta blaðanna Templars og Good- templars, sem náðu geysimikilli útbreiðslu. í þessi blöð og önnur, sem bindindismenn studdu, skrif- uðu margir af ritfærustu blaða- mönnum og rithöfundum þjóðar- innar: Björn Jónsson, ráðherra, Jón Árnason, prentari og skáldin og rithöfundarnir: Guðmundur Guðmundsson, Einar H. Kvaran, Indriði Einarsson og Guðmundur Magnússon öðru nafni Jón Trausti. Af blöðum bindindis- manna á síðari áratugum þykir mér rétt að geta Einingarinnar sem Pétur Sigurðsson ritstýrði. Núna gefur Stórstúkan út Reginn í sam- vinnu við siglfirska templara. En lang merkust og lífseigust er útgáfa Stórstúkunnar á barnablaðinu Æskunni, sem hófst 1897 og hefur staðið að mestu óslitið síðan. Fyrsti ritstjóri Æskunnar var eins og margir vita skáldið Sigurður Júl. Jóhannesson. Par hafa margir lagt hönd á plóginn,, en auk Sig- urðar verður hér einungis tveggja getið: Margrétar Jónsdótturskáld- konu og Gríms Engilberts núver- andi ritstjóra, sem sinnt hefur því starfi af fádæma samviskusemi í nærri þrjá áratugi. Áhrif Góðtemplarareglunnar á þjóðlífið hafa verið mikil og marg- vísleg. Á mörgum stöðum stóðu templarar fyrir byggjngu sam- -J komuhúsa, sem sum standa enn eins og Góðtemplarahúsið í Hafn- arfirði. Þeir stofnuðu fyrstu verka- lýðsfélögin, bárufélögin og Leik- félag Reykjavíkur var stofnað af þeim. Af starfi síðari ára er vert að benda á sumarstarf templara á Jaðri í áraraðir og bindindismótin í Húsafelli, Vaglaskógi og Galta- læk. í barnastúkunum hefur farið fram vfðtæk þjálfun ungmenna í fundastjórn, framsögn og dansi. Að undanförnu hefur Góð- templarareglan átt við erfiðleika að stríða. Félögum hefur fækkað og íslenskir valdamenn hafa látið áskoranir Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar um að draga úr heildameyslu áfengra drykkja sem vind um eyrun þjóta, enda hefur drykkjuskapur fullorðinna og unglinga færst í aukana hér á landi. Ekkert væri því kærkomnara bind- indismönnum en að þetta afmæli yrði til að efla samtökin. í tilefni af afmælinu verður hér haldið stórt mót fyrir fullorðna og unglinga með þátttöku erlendra þjóða. Verður það í Reykjavík og á Varmá í Mosfellssveit í lok júlí- mánaðar. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Stórstúku ís- lands og hjá íslenskum ungtempl- urum. Ég óska Góðtemplarareglunni gæfu og gengis á þessum tímamót- um. Óskum Suðurnesjamönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Félagsbíó Keflavík Símsvari 1960 280-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.