Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 80

Faxi - 01.12.1983, Side 80
Nú verandi framkvæmdanefnd Stórstúku Islands. Efri röð frá vinstri: Guðlaugur Fr. Sigmundsson, Olafur Jónsson, Arnfinnur Amfinnsson, Bjöm Eiríksson. Neðri röð: Kristinn Vilhjálmsson, Guðlaug Sigvaldadóttir, Hilmar Jónsson stórtemplar. Bryndís Þórarinsdóttir og Sigurgeir Þorgrímsson. A myndina vantar séra Björn Jónsson, Arna Val Viggósson og Svein Kristjánsson. Hilmar Jónssort stórtemplar: Góðtempíarareglan á íslandi 100 ára 10. janúar 1884 var stofnuð fyrsta stúkan á íslandi. Hlaut hún nafnið ísafold nr. 1. Stofnfélagar voru 12 og forgönguna hafði norskur maður, Ole Lied. Hins vegar varð Friðbjöm Steinsson bóksali á Akureyri forystumaður í stúkunni og það var í hans húsi sem athöfnin fór fram. Petta hús Friðbjarnar er nú varðveitt sem sögulegar minjar. Frá Akureyri barst Reglan með skjótum hætti um landið. Fyrsta stúkan á Suður- landi var stúkan Verðandi nr. 3, stofnuð 1885 af Bimi Pálssyni. Ári síðar var Bjöm kosinn stórtemplar þegar Stórstúkan var stofnuð í Al- þingishúsinu í Reykjavík. Þá voru stúkurnar orðnar 14. 10. maí 1886 var fyrsta barnastúkan stofnuð, einnig af Bimi Pálssyni. Hlaut hún nafnið Æskan nr. 1 og starfar enn eins og margir vita. Höfuðtilgang- ur Góðtemplarareglunnar var og er tvíþættur. Að vinna að bindindi og bræðralagi. Fljótt kom í ljós árangur af stofnun Stórstúkunnar. Árið eftir að hún var stofnuð, eða 1887, legg- ur Jón Olafsson alþingismaður, þáverandi stórtemplar, fram til- lögu um bann við staupasölu í búð- um og verslunum. En verslanir höfðu lengi verið veitingakrár og staupasalan þungur baggi á mörg- um heimilum en kaupmönnum drjúg tekjulind. Þessi lagasetning segir Olafur Haukur Ámason, áfengisvarnaráðunautur, að hafi verið upphafið að langri og harðri sókn bindindismanna á löggjafar- þinginu. Hámarki náði sú sókn þegar Alþingi samþykkti lög um aðflutningsbann á áfengi árið 1909, með 26 atkvæðum gegn 11, að undangenginni þjóðaratkvæða- greiðslu. Raunverulegt bann stóð í tæp þrjú ár, frá 1. janúar 1915 fram í nóvember 1917. Og hver voru áhrifin? Jón Sigtryggsson yfir- fangavörður í Reykjavík, sem manna best þekkti til afbrotamála á þessum tíma, segir: „Vínbmgg þekktist ekki á þeim árum. Árin 1916 og 1917 var enginn íslensk- ur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróf afbrot.“ í nóvember 1917 komu svoköll- uð læknabrennivín til sögunnar og 1922 beittu Spánverjar íslendinga viðskiptaþvingunum af grófustu gerð. Pess var krafist að lýðræðis- lega sett lög yrðu numin úr gildi af því að þau brutu í bága við hags- muni spænskra fisksala. Bann við innflutningi sterkra drykkja var numiðúrgildi 1935. Áfengisneysla stjórjókst. Einkum og sér í lagi tók hún stökk eftir 1954, þegar starf- ræksla vínveitingahúsa var leyfð. í stuttri grein er ekki hægt að geta margra, sem starfað hafa und- ir merkjum Reglunnar. Sá maður, sem stofnað hefur flestar stúkur, er Sigurður Eiríksson, sem kallað- ur var regluboði. Snemma var ákveðið að Stórstúkan stæði að blaðaútgáfu. Má í því sambandi geta blaðanna Templars og Good- templars, sem náðu geysimikilli útbreiðslu. í þessi blöð og önnur, sem bindindismenn studdu, skrif- uðu margir af ritfærustu blaða- mönnum og rithöfundum þjóðar- innar: Björn Jónsson, ráðherra, Jón Árnason, prentari og skáldin og rithöfundarnir: Guðmundur Guðmundsson, Einar H. Kvaran, Indriði Einarsson og Guðmundur Magnússon öðru nafni Jón Trausti. Af blöðum bindindis- manna á síðari áratugum þykir mér rétt að geta Einingarinnar sem Pétur Sigurðsson ritstýrði. Núna gefur Stórstúkan út Reginn í sam- vinnu við siglfirska templara. En lang merkust og lífseigust er útgáfa Stórstúkunnar á barnablaðinu Æskunni, sem hófst 1897 og hefur staðið að mestu óslitið síðan. Fyrsti ritstjóri Æskunnar var eins og margir vita skáldið Sigurður Júl. Jóhannesson. Par hafa margir lagt hönd á plóginn,, en auk Sig- urðar verður hér einungis tveggja getið: Margrétar Jónsdótturskáld- konu og Gríms Engilberts núver- andi ritstjóra, sem sinnt hefur því starfi af fádæma samviskusemi í nærri þrjá áratugi. Áhrif Góðtemplarareglunnar á þjóðlífið hafa verið mikil og marg- vísleg. Á mörgum stöðum stóðu templarar fyrir byggjngu sam- -J komuhúsa, sem sum standa enn eins og Góðtemplarahúsið í Hafn- arfirði. Þeir stofnuðu fyrstu verka- lýðsfélögin, bárufélögin og Leik- félag Reykjavíkur var stofnað af þeim. Af starfi síðari ára er vert að benda á sumarstarf templara á Jaðri í áraraðir og bindindismótin í Húsafelli, Vaglaskógi og Galta- læk. í barnastúkunum hefur farið fram vfðtæk þjálfun ungmenna í fundastjórn, framsögn og dansi. Að undanförnu hefur Góð- templarareglan átt við erfiðleika að stríða. Félögum hefur fækkað og íslenskir valdamenn hafa látið áskoranir Alþjóða heilbrigðis- stofnunarinnar um að draga úr heildameyslu áfengra drykkja sem vind um eyrun þjóta, enda hefur drykkjuskapur fullorðinna og unglinga færst í aukana hér á landi. Ekkert væri því kærkomnara bind- indismönnum en að þetta afmæli yrði til að efla samtökin. í tilefni af afmælinu verður hér haldið stórt mót fyrir fullorðna og unglinga með þátttöku erlendra þjóða. Verður það í Reykjavík og á Varmá í Mosfellssveit í lok júlí- mánaðar. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Stórstúku ís- lands og hjá íslenskum ungtempl- urum. Ég óska Góðtemplarareglunni gæfu og gengis á þessum tímamót- um. Óskum Suðurnesjamönnum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Félagsbíó Keflavík Símsvari 1960 280-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.