Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 20

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 20
Ú tvegsmannafélag Suðumesja 20 ára Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðurnesja var haldinn í Stapa, Ytri-Njarðvík, 16. október sl., var það20. aðalfundur félagsins. Formaður félagsins, Eiríkur Tómasson, Grindavík, setti fundinn og bauð félaga vel- komna. Þá bauð hann sértstaklega velkomna á fundinn, þá Kristján Ragnarsson formann L.Í.Ú.,ogJónas Haraldsson lögfræðing L. í. Ú. Fundarstjóri var kjörinn Ólafur B. Ólafsson, Keflavík, og fundarritari Jón Ægir Ólafsson, Sandgerði. í setningarræðu formanns sem kemur hér annarsstaðar í blaðinu kom fram meðal annars, að þann 12. nóvember 1963 var stofnfundur að félaginu haldinn í Keflavík. Stofnendur voru 27. Fundarstjóri var kosinn Margeir Jónsson, Keflavík, og Kristján Ragnarsson, núverandi formaður L.Í.Ú. kosinn fundarritari. A stofnfundinum var enn fremur mættur Sig- urður Egilsson þáverandi framkvæmdastjóri L.Í.Ú. sem lasog skýrði samþykktir fyrir félag- ið. Samþykkt var með samhljóða atkvæðum að stofna félagið og nefna það „Útvegsmannafé- lag Suðurnesja.“. í fyrstu stjóm voru kosnir Ásgrímur Pálsson, Benedikt Jónsson, Margeir Jónsson allir úr Keflavík. Tómas Þorvldsson og Þórarinn Pét- ursson frá Grindavík. Páll Ó. Pálsson, Sand- gerði og Guðmundur Jónsson frá Rafnkels- stöðum í Garði. Stjórnin skipti með sér verkum, þannig: Þór- arinn Pétursson, formaður, Margeir Jónsson, gjaldkeri og Páll Ó. Pálsson, ritari. Áður höfðu starfað tvö Útvegsbændafélög hér á Suðurnesjum, Útvegsbændafélag Kefla- víkur, sem stofnað var í apríl 1936 og Útvegs- bændafélag Grindavíkur stofnaði 15.6. 1945. Þá voru nokkur útgerðarfyrirtæki á þessu svæði beinir aðilar að L.Í.Ú. Næstu ár á eftir stofnun Útvegsmannafélags Suðurnesja, starfaði Útvegsbændafélag Kefla- víkur áfram, og hafði fyrst og fremst það verk- efni að reka talstöð fyrir fiskiskipaflotann á svæðinu. 30. mars 1967, samþykkti Útvegsmannafélag Suðurnesja að yfirtaka rekstur talstöðvarinnar og hefur séð um þá starfsemi síðan. Árið 1970 var Huxley Ólafsson ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins sem hlutastarf, fram á árið 1974, þá tók við framkvæmdastjórn Ingólf- ur Arnarson frá Vestmannaeyjum, var hann í fullu starfi, og gegndi því til ársloka 1979, að hann réðist til Fiskifélags íslands. Eftir það hefur Halldór Ibsen, Keflavík, verið fram- kvæmdastjóri félagsins. Undanfarin ár hefur Útvegsmannafélag Suð- urnesja verið stærsta félag landsins innan L.í. Ú., og fylgir hér í blaðinu listi yfir skipaeign félagsmanna, en það eru 108 skip, samtals 17982 rúmlestir. Litlar breytingar hafa orðið á lögum félagsins frá stofnun fyrr en nú að stjórnarmönnum hef- ur verið fjölgað úr sjö í níu. Frá stofnun hafa eftirtaldir útgerðarmenn verið formenn félagsins. Formenn Ú.F.S. frá upphafi. 1. Þórarinn Pétursson Grindavík 1963-1964 og 1966-1967 2. Margeir Jónsson Keflavík 1964-1965 3. JónasGuömundsson Sandgeröi 1%5-1966 4. Halldór Ibsen Keflavík 1967-1968 5. Þorsteinn Jóhannesson Garði 1968-1969 og 1974-1975 6. Dagbjartur Einarsson Grindavík 1969-1970 og 1972-1973 og 1978-1979 7. Þórður Jóhannesson Kcflavík 1970-1971 8. Jón Ægir Ólafsson Sandgeröi 1971-1972 9. EinarKrirtinsson Keflavík 1973-1974 og 1976-1977 10. Einar Símonarson Grindavík 1975-1976 11. Ólafur B. Ólafsson Sandgeröi 1977-1978 12. Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1979-1980 og 1980-1981 13. Eiríkur Guðmundss. Garöi 1981-1982 14. Eiríkur Tómasson Grindavík 1982-1983 og 1983-1984 ^ Suöurnesjamenn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM - 220-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.