Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1983, Side 20

Faxi - 01.12.1983, Side 20
Ú tvegsmannafélag Suðumesja 20 ára Aðalfundur Útvegsmannafélags Suðurnesja var haldinn í Stapa, Ytri-Njarðvík, 16. október sl., var það20. aðalfundur félagsins. Formaður félagsins, Eiríkur Tómasson, Grindavík, setti fundinn og bauð félaga vel- komna. Þá bauð hann sértstaklega velkomna á fundinn, þá Kristján Ragnarsson formann L.Í.Ú.,ogJónas Haraldsson lögfræðing L. í. Ú. Fundarstjóri var kjörinn Ólafur B. Ólafsson, Keflavík, og fundarritari Jón Ægir Ólafsson, Sandgerði. í setningarræðu formanns sem kemur hér annarsstaðar í blaðinu kom fram meðal annars, að þann 12. nóvember 1963 var stofnfundur að félaginu haldinn í Keflavík. Stofnendur voru 27. Fundarstjóri var kosinn Margeir Jónsson, Keflavík, og Kristján Ragnarsson, núverandi formaður L.Í.Ú. kosinn fundarritari. A stofnfundinum var enn fremur mættur Sig- urður Egilsson þáverandi framkvæmdastjóri L.Í.Ú. sem lasog skýrði samþykktir fyrir félag- ið. Samþykkt var með samhljóða atkvæðum að stofna félagið og nefna það „Útvegsmannafé- lag Suðurnesja.“. í fyrstu stjóm voru kosnir Ásgrímur Pálsson, Benedikt Jónsson, Margeir Jónsson allir úr Keflavík. Tómas Þorvldsson og Þórarinn Pét- ursson frá Grindavík. Páll Ó. Pálsson, Sand- gerði og Guðmundur Jónsson frá Rafnkels- stöðum í Garði. Stjórnin skipti með sér verkum, þannig: Þór- arinn Pétursson, formaður, Margeir Jónsson, gjaldkeri og Páll Ó. Pálsson, ritari. Áður höfðu starfað tvö Útvegsbændafélög hér á Suðurnesjum, Útvegsbændafélag Kefla- víkur, sem stofnað var í apríl 1936 og Útvegs- bændafélag Grindavíkur stofnaði 15.6. 1945. Þá voru nokkur útgerðarfyrirtæki á þessu svæði beinir aðilar að L.Í.Ú. Næstu ár á eftir stofnun Útvegsmannafélags Suðurnesja, starfaði Útvegsbændafélag Kefla- víkur áfram, og hafði fyrst og fremst það verk- efni að reka talstöð fyrir fiskiskipaflotann á svæðinu. 30. mars 1967, samþykkti Útvegsmannafélag Suðurnesja að yfirtaka rekstur talstöðvarinnar og hefur séð um þá starfsemi síðan. Árið 1970 var Huxley Ólafsson ráðinn fram- kvæmdastjóri félagsins sem hlutastarf, fram á árið 1974, þá tók við framkvæmdastjórn Ingólf- ur Arnarson frá Vestmannaeyjum, var hann í fullu starfi, og gegndi því til ársloka 1979, að hann réðist til Fiskifélags íslands. Eftir það hefur Halldór Ibsen, Keflavík, verið fram- kvæmdastjóri félagsins. Undanfarin ár hefur Útvegsmannafélag Suð- urnesja verið stærsta félag landsins innan L.í. Ú., og fylgir hér í blaðinu listi yfir skipaeign félagsmanna, en það eru 108 skip, samtals 17982 rúmlestir. Litlar breytingar hafa orðið á lögum félagsins frá stofnun fyrr en nú að stjórnarmönnum hef- ur verið fjölgað úr sjö í níu. Frá stofnun hafa eftirtaldir útgerðarmenn verið formenn félagsins. Formenn Ú.F.S. frá upphafi. 1. Þórarinn Pétursson Grindavík 1963-1964 og 1966-1967 2. Margeir Jónsson Keflavík 1964-1965 3. JónasGuömundsson Sandgeröi 1%5-1966 4. Halldór Ibsen Keflavík 1967-1968 5. Þorsteinn Jóhannesson Garði 1968-1969 og 1974-1975 6. Dagbjartur Einarsson Grindavík 1969-1970 og 1972-1973 og 1978-1979 7. Þórður Jóhannesson Kcflavík 1970-1971 8. Jón Ægir Ólafsson Sandgeröi 1971-1972 9. EinarKrirtinsson Keflavík 1973-1974 og 1976-1977 10. Einar Símonarson Grindavík 1975-1976 11. Ólafur B. Ólafsson Sandgeröi 1977-1978 12. Gunnlaugur Karlsson Keflavík 1979-1980 og 1980-1981 13. Eiríkur Guðmundss. Garöi 1981-1982 14. Eiríkur Tómasson Grindavík 1982-1983 og 1983-1984 ^ Suöurnesjamenn Við óskum öllum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. SAMBAND SVEITARFÉLAGA Á SUÐURNESJUM - 220-FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.