Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 16
ust taka til sinna ráða og sá þeirra
sem var með mér um sumarið
myndaði sig til að berja mig, en ég
þekkti nú vel hans átök og var
óhræddur við hann, en hinn þekkti
ég ekki. Urslitatilraunin hjá mér
var að gefa gamla félaga mínum,
svo vel á kjaftinn að hann var úr
leik, þá tók hinn til fótanna og
kallaði á félaga sinn að koma, áður
en þessi djöfull dræpi þá báða, svo
auðheyrt var að þar var kjarkurinn
ekki upp á marga fiska. Sá barði
var eitthvað svolítið vankaður, en
að lokum skreið hann upp úr lúk-
arnum, og báðir hurfu þeir upp í
bæinn og út í nóttina.
En nóttin var ekki úti og okkar
viðskiptum ekki lokið. Stór og
mikil klukka var í lúkarnum á
Sindra. Þegar ég lokaði lúkamum
lauslega var kl. rúmlega 12 á mið-
nætti. Svo lagðist ég til svefns og
segir ekki af því meira fyrr en um
morguninn að ég vakna. Þá var kl.
6. Eg hafði látið 50 kr. seðilinn í
sjóferðabókina mína og grafið
hana undir koddann minn. Sjálf-
sagt hef ég sofið fast um nóttina.
Þegar ég vakna fer ég að gá að
seðlinum. Bókina fann ég, en seð-
illinn var farinn. „Hvað nú ungi
maður“. Auðvitað hafa rónarnir
ætlað mér mátulegan tíma til að
sofna og þá var ekki til neins að
bíða og sjálfsagt að nota tækifærið
og láta þá skeika að sköpuðu. En
hvað var nú til ráða. Eg klæddi mig
og gekk upp bryggjuna og þar hitti
ég vaktmanninn á planinu, ég
þekkti hann og vissi hvað hann
hét. Ég fór til hans í skýlið sem
hann hafði og bar upp vandræði
mín við hann. Hann kvaðst hafa
séð strákana, þegar þeir fóru upp
úr bátnum um 12 leytið, en ekki
síðan. ,,En auðvitað hafa þeir ætl-
að þér tíma til að sofna“, sagði
hann. ,,Hvað get ég gert“? spurði
ég. ,,Þú skalt fara heim til Möllers
og vekja hann upp og biðja hann
að hjálpa þér. Ef Kristján Möller
getur ekki hjálpað þér þá þarftu
ekki að vænta hjálpar frá öðrum
hér um slóðir“. Þetta ýtti undir
mig, en þó verð ég að segja að mér
hraus hugur við að fara og vekja
ókunnugan mann og það sjálfan
yfirmann lögreglunnar á staðnum.
Ef maðurinn yrði nú reiður og tæki
mig fastan fyrir að ónáða sig um
hánótt. Þessar bollaleggingar mín-
ar voru óþarfar.
Möller varð ekki vondur. Hann
reis úr rekkju og tók að spyrja mig
spjörunum úr, og reyndi ég að
svara eins glöggt og ég gat. Síðan
spurði hann hvort ég þekkti þessa
pilta. Ég sagðist þekkja annan en
ekki hinn. Við þekkjum þessa
pilta og vissulega eru þeir vísir til
að hafa gert þetta, en fjandi hefur
þú sofið fast, að vakna ekki við
þetta þegar þeir fóru undir kodd-
ann. En þú skalt koma á lögreglu-
stöðin kl. 6 í kvöld og athuga hvort
nokkuð hefir rofað til í þessu máli.
Strax og fólk kom á fætur fór ég til
Antons Ásgrímssonar og leitaði
hófanna hjá honum um vinnu, ef
ég fengi ekki 50 krónurnar mínar
aftur. Anton lofaði því að láta mig
hafa vinnu í eina viku. Svo leið
dagurinn. Um kl. 6 fórég að finna
Möller. Ég á ekki orð til að lýsa
þeirri gleði sem gagntók mig þegar
Möller sagði mér að 50 krónumar
væru fundnar. Hann hafði gengið
niður Aðalgötuna og séð peyjana
inn í söluturni, sem þar var neðar-
lega í götunni, og þar inni sátu þeir
og voru að súpa öl sem þeir keyptu
þar. Þeir meðgengu strax. Voru
þeir ekki farnir að snerta seðiiinn,
svo þeir gátu afhent hann mót-
þróalaust. Þar með var ég orðinn
jafn ríkur og daginn áður. Seinna
um kvöldið sama dag gekk ég nið-
ur svokallaða Týnusarbryggju og
sá þar bát úr Hafnarfirði. Ekki
man ég nú hvað báturinn hét, en
ég fékk loforð um far hjá skip-
Suðurnesjamenn
Konur - Karlar
Enn aukum við úrvalið
af snyrtivörunum.
Nú getum við boðið
hinar heimsþekktu
vörur frá
Berta Guðjónsdóttir
snyrtifræðingur,
aðstoðar og leiðbeinir
á laugardögum.
VERIÐ VELKOMIN
í APÓTEKIÐ.
Apótek Keflavíkur
stjóra sem hét Magnús. Smávegis
vélarbilun tafði heimferðina, en að
tveimur dögum liðnum var haldið
af stað heim. Við fengum gott veð-
ur vestur á miðjan Húnaflóa, þá
gekk hann upp með norðaustan
storm, en þá voru dregin upp segl.
Þá minnkaði veltan og ganghraði
jókst. Veðrið færðist í aukana og
þegar komð var á móts við Kópa-
nes var kominn vest- suðvestan
stormur. Þá var leitað inn á Pat-
reksfjörð og legið þar í rúman sól
arhring. Þá gekk veðrið niður og
fengum við gott leiði heim. Við
komum til Hafnarfjarðar uni
morgun kl. um 7.
í Hafnarfirði þekkti ég konu
sem var flutt úr Garðinum fyrir
nokkrum árum og bjó þar með
dóttursyni sínum. Hún hét Anna
Pétursdóttir. Hún varekkja, hafði
misst mann sinn í sjóinn 16. nóv.
1916.
Hann drukknaði á opnum báti í
Garðsjó. Han hét Þorsteinn ívars-
son. Einnig fórst í sama sinn og af
sama báti, maður að nafni Þórður
Þórðarson. Báðir þessir menn létu
eftir sig konur og mörg börn, flest
ung. Það hafa verið dimm jól í það
skiptið. Anna var dugleg og kjark-
mikil kona þó hún væri smá vexti.
Enda hafa niðjar hennar sýnt, að
þeir hafa tekið það besta í arf frá
henni.
Fjölskylda Önnu var mikið
vinafólk foreldra minna. Ég hef a
öðrum stað minnst á Önnu og
hennar fólk, en aldrei verður góð
vísa of oft kveðin. Þegar ég hafði
þegið mat og drykk frá Önnu,
sagði hún að ég skyldi reyna að
sofna. Hún sagðist sjá að ég væri
þreyttur. Ég tók því með þökkum-
Ég sofnaði fljótt og svaf eitthvað
fram á daginn. Áætlunarbílar
gengu þá milli Reykjavíkur og
Suðumesja. Sigurgeir Ólafsson i
Nýjabæ í Garði átti marga bíla sem
gengu þessa leið. Nú hugðist ég
ganga í veg fyrir bílinn, sem átti að
fara frá Reykjavík kl. 7 e.h. Ég
kvaddi Önnu og ömmudrenginn
hennar og hélt af stað. Ég var
kominn spölkorn suður fyrir Hval-
eyrarholt þegar bíllinn kom. Plass
var nóg í bílnum og ég borgaði
með 50 kr. seðlinum frægaog fekk
47 kr. til baka. Með bátnum fékk
ég frítt far svo að seðillinn rýrnaði
ekki á þeirri leið. Þessum minning-
um, um fyrstu ferð mína til Siglu-
fjarðar í atvinnuleit, er nú lokið,
en ferðir mínar norður í atvinnu-
leit urðu fleiri, og það verður að
segjast að ekki urðu þær allar til
fjár. Áður en trygging kom til sög-
unnar kom maður stundum snauð-
ari heim en maður fór. En sem
betur fer er þetta allt öðruvísi nú til
dags.
Skráð í nóv. 1980.
216-FAXI