Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 21

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 21
A myndinni eru, talið frá vinstri: Ólafur fí. Ólafsson fundarstjóri, Eiríkur Tómasson, formaður Útvegs- mannafélags Suðurnesja, Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ísl. útvegsmanna. (Mynd: Margeir Jónsson) Útgerðarmenn á Suðumesjum hafa Lengst af verið í forustusveit íslenskra útgerðar- manna, sem dæmi um það er að, Sverrir Júlíusson frá Keflavík var formaður L.I.Ú. frá 1944 — 1970. Aðrir af Suumesjum sem setið hafa í aðalstjóm L.I.Ú. eru: Finnbogi Guðmundsson frá Gerðum 1939- 1971. Margeir Jónsson, Keflavík 1967 - 1971, áður í varastjóm frá 1951. Tómas Þorvaldsson, Grindavík, 1971 og er enn, áður í vara* stjórn frá 1961. Þorsteinn Jóhannesson, Garði, 1973 - 1979, í varastjóm frá 1967. Olafur Bjömsson, Keflavík, 1979ogerenn, áður í varastjóm frá 1973. Aðrir sem setið hafa sem varamenn í stjóm L.I.Ú. og tekið virkan þátt í stjómar- störfum em: Olafur Jónsson. Sandgerði Þorbergur Gudmundson, Garði Benedikt Jónsson, Keflavík Þórarinn Guðbergsson, Garði Gunmaugur Karlsson, Keflavík. Tveir þeir síðast töidu sitja sem varamenn í stjóm L.Í.U. í dag. Frá aðalfundinum kom eftirfarandi fréttatil- kynning: A fundinum kom fram sú skoðuit að ekki vœri hœgt að halda áfram á braut þeirrar mínus stefnu, sem hefur verið látin ráða af- komu í útgerð síðustu árin. Tryggja verður útgerðinni eðlilegan rekstrargrundvöll við þœr aðstæður, sem ríkja hverju sinni. Þrátt fyrir góð aflabrögð og hagstœða markaði s síðustu ára hefur þess verið gœtt af stjórn- völdum að skilja ekkert eftir í greininni, þannig að nú þegar verr árar blasir stöðvun við. Lausafjárstaða útgerðarinnar er svo geigvœnleg að menn muna vart annað eins. Hvatt er til samstöðu útgerðarmanna um að þeir leggi til hliðar minni háttar ágrein- ingsmál og þjappi sér saman um að fá raun- verulegar úrbætur á rekstrarafkomu útgerð- arinnar. Eiríkur Tómasson, Grindavík, var endur- kosinn formaður félagins, með honum í stjórn eru: Gunnlaugur Karlsson, Keflavík Hilmar Magnússon, Keflavík Ólafur fí. Ólafsson, Sandgerði Guðmundur Þorsteinsson, Grindavík Eiríkur Guðmundsson, Garði Magnús Þórarinsson, Keflavík Guðmundur Guðmundsson, Grindavík Jón Eðvaldsson, Sandgerði. I Skýrsla stjórnar Utvegsmanna- félags Suðurnesja á aðalfundi 16. október 1983, sem haldinn var í Félagsheimilinu Stapa Góðir félagar. Ég minntist á það í upphafi að þetta væri 20. aðalfundur félagsins, en 12. nóvember naxt- komandi eru 20 ár frá stofnun félagsins. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu þeir, Ásgrímur Páls- son, Margeir Jónsson og Benedikt Jónsson úr Keflavík, Tómas Þorvaldsson og Pórarinn Pét- ursson úr Grindavík, Páll Pálsson úr Sandgerði og Guðmundur Jónsson úr Garði. Fyrsti for- maður var kosinn Þórarinn Pétursson, Grinda- vík. Gott samstarf hefur verið innan félagsins þau 20 ár sem það hefur starfað, og er það stærsta útvegsmannafélag landsins í dag. Það er enginn vafi á að við komum sterkari til leiks svona sameinaðir Suðurnesjamenn, en ef hver staður hefði sitt félag, því ber að þakka frum- kvöðlum stofnunar félagsins fyrir mjög þarft verk, og framsýni. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 8 stjórnarfundir, 2 almennir félagsfundir og 1 fundur með útgerðarmönnum línubáta. Helstu mál sem komið hafa upp hjá félaginu á starfsárinu eru þessi: Um miðjan janúar fengum við Kristján Ragnarsson, form. L.Í.Ú. til að reifa stöðu okkar mála í kjölfar fiskverðsákvörðunar, og nýrri leið í niðurgreiðslu á olíu. Þá tóku deilur um kaup og kjör á línuveiðum, bæði í landi og á sjó drjúgan tíma, og var farið fram á samninga- viðræður af hendi sjómannafélaganna af svæð- inu um nýjan samning um róðra með 90 bjóð. Niðurstaða fundarhalda innan félagsins um málið var að standa á því að heimilt væri að róa með 90 bjóð og hafna alfarið greiðslu löndunar- peninga, vísa síðan málinu til stjómar L.Í.Ú. og heildarkjarasamninga og við það situr enn, en mikil nauðsyn er að koma þessu máli í höfn þar sem alls konar fyrirkomulag virðist vera á þessu eftir verstöðum, því þarf að samræma. Nú, varðandi beitningarmenn, þá boðaði Verkalýðs- og Sjómannafélag Miðneshrepps verkfall þeirra þann 25. mars 1983, og var mál- inu samstundis vísað til sáttasemjara, og haldn- ir þar tveir árangurslausir fundir, og verkfallinu hefur ekki verið aflýst enn, en eins og áður sagði bíða þessi mál heildarkjarasamninga. 9. ágúst var haldinn í Festi í Grindavík, al- mennur félagsfundur með sjávarútvegsráð- herra, Halldóri Ásgrímssyni og Kristjáni Ragn- arssyni formanni L.Í.Ú. Á fundinn mættu á annað hundrað manns. Þar kynnti Halldór stefnu sína í sjávarútvegsmálum, og Kristján fór yfir stöðu útgerðarinnar. Miklar og líflegar umræður fóru fram um hin margvíslegu málefni útgerðarinnar. Víst er alltaf mikið gagn af svona fundum, og nauðsynlegt að h'flegt sam- band sé við þá sem ráða okkar málum, en mín skoðun er sú að stjómmálamenn séu allt of oft þannig gerðir að þegar þeir em búnir að hlusta á og ræða við hagsmunahópa eins og okkar, þá finnst þeim málið afgreitt og þar við sitji, þess vegna er það skylda okkar hvers og eins að ýta á eftir okkar málum þegar færi gefst, og mæna ekki alltaf á forystumennina, því þeir þurfa á stuðningi að halda til að gæta okkar hagsmuna á fullnægjandi máta. Síðastliðið ár hefur í mörgu verið erfitt hjá útgerðinni og þá ekki síst á Suðumesjum, þar sem aflabrestur varð á vertíð, sem vom mikil vonbrigði þar sem fiskifræðingar höfðu gefið nokkrar vonir um afla vegna stærðar þorsk- árgangs frá 1976, en það brást. Mörgu hefur verið um kennt, kulda í sjó, fiskurinn farinn annað, smáfiskadráp o.s.frv., en þetta getur ekki verið öll skýringin. Fiskifræðingum hljóta að hafa orðið á mistök, og verðum við að gera kröfu til meiri nákvæmni í þeirra starfi, því þeir ráða það miklu um afkomu okkar, og í hverju er fjárfest. Veiðamar í sumar og það sem af er hausti hafa verið eindæma lélegar, og vissulega er dökkt í lofti. Og ef ekki rætist úr þorskveið- um á vetrarvertíð þá verður slæmt ástand í út- gerðinni á okkar svæði. Af þessum aflabresti leiðir að sjálfsögðu léleg fjárhagsleg afkoma, og tölur Þjóðhagsstofnunar um ca. 15% tap em geigvænlegar, en ég er sannfærður um að dæm- ið er helmingi verra því þeir reikna útfrá afla- forsendum síðasta árs, og ekki em tekin inní dæmið vextir af vanskilum o.s.frv. Stjómvöld verða að gera sér það ljóst að ekki megi vega svo hrikalega að afkomu útgerðarinnar, þrátt fyrir baráttu við verðbólgu, því hvers virði er hún ef þeir skilja aðalatvinnuveg þjóðarinnar eftir í rúst sem ekki verður byggt uppúr. Mikil umræða hefur orðið um gæðamál í kjölfar áfalla á mörkuðum, og hefur umræða oft einkennst af ásökunum í garð annarra. Það leysir engan vanda, og horfast verður í augu við það að nú aukum við ekki tekjur okkar með auknum veiðum, heldur verðum við að auka verðmæti og við getum gert það á ýmsum svið- um, en allt kostar það peninga og þeir em ekki til í rekstri sem stjómvöld ætlast til að sé reddað frá degi til dags, þannig að lánsfé verður að fást til þeirra breytinga sem þörf er á, og síðan er alger nauðsyn að útgerðinni verði skapaður sá FAXI-221
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.