Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 14

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 14
MATTHÍAS HALLMANNSSON ÍKRÖGGUM Á SIGLÓ — SÍÐARI HLUTl — Þegar við höfðum gjört upp hýr- una eftir sumarið vorum við allvel fjáðir og þá kom uppástunga frá Tryggva, að fara til Akureyrar og lyfta sér upp. Við vorum ungir, flestir, og lífsþyrstir og okkur lang- aði til að skoða okkur um. Alla mína peninga nema 100 kr. sendi ég heim í pósti. Þegar nú til Akureyrar kom varð það okkar fyrsta verk að fá okkur herbergi á hótel „Goða- foss“. í þessu ferðalagi vorum við 4, Gunnar stýrimaður, Tryggvi mótoristi, Árni úr Héðinsfirði og ég. Nú var það næst að taka bíl og aka fram að „Grund í Eyjafirði“, þeim sögufræga stað. Báðir voru þeir gamlir, bíllinn og bflstjórinn, enda sóttist ferðalagið hægt og vegurinn átti sinn þátt í því. „Eyjafjörður finnst oss fegurst byggð á landi hér“, segir þjóð- skáldið Matthías og ekki eru það neinar ýkjur, að héraðið sé fagurt. Blómleg og vel hirt bændabýli báðu megin við ána og fjöllin sem skjólveggir sitt til hvorrar handar. Áður en við fórum frá Akureyri kom tillaga um að fara í ríkið og kaupa vín. Gunnar og Tryggvi voru með, við Árni á móti og neit- uðum, en það var ekki tekið til greina. Gunnar og Try^gvi keyptu 2 flöskur hvor en við Ámi 1 hvor. Ég hefi oft síðar á ævinni furðað mig á því að þeir Gunnar og Tryggvi skyldu halda að okkur áfengi, en sjálfsagt hefir það verið af hugsunarleysi því báðir voru þeir góðir drengir og án efa var það þeim að þakka að við urðum ekki hýrulausir eftir sumarið. Eitthvað vorum við búnir að smakka á veig- unum áður en við komum að Grund og bflstjórinn lét ekki sitt eftir liggja, hann sagðist keyra bet- ur ef hann fyndi á sér. Dómgreind- in hefur skjátlast við áfengið. Við fórum þess á leit við húsráðendur að fá að skoða kirkjuna, sem er án efa eitt fegursta guðshús á landinu. Magnús á Grund var þekktur maður um allt land fyrir snilli sína á öllum sviðum. Hann kostaði bygginguna á kirkjunni og slíkt af- rek vinna ekki nema einstaka menn. Ekki man ég mikið um kirkjuskoðunina, nema að ég skrifaði nafnið mitt á vegg uppi í klukknaportinu í tuminum. Nú tók púrtarinn að svífa á menn og gerðust menn ölvaðir. Þetta var í fyrsta sinn að ég smakkaði áfengi og þótti mér það mjög vont. Þegar við höfðum skoðað kirkjuna var okkur boðið kaffi og þáðum við Matthías Hallmannsson. það en ég hefði betur afþakkað það góða boð.... Húsakynni voru þama afar glæsileg. Ég hafði aldrei séð neitt því líkt. Stórar stofur fullar af dýr- indis húsgögnum, við vomm auð- vitað í okkar bestu fötum, en varla þættu það fín föt nú til dags. Gunnar gekk fyrstur og tók af sér skóna í anddyrinu og auðvitað fórum við eins að. Á einum veggn- um milli tveggja dyra tók ég eftir ákaflega fallegum spegli, líklega um 1/2 fermetri að stærð ídökkum viðarramma með stórri hillu fyrir ^ neðan. Þarna sátum við og drukk- um kaffi og átum meðlæti sem var ekki skorið við nögl. Ekki man ég hve lengi við sátum en loks kom að því að menn bjuggust til brottferð- ar. Einhver okkar, sennilega Gunnar eða Tryggvi buðu borgun fyrir veitingarnar, en við það var ekki komandi. Ég hafði farið úr skónum eins og hinir og látið þá við vegginn undir þessum dásamiega fagra spegli- Nú beygði ég mig, tek annan skó- inn ætla svo að rísa upp en um leið og ég er risinn upp til hálfs lendir hausinn á mér undir hillunni og við það hrekkur hillan upp af krókn- um sem hún hékk á og spegillinn, var áfastur við hilluna losnaði einnig og allt heila kramið hrynur i gólfið, þarna sem ég stóð. Þetta var voðalegt, ég átti ekki peninga nema rét fyrir uppihaldi og kostnaði við að komast suður. Eitthvað var ég að reyna að biðja fyrirgefningar, en það var allt einskisvirði á móti þessum ættar- gripi. Gunnar bauð einhverja pen- ingaþóknun en fékk þau svör að þetta hefði verið einn elsti gripur- inn þar á bæ, og væri þvf raunveru- Iega ekki hægt að meta hann til Þou gefo svip glerougun fró okkur GleraugnovGrslun K^flovíkur Hafnorstraeti 27, Ketlovík - Sími 3811 214-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.