Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 28

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 28
Ragnheiður Guðmundsdóttir: HÚS MEÐ MERKA SÖGUAÐBAKI Mörg eru þau hús, víða um land, er ótrúlega vel hafa staðist tímans tönn, og varðveist í sinni uppruna- legu mynd að mestu eða öllu leyti fram á þennan dag. Sérhvert hús á sér sögu að baki, misjafnlega langa og margbrotna, en engu að síður mikilvæga þeim er hlutdeild hafa átt í tilurð þess og tilvist, og trúlega á hvert einasta byggðarlag eitt eða fleiri slík hús innan sinna marka, hús er hafa gegnt nauðsynlegum og merkileg- um hlutverkum í þágu almenn- ings, og þar sem minnisstæðir at- burðir hafa gerst, og tímamark- andi ákvarðanir verið teknar, er varðað hafa menn og málefni stað- arins. Eitt margra slíkra húsa í Vatns- Ragnheiður Guðmundsdóttir. leysustrandarhreppi er Austurkot í Vogum, er hjónin Hallgrímur (—--------------------------------------■>> Jólaóskir Þótt dimmt sé nú og dapurt og dagur varla til, þá bera jólin bráðum okkur birtu og yl. Bjartar stjörnur blika og björt er mánasigð. Sérðu ekki silfurmánann skreyta þína byggð? Guð ég bið að blessa þér braut þína’ og sól. GÆFUÁR ÞER GEFI OG GLEÐILEG JÓL. R. \_______________________________________/ Árnason útvegsbóndi og kona hans Guðrún Egilsdóttir reistu árið 1911 og bjuggu í við mikla rausn og umsvif allt til ársins 1928, er Árni Klemens Hallgrímsson, einn af sex börnum þeirra h jóna og kona hans María Finnsdóttir tóku við búi. Allt til ársins 1950 var mikil útgerð og fiskvinna frá Aust- urkoti, heimilið fjölmennt og mik- ið af utanaðkomandi vermönnum á vertíðum. Til margra ára, var Austurkot aðsetur hreppstjóra, skattanefndar og skólanefndar Vatnsleysustrandarhrepps. Þar var einnig síma- og póstþjónusta árin 1930- 1932, og frá 1952-1969 er núverandi húsnæði Pósts og síma í Vogum var reist. En saga hússins er áreiðanlega ekki öll enn, því nú í haust, áður en Tónlistarskólinn í Vogum hóf sitt 3ja starfsár fluttist hann úr Hábæ, sem er gamalt verslunarhús, og verið hafði aðsetur skólans frá byrjun, í Austurkot. Þetta ný- fengna húsnæði skólans er bæði stærra og hentugra og þjónar starf- seminni í skólanum mjög vel, en hún fer ört vaxandi ár frá ári. í skólanum eru nú 52 nemendur, sem teljast verður mjög hátt hlut- fall af íbúafjölda hreppsins sem er um 600 manns, og til gamans og hvatningar fólki á öllum aldri má geta þess, að yngstu nemendur skólans eru 6 ára og sá elsti 74 ára. Kennarar í vetur við Tónlistar- skólann í Vogum eru 5, auk skóla- stjóra, og sannarlega er líf og starf í Austurkoti nú sem fyrr, og húsið heldur vonandi áfram að vera vett- vangur athafna og sköpunar verð- mæta um ókomin ár. Pverflautunemendur með kennara sínum Jónatan Buger - lengst til hœgri. Frá honum talið -frá hœgri er Helga Ragnarsdóttir, Þuríður Guðbjörnsdóttir, Berglind Harpa Porradóttir, Hilmar Sveinbjörnsson, en fremst stendur Anna Lísa Björns- dóttir. 228-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.