Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 4
JÓNTÓMASSON: OFT í KRÖPPUM SJÓ Maður er nefndur Vilhjálmur Þórðarson. Hann fæddist 5. októ- ber 1913 að Vestdalseyri við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru Þorbjörg Þórarinsdóttir frá Krossavík í Þistilfirði og Þórður Vilhjálmsson frá Vattamesi við Reyðarfjörð. Vilhjálmur var næst elsur fimm bama þeirra hjóna. Hann fluttist með foreldrum sínum til Fáskrúðs- fjarðar, en þar dó móðir hans 1921. Það var mikið áfall fyrir stóra barnafjölskyldu. í þá daga splundraðist mörg fjölskyldan við slíkar aðstæður. Bömunum var komið sitt í hverja áttina, Vil- hjálmur fylgdi föður sínum næstu tvö árin en hann var sjómaður og fór á ýmsar verstöðvar eftir árstíð- um, - m.a. vom þeir feðgar í Vest- mannaeyjum á vertíð. Vegna skólagöngu og annarra aðstæðna reyndist þessi háttur ekki æskilegur. Vegna tengda við vitavörðinn á Garðskaga, Einar Einarsson Straumfjörð, sem hafði verið giftur föðursystur Vilhjálms, var honum komið í fóstur til Ein- ars og síðari konu hans, Þorbjarg- ar Sigmundsdóttur. Hann ólst upp hjá þeim sem fóstursonur þar til að hann var á 18. ári. Ungur var hann látinn vinna allt sem smáar hendur gátu valdið, þar með talin ábyrgð- arstörf eins og að fylgjast með vit- anum, sem lýsir upp hættulega siglingarleið. Einar fóstri Vilhjálms var mikill atorkumaður. Hann hafði umsjá með byggingu margra vita fyrir Vitamálstjórnina. Þegar Vilhjálm- ur var 12 ára fór hann að vinna við vitabyggingar hjá fóstra sínum. Fyrsti vitinn sem hann vann við var Hópsnesvitinn í Grindavík. Það var raunar all táknrænt að vitinn skyldi leiða hann að Hópi, því að í gegnum misviðrasamt líf hefur Helga Finnbogadóttir frá Tjarnar- koti verið hans leiðarljós, en hún er dóttir Þorkelínu Jónsdóttur frá Hópi. Síðar átti Vilhjálmur eftir að fara vítt um annes landsins og byggjavita. Þegar Vilhjálmur var 17 ára réðst hann á m/b Ólaf Magnússon, en því skipi stjórnaði Albert Ólafs- son, einn snjallasti formaður þess tíma fyrir margra hluta sakir og telur Vilhjálmur hann besta mann er hann hefur kynnst. Eitt sinn réru þeir í sæmilegu verði á föstudegi en í slæmu útliti. Mun Albert hafa staðið lengi í vomum vegna skýjafars og ann- arra veðrabrigða. En hann var með afbrigðum veðurglöggur, sem oft leiddi til þess að þeir réru ein- skipa. Hann réri því seint, en ekki var það þó vani hans að reka lest- ina. Veður hélst þolanlegt þar til farið var að draga línuna, snar- versnaði þá veður og sjór um- hverfðist. Flestir fór frá línunni og sumir urðu fyrir áföllum á land- leið. Albert hélt áfram drætti hægt og varlega og tókst honum að ná öllum veiðafærunum, en þá voru allir bátar löngu horfnir upp að ströndinni. Þegar búið var að koma öllu lauslegu undir þil jur var sett á hæga ferð og haldið til hafs. Veður fór enn versnandi og sjólag var æðisgengið. Þegar komið var út á töluvert dýpi var látin út ljós- bauja og við hana var ,,slógað“ nær sólarhring, en þá fór að draga úr veðri og sjó lægði, var þá leitaö lands í rólegheitum. Þegar þeir voru komnir inn undir Keflavflcur- höfn kvaðst Vilhjálmur hafa árætt Helga og Vilhjálmur með hörn sín. Erla situr á milli þeirra. Synirnir, frá vinstri: Einar Þór, Viðar Finnbogi, Vilhjálmur Þ., Hlöðver Öm og Svanur Þór. Gle&ileg jól við lesturgóðra bóka. Daglega í leiðinni í 40 ár Bókabúð Keflavíkur 204-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.