Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 82

Faxi - 01.12.1983, Blaðsíða 82
Hvað hafa Suðumesjamenn fengið úr Menningarsjóði? Af tekjum Félagsheimilasjóðs renna 10% til Menningarsjóðs og skal verja því fé til að stuðla að menningarstarf- semi í félagsheimilum og er það vel. Ef við skoðum greiðslur til flytjenda árið 1980 - en þar ber mest á leikhópum og kórum - þá kemur í ljós að þar er um að ræða gamlar kr. 16.817.950.-, sem skiptist upp milli 43 aðila með all mis- jöfnum hlutum, - allt frá kr. 100.000,- til 1.219.850.-. í hlut Suðurnesjamanna komu þess- ar upphæðir: Litla Ieikfélagið í Garði fékk g.kr. 250.000.-, vegna leikferðar til Húsa- víkur, en þar sýndi það Spegilmanninn (barnaleikrit). Barnakór Grindavíkur fékk g.kr. 750.000.-. Hann fékk í heimsókn barnakór frá Finnlandi. Leikfélag Keflavíkur fékk g.kr. 240.000.-, vegna leikferðar um Vestur- land. Árið 1981 eru nýju krónumar komnar í gagnið og eru þá kr. 245.640.- til skipta, eða liðlega helm- ings aukning frá fyrra ári. Pá var hæsti styrkur kr. 20.000.-, en sá lægsti kr. 1.000.-. Þá fékk Grindavíkurbær kr. 2.500,- fyrir að koma upp Kaldalóns- tónleikum (afmælistónleikar). Litla leikfélagið í Garði fékk kr. 1.800.-, fyrir leiksýningar í Félagsheimilinu í Grindavík og á Selfossi. Árið 1982 nær tvöfaldast uphæðin aftur, er orðin kr. 486.825.- og styrk- þegar orðnir 60 og fá þeir frá kr. 600,- til kr. 40.000.- hver. Leikfélag Kefla- víkur fékk kr. 2.000.- vegna leikferðar með barnaleikritið Rauðhettu. Karla- kór Keflavíkur fékk kr. 15.000.- vegna söngferðar um Austurland. A þessum þremur árum hefur Suð- urnesjunum verið úthlutað 4.2% af þessum sjóði til menningarstarfsemi. Ekki er þar farið eftir höfðatöluregl- unni, þar sem að á Reykjanesi búa um 6.8% þjóðarinnar. í reglugerð um loðnuveiðar á haustvertíð 1983 og vetrarvertíð 1984, er Suðumesjaskipum heimilt að veiða eftirgreint magn af loðnu í íslenskri fiskveiðilögsögu: Tonn Albert GK:31 6.900 Erling KE:45 6.300 Fífill GK:54 7.000 Grindvíkingur GK:606 8.500 Hrafn GK: 12 7.100 Jöfur KE: 17 6.300 Keflvíkingur KE: 100 6.600 VíkurbergGK:l 6.700 Þórshamar GK:75 6.900 Örn KE: 13 6.800 Afli skip meira af loðnu en því er heimilt samkvæmt þessari grein verður andvirði þess, sem umfram er leyfilegt aflamagn, gert upptækt samkvæmt lögum nr. 32 19. maí 1976, um upptöku ólöglegs sjávarafla. Um jól og áramót eru allar loðnu- veiðar bannaðar með eftirgreindum hætti: skipum er óheimilt að láta úr höfn til loðnuveiða eftir 17. desember 1983 og óheimilt er að hefja loðnuveið- ar eftir áramót fyrr en á hádegi 4. janú- ar 1984. Fulltrúafundur Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga á Suðumesjum var haldinn 12. nóvember sl. Á fund- inum var flutt skýrsla stjórnar sjóðsins og ársreikningar fyrir árið 1982 lagðir fram. Á fundinum kom m.a. fram að eign- ir sjóðsins jukust um 87.4% ásíðast ári og voru 128.8 m. kr. í árslok. Iðgjalda- greiðslur til sjóðsins námu 19.1 m. kr. á síðasta ári en lífeyrisgreiðslur námu 5.5 m.kr. eða 28.7% af iðgjaldagreiðsl- um. Lífeyris hjá sjóðnum nutu 395 sjóðfélagar á síðasta ári. Á árinu greiddu um 4000 aðilar iðgjöld til sjóðsins en frá upphafi hafa um 11500 aðilar greitt iðgjöld. Á árinu 1982 voru veitt lán til 304 sjóðfélaga samtals að upphæð 14.8 m. kr. Lánveitingar jukust á árinu um 34% frá árinu áður en heildarlánsupp- hæðin var um 86% hærri en á árinu 1981. Á fundinum var Halldór Pálsson frá Iðnsveinafélagi Suðurnesja kosinn í stjórn til næstu 4 ára í stað Ólafs Sig- urðssonar frá Verkalýðs- og sjó- Halldór Pálsson. mannafélagi Gerðahrepps sem setið hefur í stjóm síðast liðin 4 ár. Aðrir í stjórn sjóðsins eru MaríaG. Jónsdóttir frá Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur, Jón Ægir Ólafsson og Margeir Jónsson frá vinnuveitendum, sem jafnframt er formaður stjórnar sjóðsins. Forstöðumaður sjóðsins er Daníel Arason. Stórar tölur Opinberar skýrslur em oft seint á ferðinni enda mikið verk og oft sein- legt að ná saman öllum þeim upplýs- ingum, sem þurfa að vera til staðar og þá er þess að gæta, að slíkar skýrslur mega ekki vera neitt fleipur. Þær em því pottþéttar þegar þær koma og bæði fróðlegt og forvitnilegt að skoða þær. Bótaskýrsla Tryggingastofnunar ríkisins, sem Faxa barst um miðjan nóvember s.l. með niðurstöðum fyrir árið 1981, sýnir okk- ur ýmsar tölur og aðrar fróðlegar upp- lýsingar. Bótaþættir em margir og margir sem njóta þeirra. Almannatryggingaumboðið í Kefla- vík, sem er undir vemdarvæng bæjar- fógetaembættisins, spannar allt Reykjanesið. Umrætt tryggingaár féllu bætur á eftirfarandi hátt: 1. Ellilífeyrisþegar sem voru 767 fengu greiddar kr. 20.686.214.- 2. Makabætur fengu 3 kr. 14.909,- 3. Örorkubætur fengu 128 kr. 3.826.201,- 4. Örorkustyrk fengu 118 kr. 1.322.986,- 5. Bamalífeyri fengu 142 kr. 1.273.362.- 6. Mæðra-og feðrastyrk fengu 368 kr. 955.272.- Gleðilegjól! Farsœlt komandi ár! Þökkurn vidskiptin á árinu. Nesbú hf., Vatnsleysuströnd. k_____________________y KEFLAVIK AUGLYSING um tímabundna umferðartakmörkun í Keflavík Frá fimmtudeginum 8. desember til laugardagsins 31. desember 1983, aö báðum dögum meðtöldum, er vöruferming og afferming bönnuð á Hafnargötu á almennum afgreiðslutíma verslana. Á framangreindu tímabili verða settar hömlur á umferð um Hafnargötu og nærliggjandi götur ef þurfa þykir, svo sem tekinn upp einstefnuakstur eða umferð ökutækja bönnuð með öllu. Verða þá settar upp merkingar, er gefa slíkt til kynna. Keflavík, 1. desember 1983. LÖGREGLUSTJÓRINN í KEFLAVÍK. 282-FAXI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.