Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1983, Síða 39

Faxi - 01.12.1983, Síða 39
staðið fyrir kostnaðarsömu nám- skeiði með erlendum ráðgjöfum. Kostnaðurinn við það sem SIL- nefndin hefur kallað „samræm- ingarstarf' hefur orðið svo mikill að fjármögnun iðnráðgjafastarfs- ins hefur á seinni helmingi ársins 1983 einfarið legið á herðum sveitafélaganna sjálfra. Petta er m jög bagalegt ekki síst í ljósi þeirr- ar staðreyndar að fjárhagur lands- hlutasamtakanna er víða mjög bágborginn og hefur komið til tals að leggja iðnráðgjafastarfsemina niður verði iðrnrágjafastarfið ekki fjármagnað af öðrum en lands- hlutasamtökunum. Til að tryggja örugga fjármögn- un iðnráðgjafastarfsins og efla iðn- þróun úti í landshlutunum hafa samtök sveitafélaganna, að Suður- nesjum undanskildum, stofnað sérstakan iðnþróunarsjóð. Á Suðurlandi hefur verið starf- andi slíkur sjóður frá árinu 1981, á Austurlandi og Vestfjörðum frá miðju ári 1983 og til er sérstakur sjóður á Eyjafjarðarsvæðinu sem ber heitið: Iðnþróunarfélag Eyja- fjarðar og gegnir fyrst og fremst því hlutverki að fjárfesta í hluta- bréfum nýstofnaðra fyrirtækja. Á Vesturlandi hafa nýverið bor- ist fréttir af iðnaðamefnd sam- bandsins. SSV hefur mælt með stofnun iðnþróunarsjóðs og hefur þegar samið lög um starfsreglur og starfssvið fyrir sjóðinn. Á Suðurnesjum hefur Hafna- hreppur og Keflavíkurkaupstaður lagt til að stofnaður verði iðnþró- unarsjóður Suðumesja með þátt- töku sveitafélaganna allra en á síð- asta Aðalfundiu S.S.S. treystu hin fimm sveitafélögin sér ekki í stofn- un slíks sjóðs fyrr en tryggt væri að sjóðurinn hefði aðrar tekjulindir en framlög sveitafélaganna. Um þessar mundir eru iðnráð- gjafar landshlutanna að vinna að samræmingu iönráðgjafastarfsins. Mun höfuðáhersla verða lögð á aðferðafræði við greiningu á vandamálum fyrirtækja. Jafnframt verða samræmdar rekstrarfræðilegar aðferðir við að meta stöðu fyrirtækja og afkomu. Iðnráðgjafar munu í vaxandi mæli standa fyrir námskeiðum í fyrirtækjasögu í líkingu við nám- skeiðið sem nú er haldið í Grinda- vík, en jafnframt verða haldnar ráðstefnur s.s. um tölvumál og rekstrarfræðileg mál og fræðslu- og vinnufundir fyrir einstakar starfsgreinar. Stefnt verður að því að fá hæf- ustu menn sem völ er á, á hverju sviði til að halda fyrirlestra og leið- beina við þessi tækifæri. Á Suðurnesjum er gnægð iönað- artækifæra, sem byggist á því, að á svæðinu er mikill jarðvarmi sem tiltölulega ódýrt er að beisla borið saman við virkjanir fallvatna. Helstu möguleikarnir liggja í alls konar fiskirækt, þurrkun á fiski og fiskimjöli, ylrækt og heilsustöð við Svartsengi. Að mín- um dómi teldi ég brýnt að stofnað verði iðnþróunarfélag á Suöur- nesjum sem yrði vettvangur allra áhugamanna um iðnþróun og sérílagi nýtingu jarðvarma til iðn- aðar á Suðurnesjasvæðinu. Iðnþróunarfélagið stæði fyrir fræðslufundum og rannsóknum á arðsemi og markaðsmöguleikum einstakra atvinnugreina. Lesandi góður, atvinnumál á Suðurnesjum standa á tímamót- um. í ljósi nýjustu frétta um veru- lega minnkun leyfðs bolfiskafla hefur aldrei verið eins brýnt að treysta og efla iðnaðaruppbygg- ingu á Suðurnesjum á ári kom- anda. Ut frá framreikningi mann- fjölda og mannafla má reikna með að skapa verði 150 - 250 ný störf á Suðurnesjum eigi flutningur fólks af Suðurnesjum til annarra lands- hluta eða brottflutningur fólks til útlanda ekki að eiga sér stað. Ég hef þá trú að Suðurnesja- menn beri gæfu til að rækja hlut- verk sitt gagnvart dætrum og son- um þessa landshluta. Lykilorðið er samtakamáttur og sátt allra stétta, flokka og sveitar- félaga að taka sameiginlega á vandamálum og leysa þau af skyn- semi og raunsæi. Ungur Kefívíkingur ver doktorsritgerð Hinn 23. september síðastliðinn varði Jóhann Garðar Einarsson doktorsritgerð við verkfræði- deild Heriot Watt University í Edinborg. Ritgerðina skrifaði hann á ensku og heitir hún Boiler and Vertical tubing. Ritgerðin fjallar um aukna nýtingu á varmagjöf- um og áhrif vatns á rör. Jóhann Garðar er fæddur í Keflavík 6. október 1955, sonur hjónanna Ingi- bjargar Garðarsdóttur og Einars Þorleifssonar. Hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólanna á Laugarvatni 1975 og prófi í verkfræði frá Háskóla íslands 1980. Sama ár hóf hann framhaldsnám við áðurnefndan háskóla íEdinborg. Jóhann Garðar starfar sem stendur á rannsókn- arstofu í Glasgow. -Tzn * ----— suðurnesjamenn | Konur - Karlar | I ( Apóteki Keflavíkur er j úrvalið af snyrtivörum, og nú baetum við enn þjónustuna. fræðingur, mun aðstoða og leiðbema við- skiptavinum á laugardögum. Verið velkomin í apótekið. Apótek Ketlavíkur 1 í :> ------- % FAX1-239
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.