Straumar - 01.04.1930, Síða 9
S T R A U M A R
3
Og þá er gott að hafa þetta hugíast: Félagslegt líf
þjóðanna, og þróun þess, er háð náttúrulögmálum engu
síður en myndun jarðlaga og viðgangur jurtalífs og dýra.
Ekkert getur farizt, sem aðstöðu hefir til þess að lifa.
Tilveruréttur, ei' ekkert annað og hefir aldrei verið neitt
annað en sú orka, sem til þess þarf að gjöra sjer vært í
umhverfi sínu. Þetta gildir jafnt um það, sem gott er
kallað og ilt. Að missa tilverurétt sinn, er að vera þrotinn
að slíkri orku. Við slíkri þurð kann tilveran engin ráð.
Þar duga hvorki góð orð né bænir, heitingar eða ham-
farir.
En hitt skeður aftur á móti einatt við stór umbrot í
ríki náttúrunnar, að einsaklingur ferst, án þess að séð
verði, að hann hafi verið miður hæfur, en margt, sem
skrimti af. Hann ferst af því, að umhverfi hans tekur
breytingum, sem verða ofviða aðhneygðarmætti hans. At-
burðarásin hrekur hann í umhverfi, sem verður honum
banvænt. Slík töp eru herskattur, sem stórbreytingar
leggja á lífið, og verður engin rönd við slíku reyst. At-
burðarásin kýs feigð á vissa einstaklinga. Þannig er því
einnig háttað, er stórumbrot verða í menningu þjóða og
kvnstofna. Fyrst fellur það, sem fúið er og íeigt og engan
kost á griða. En hitt getur einnig borið til, að á vegi þró-
unarinnar verði stefnur, skoðanir, stofnanir og einstakl-
ingar, sem að vísu fara í svipaða átt, en ytri ástæður
valda, að dragast í kaf og fara forgörðum. Slíkt er jafnan
'haixnasaga þeim er fyrir verður. En sagan virðist benda
til, að lífið standist furðuvel slík töp. Það er því engin á-
stæða til þess, að viðhafa neina æðru, þegar rætt er um
andlegan hag yngri kynslóðarinnar. Að visu eru horfur á
að margt fari forgörðum. En hinu gleyma menn of of'!,
hverjum bezt hæfði að vera niðurlútur yfir þeim óförum.
III.
Ee: átti i sumar tal viö gamlan, þýzkan prófessor í upp-
eldií Aindum, sem frægur er viða um lönd. Hann hefir
m ' aærri þrjátíu ár verið einn af forustumönnum þjóð-
ar sinnar á þeim svæðum. Ilann er vitur maður, víðsýnn