Straumar - 01.04.1930, Side 55

Straumar - 01.04.1930, Side 55
S T R A U M A R 49 Biblíurannsóknir. ----- Niðurl. P i 1 e m o n s b réf i ð. Eins og áður er getið er mjög náið samband milli Pilem. og Kolossab. Munu bæði skrifuð á sama tíma og send með sömu ferð, því að Filemon við- takandi bréfsins býr í Kolossa. Sömu mennirnir eru nefnd- ir í báðum bréfunum. Tilefni bréfsins er það að þræll einn, Onesímus, hefir strokið frá Filemoni. vini Páis, kemst til Róm, Páll hittir hann þar og kristnar hann. Og nú sendir hann Onesimus heim og biður Filemon að taka á móti honum sein bróður en ekki sem þræli. Þetta bréf er því fullkomið einkabréf, en hefir ekkert trúfræðilegt inni að halda og mun hafa flotið á nafni Páls einu inn í regluritasafnið. En bréfið er snilldar fallegt, og sýnir vel traust Páls á vinum sinum, og væri N. T. fátækara, ef það væri þar ekki Enginn vatí er á að Páll hatí ritað það. Hebreabréfið hefir fram á síðustu tíma verið talið eftir Pál postula. En svo getur þó ekki verið, enda gefur það sjálft ekkert tilefni til þeirrar skoðunar. Grísk- an á Hebr. er miklu fegurri og fágaðri en hjá Páli og guðfræðihugtökin önnur og áherzlan lögð á aðra hluti, þó að ekki verði hér gerð nein tilraun til að sýna fram á það. Hver höfundurinn er veit enginn, og er varla mögu- leiki til að nafn lians finnist nokkurntíma. Vér vitum það eitt af efni bréfsins, að hann hefir verið kristinn gyðing- ur, hámenntaður og vel að sér í ritningunni. Margt fleira er þoku hulið um bréf þetta. Menn vita hvorki um lesendur þess eða tilgang, með neinni vissu. Þar eru alt aðeins tilgátur. Sú tilgátan, sem sennilegust þykir, er sú, að höf., sem dvelur utanlands, skrifi bréfið til kristinna vina sinna í Jerúsalem, sbr. nafnið, sern annars er sett seinna á bréfið eftir erfikenningu kirkjunnar. Þess- ir vinir hans eru lærðir og góðir menn, en áhugalitlir um hina nýju trú, líta hana sem endurbót gyðingdómsins. Svo skellur gyðingastyrjöldin á 66 e. Kr. Allir góðir Gyðingar grípa til vopna, en kristnir menn flýja. Vinir höf. eru i vafa, en sitja kyriir. Þá skrifar höf. þeim bréf- ið, eggjar þá að flýja, skera á öll bönd milli sín og Gyð- 4

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.