Straumar - 01.04.1930, Side 67

Straumar - 01.04.1930, Side 67
STRAUMAR 61 Einarsson erindi liér i Reykjavík, sem svo nefndist og vakið hefir mikla athygli. Scra Sigurður tók þar til athugunar sögu og viðgang hins evangeliska trúboðs, alt frá trúboðsfrömuðin- um VVilliain Carcy (um 1800) og fram á vora daga. þá sýndi hann muninn á allri aðstöðu kristniboðsins i Austurliindum eins og hún er nú, miðað við fyrri tíina og studdist þar einkum við fundarskýrslur liins merkilega trúboðsfundar i Jerúsalem 1928. Er það sýnt, að þrátt fyrir gífurleg fjárframlög og mik- inn mannafla, hcfir þó kristin trú unnið ótrúlega lítið á, og að fjárframlög og trúboðsáhugi fer nú þverrandi, einkum i Ame- ríku, sem verið hefir tiilögudrýgst til þessa. En aðalþrándinn i götu kristniboðsins taldi liann vera þverrandi virðingu austurlandabúa fyrir vesturálfumönnum og vestrœnni menningu. Ilefði ófriðurinn 1914—1S fœrt austur- landabúum heim sanninn um siðleysi, grimd og vesaldóm kristinna þjóða og veitt áliii þeirra það sár, er elcki myndi gróa. Samtímis fœri nú vorhugur vaknandi sjálfstæðis um liinar austrænu þjóðir, og lífsgildi hinna fornu menninga og trúar- bragða sýndi sig að vera enn máttugt og lifandi, er fjötrum og einangrun væri af þeim svift. Myndu þær því illa þola vesiræna íhlutun og áhrif, þar sem þeim væri oftast beitt í gróðaskyni á hinn auðvirðilegasta hátt, ekki síður kristniboðinu en öðru. Fyrirlesarinn benii einnig á, að cina austurlandaþjóðin, þar sem kristnin útbroiðist nú í réltu hlutfalli við fólksfjölgun, sé Japan, en þar sé það innlendur frömuður, Dr. Kagawa, scm jafnframt er álirifaríkur jafnaðarmaður, sem beiti sér fastast fyrir trúboði. Um dr. Kagawa, sem alment er kallaður í Japan „Kagawa hinn helgi“, birtist grein i næsta tbl. Strauma. Erindið var að öllu leyti hið fróðlegasta og merkiiegasta, sai' og alvöruþung ádeila á vestræna menningu og misnotkun ■auðvaldsins á ölhun andlegum verðmætum, sem orðið hafa eign þessara þjóða. Kristindómur og kosningar. Við bæjarstjórnarkosningar i Reykjavík í jan. s. I. sást nýtt fyrirbæri i íslenzkri stjórnmála- baráttu og fremur ógeðslegt. Rlöð þeirra manna, sem eru verðir sérhagsmunasteínanna i þjóðmálum, hófn allmikla ofsókn á hendur frjálslyndum mönnum og jafnaðarmönnum og sökuðu þá um guðlast, kristindómsfjandskap og margar aðrar þungar sakir. Voru greinar þessar óhemju vremnar og fleðulegar í garð auðborgara, og þótti höfundum, sem hjá þeim einum væri sannan kristindóm að finna. Einn þeirra, Sigmundur Sveinsson, höf. Dœmalausrar kirkju, kunni frá þremur persónum að segja úr sögu alls mannkvns, sem honum fanst mestu hafa af- rekað um andlega og líkamlega velferð þess, og helzt saman að jafna. Voru það Jesús frá Nazaret, Jón Ólafsson og Ólafur

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.