Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 30
24
S T R A U M A R
ráðning þeirra í baráttunni fyrir nýju og betra samfélagi
mannanna.
Tilgangur og imiihald lífsins er guðssamfélagið fyrir
hinn trúaða, en fyrir öreigann er það jafnaðarstefnan, hið
nýja samfélag, hið fullkomna bræðralag á jörðinni.
„Fagnaðarerindi Krists veitir mér ekkert, jafnaðarstefn-
an veitir mér alt“, er játning eins.
Dr. P. segir, að kenningar socialista (og kommun-
ista) um þjóðfélagið, samsvari að vissu leyti guð.fræði
hinna trúuðu. Eins og guðfræðin leitast við að móta
hina trúarlegu reynslu manna í kenningar og gefa fræði-
legai' skýringar á þeirri lífsskoðun og lífsskilningi, sem
trúin veitir þeim, eins leitast fræðimenn jafnaðarmanna
við að kerfisbinda og skýra lífsskoðun jafnaðarstefnunn-
ar og hina djúpu andlegu reynslu, sem hún vekur hjá
áhangendum sínum. Þessi reynsla er í rauninni trúarlegs
eðlis hjá mörgum, einkum hinum ómentaðri öreigun,
sem skilja ekki í raun og veru rök socialismans, en eru
höndlaðir af lífsskoðun hans, ef svo má segja, og þó að
þessi „trú“ eigi sér enga guðsmynd, er hún jafn ákveðin
og bindandi, fyrir þann, sem hefir gripizt af henni. eins
og nokkur guðstrú.
Og þessi trú jafnaðarstefnunnar er svo ákveðin og
fullnægjandi hinum andlegu þörfum öreigalýðsins með
hinni takmörkuðu útsýn hans yfir lífið, að kristindómur-
inn kemst þar hvergi að. Þeim er ekki þörf á honum.
Þá er enn eitt, sem sýnir að jafnaðarstcfnan er trú.
Það er sameiginlegt einkenni allra þeirra, sem heit-
trúaðir eru, að þeir bíta sig fasta í þær skýringar trúar-
innar, sem þeim hafa verið innrættar og þeir kalla barna-
trú, en eiga ekkert umburðarlyndi með þeim, sem að vísu
játa sömu trú á grundvallaratriðum, en hafa aðra guð-
fræði, aðrar skýringar á trú sinni. Og hatrið virðist oft
vera því meir, sem minna ber á milli. Þetta er svo alkunn-
ugt fyrirbrigði í trúarbragðasögunni, að óþarft er að
nefna dæmi. Sama hefir átt sér stað með jafnaðarmenn.
Víðast hvar annarsstaðar en hér á íslandi er hatur og
fjandskapur milli kommunista og socialista, hatur sem