Straumar - 01.04.1930, Page 34
en venjuleg'a að eins með þeim orðum að hvetja menn til
sátta og samlyndis, og biðja guð um frið í atvinnulífinu.
Slíkar hvatningar hafa reyndar engin áhrif, þeim er al-
drei sint. En sjaldan held eg að það bwi við, að prestar
lýsi af stól fylgi sínu við annan aðila, eða geri ákveðnar
tillögur til sátta. Yfirleitt held eg, að segja megi, að ræð-
ur presta hér á landi, séu oftast óákveönar, litlausar og
fjarlægar þeim vandamálum, sem þjá þjóðfélagið, og
liggja þyngst á hjörtum manna.
Þó að þannig megi segja, að í embætti sínu gæti
prestar hlutleysis við jafnaðarmenn og baráttu þeirra
fyrir nýju og betra þjóðfélagi, ber þó ekki að leyna því, að
þeir hafa allflestir ákveðnar skoðanir á stjórnmálum, og
láta þær í Ijós á vettvangi stjórnmálalífsins líkt og aðrir
menn. Meir en helmingur þeirra munu vera íhaldsmenn,
fylgjendur einkaauðvaldsins, 30—40% þeirra samvinnu-
menn og 10—15% jafnaðarmenn. Eru það einkum þeir
yngri, þeir, sem gengið hafa í þjónustu kírkjunnar síð-
ustu 10 árin. Fæstir láta neitt uppi um stjórnmálaskoð-
anir sínar fyr en þeir hafa náð kosningu í prestsembætti,
því að nú fara allar prestskosningar eftir pólitiskum lín-
um og sá umsækjandi, sem grunaður er um aðra stjórn-
málaskoðun, en þá sem meirihlutinn hefir í prestakallinu,
þarf ekki að gera sér von um kosningu. — Það er
því vorkunnarmál ungum guðfræðingum, sem finna köll-
un hjá sér til að verða prestar, þó að þeir flíki ekki um
of skoðunum sínum í stjórnmálum.
Afstaða kirkjunnar hér á landi til jafnaðarstef'nunn-
ar og hagsmunamála verkamanna er því nánast hlutlaus,
hún vinnur þeim lítið gagn og lítið ógagn.
Þessi afstaða kirkjunnar hefir og orðið þess valdandi,
að jafnaðarmenn hér á landi hafa látið kirkjuna að mestu
leyti í friði, að undanteknum einum eða tveimur frur.i-
hlaupum, sem jafnaðarmenn hafa gert á hendur henni,
eftir útlendri fyrirmynd, þar sem alt öðruvísi var háttað.
En þau frumhlaup hafa brátt gleymzt, svo að blöð and-
stæðinga jafnaðarmanna hér hafa lítið sem ekkert gevt