Straumar - 01.04.1930, Side 11
S T R A U M A R
5
og áhrif þeirra á hag- hans og eilífa velfarnan. Þessi teg-
und samvizkusemi virðist vera að deyja út. í stað þess
er komin f é 1 a g s samvizka, sem metur athafnirnar eft-
ir áhrifum þeirra á hag félagsheildarinnar, engu öðru.
Og mennirnir með einkasamvizkuna voru oft undar-
lega villimannleg fyrirbrigði. Eg þekti bónda, sem var
gæddur henni í ríkum mæli. Hann var guðhræddur,
kirkjurækinn og bænrækinn. En hann var afar óbóngieið-
ugur, afskaplega kaldur í garð snauðra manna og misk-
unnarlaus harðstjóri í vinnubrögðum. Hann borðaði altaf
betrí mat en heimafólk hans fékk, barði börn sín og hafði
talsvert yndi af að hrekkja gamalmenni. Hann var altaf
að iðrast synda sinna, gerði það daglega og tók sér auk
þess miklar iðrunarskoiiDur með köflum, einkum ef hann
stóð að með norðanátt og gigt. Hann gaf skepnum sínum
betra fóður á aðfangadagskvöld jóla en endranær, en
tíndi þó aðkomufé úr sauðum sínum þá daga sem aðra,
hversu sem viðraði. Ifann veik aldrei góðu að skepnum,
sem hann átti ekki sjálfur. Og einu sinni hafði boli af ná-
grannabænum brotist inn á tún hans að vorlagi. Ilann rak
bolann inn í þrönga rétt, stóð sjálfur á veggnum og
lamdi hann lengi með svipu, til þess að kenna bolanum að
virða helgi eignarréttarins. Maður sem gæddur er félags-
samvizku gerir aldrei slíka hluti, sem þessa, og hann hef-
ir enga syndameðvitund. sem svari til slíkrar lítil-
mennsku. Með öðrum orðurn: Munurinn á synd og glæp
er að þurkast út í vitund nútíma mannsins. I hans augum
eru allar syndir glæpir og glæpir allar þær athafnir, sem
meiða rétt og tilfinningu annara lifandi vera, og sporna
við sjálfsagðri þróun félagsheildarinnar. Alt annað eru
einkamál hvers einstaklings. Þessu nýja fólki er svo hugs-
ar, finnst það hlægileg fjarstæða, að vera að streytast við
„að vita ekki vamm sitt“ í neinum hlut, en horfa þó óá-
talið upp á vanvirðu stjórnmálalífsins, félegslegt rang-
læti, stórgróðahernað, auðvaldskúgun og aðrar sameigin-
legar hörmungar alls mannkyns, og eiga félagslegan hlut
að með þeim er slíku valda.
Hin nýja kynslóð virðir að vettugi siðgæðis- og rétt-