Straumar - 01.04.1930, Side 15
S T R A U M A K
9
ur að uppgötva eitthvað, sem græða má á, vélar, crku-
lindir, sparnað, þægindi, flýti. Og þeir, sem ekki hafa
gaman af því, mega fitla við að grafa upp gamlar rústir
úr forsögu mannkyns og dunda við gamlar sagnmyndir,
eða annan hégóma. Og þjóðfélagið gerir eitthvert lág-
mark þekkingar í þessum ófrjóu fræðurn að einkaskilyrði
fyrir embættum og völdum. Aðeins má ekki hrófla við
skipulaginu.
En á meðan þessu fer frarn, greinast mennirnir í
tvo hópa: Þá, sem ekkert eiga og aldrei eiga þess kost
að eignast neitt, öreigana. Og hina, sem starfstækin eiga
og auðæfi allskonar, borgarana. Annar hefir sakir efna
sinna aðgang að þekkingu, listaum og hverskyns fögrum
mentum. Hinn á engis kost nerna að fúna niður i fáfræði,
áþján og vesaldómi. Hann hefir félagslega aðstöðu til
þess, að æskja breytinga, en skortir þekkingu og vald.
Með hinum heldur raunsæið áfram að þróast, þar eru
tækin fyrir hendi til þess að mynda sér vísindalega lífs-
skoðun og menningarstefnu. En stéttin í heild sinni hef-
ir ekkert við hana að gjöra í sjálfu sér, af því hún er
einráðin þess, að láta hana ekki orka neinu í mannféiags-
málum.
En smám saman tekur öreigalýðurinn að þoka sér
saman. Auðvaldið heldur að vísu uppi úreltu skipulagi
og neytir allra bragða til þess að varðveita það. En hin
vísindalega lífsstefna síast niður á við til hins ófróða
verkalýðs, mentar hann, breytir hugarfari hans og við-
horfum. Og vísindaleg lífsstefna, sem í höndum auðstétt-
anna hafði jafnan koðnað upp í borgaralegu daðri, lista-
fitli og skriffinsku, er nú tekin upp af verkalýðnum, sem
alger höfnun ríkjandi félags- og lífsforma. Hún er tekin
upp í ákveðnum tilgangi um að gera hana að æðsta
drottinvaldi yfir högum mannanna, án minsta tillits til
þess, hvað þar verði að þoka úr vegi, af stefnum, skoð-
unum og stofnunum. Það er þetta, sem hefir altekið
yngstu æsku Evrópu eftir ófriðinn. Hún vill ekki láta
slátra sér oftar. Ilún vill ekki láta fylla sig með blekk-
ingum og ósannindum. Hún vill ekki láta gera sig að and-