Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 37
S T I! A U M A K
31
að fá hlutdeild í með því að gera huga sinn móttækilegan
fyrir hann.
Takmark mannsins er að verða fullkominn „eins og
yðar himneski faðir er fullkominn“, fullkominn í kær-
leika til allra meðbræðra sinna.
Eftir kærleiksþroska einstaklingsins hér á jörðinni
fara þau kjör, og það umhverfi, sem maðurinn má vænta
í öðru lífi, en þar á hann að halda áfram að þroskast af
þeim viðfangsefnum, sem þar bíða hans.
Líf allra manna á jörðinni á að vera líf í bræðralagi
og friði, án tillits til kyns, hörundslitar eða tungumáls,
þar á hvorki að vera „Gyðingur né Grikki, karl eða kona“
eins og Páll postuli orðar það.
Af bræðralagi mannanna í kærleika leiðir, að ytri
lífskjör eiga ekki að vera ákaflega misjöfn. „Sá sem á tvo
kirtla gefi þeim annan, sem engan hefir, og sá, sem mat-
föng hefir geri eins“, sagði Jóhannes skírari.
Flest þessi atriði eru kristnir menn sammála um. En
um persónu Krists, starf hans og þýðingu fyrir mann-
kynið, er lítið samkomulag, en mismunandi skoðanir
manna á honum eru svo hreinguðfræðilegar, að þær koma
ekki þjóðfélagsmálunum við.
En jafnvíst og það er, að samkvæmt anda kristin-
dómsins eiga ytri kjör mannanna í þessum heimi að vera
lík, vegna kærleikans til náungans, jafnvíst er og hitt,
að kristindómurinn segir ekkert um það, hvernig atvinnu-
háttum þjóðanna sé bezt fyrir komið til þess að því marki
verði náð, að allir geti búið við sæmileg' ytri lífskjör.
Jafnaðarstefnan stefnir að sama marki um samfélag
mannanna og kristindómurinn, því marki, að allir menn
séu bræður, er lifi í friði, og hver hafi það, sem hann
þarfnast til viðhalds lífinu og menningarlegum þörfum
sínum.
Kristindómurinn segir að bræðralaginu verði náð
með kærleiksþroska einstaklingsins. Þegar hver einstakl-
ingur hafi náö fullkomnun í kærleika verði alt líf mann-
anna kærleiksríkt bræðralag. Þ\ í neitar jafnaðarstefnan
ekki. En hún segir: Þó að níu menn af hverjum tíu séu