Straumar - 01.04.1930, Síða 47
8 T R A 11 M A R
41
Prestaköllin eru mjög misjöfn hvað örðugleikana
snertir, en þau eru öll launuð jafnt. Nú stendur fyrir dyr-
um að endurskoða launakjör prestanna, en ennþá hefi eg
ekki heyrt neina rödd í þá átt að ráða bót á þessu mis-
rétti. Ef til vill segja einhverjir sem svo, að það sé svo
örðugt að finna hyað rétt er þar, að þess vegna sé ekki
neitt við það eigandi. Slíkar röksemdafærslur hafa heyrzt,
en mér finst skynsamlegast að hafa ekki hátt um þær.
Eg fæ heldur ekki betur séð en að unt sé að lagfæra
þetta ranglæti að talsverðu leyti, og skal eg nú lýsa því,
hvernig mér finst að það mætti verða:
Prestum séu ákveðin föst laun án tillits til örðugleika,
með svipuðum hætti og nú er; hverjum presti sé fyrir-
fram ákveðið hve oft hann messar á hverri kirkju í
prestakalli sínu. Vegalengdir séu mældar og fái hann síð-
an borgun fyrir ferðirnar í réttu hlutfalli við vegalengdir.
Tillit sé þó tekið til þess, hvort að jafnaði má teljast ör-
ugt, að presturinn ferðist einn eða hvort hann verður að
kaupa fylgdir. Borgun þessi sé ekki kaup til prestsins,
heldur aðeins greitt fyrir þann kostnað, sem ætla má að
hann hafi af ferðum sínum.
Með þessu fyrirkomulagi yrði prestum gert jafnt und-
ir höfði og öðrum embættismönnum að öðru en því, að
ýmsir þeirra munu fá dagkaup fyrir ferðir sínar, en slíkt
er ekki sanngjarnt, ef embættismaðurinn er sæmilega
launaður.
Ef til vill finst ýmsum það á skorta þessar tillögur,
að ekki sé tilit tekið til aukaferða sem aðallega eru farn-
ar vegna aukaverka ýmiskonar. Sanngjarnast væri, að
þeir sem leita prestsins í þeim sökum, sæu lionum fyrir
hestum ogöðrum fararbeina svoaðslíkar ferðir ættu ekki
að koma til álita.
Eg get nú naumast séð, að tillögur um svona erfið-
leikauppbót prestunum til handa, geti með nokkurri sann-
girni mætt mótspyrnu af prestanna hálfu; það er alkurma
að þeim er mörgum æði dýrt hestahald, sem þeir þó nauð-
synlega verða að hafa starfsins vegna, og engin sann-