Straumar - 01.04.1930, Side 31
___________________STRAUMAR_____________________25
auðvaldið blæs að eftir mætti, líka hér á landi, til að
sundra alþýðunni.
Þetta hatur trúbræðra út af lítilsverðum kenninga-
mismun hefir leitt hina mestu óhamingju yfir mannkynið,
og er hörmulegt til þess að vita, ef öreigarnir lenda í
sömu villunni, svo að þeir sem eru bræður, skuli berjast,
en gleyma takmarki stefnunnar vegna skorts á um-
burðarlyndi.
Þrátt fyrir það, sem áður var sagt, að jafnaðarstefn-
an sé trú öreigans, svo að kristindómurinn sé útilokaður,
eru þó dæmi þess, að hvorttveggja fari saman. Tii eru
svokallaðir kristilegir jafnaðarmenn, og þeir hafa tölu-
verð áhrif í Þýzkalandi, þó að þeir séu miklu færri en
aðrir socialistar og kommunistar. Dr. P. telur þá vera
einu von þess, að kirkjan fái haldizt með öreigalýðnum.
Kristilegir jafnaðarmenn líta svo á, að kristindómur og
jafnaðarstefna séu aðeins tveir vegir að sameiginlegu
marki. Jafnaðarstefnan ætlar sér að skapa nýtt þjóðfélag,
en til þess þax-f hún hjálpar trúarinnar. Skal ég koma nán-
ar inn á þetta atriði seinna.
Innan jafnaðarstefnunnar eru mjög miklar andstæð-
ur í kenningum, þar sem er annars vegar hin efnishyggju-
lega jafnaðai'stefna hins ómentaða lýðs, og hinsvegar hin
trúarlega og kristilega jafnaðarstefna hugsjónamannsins,
og alt þar á milli. En þessar mismunandi kenningar
byggja á sama grundvelli, trúnni á jafnaðarstefnuna,
ti’únni á lífsskoðun hennar og endurleysandi mátt hennar
fyrir maimkynið, trúnni á hana sem það lífsvei'ðmæti
eitt geti gefið tilverunni innihald og markmið.
Þannig er þá málum komið í Þýzkalandi og víða í öðr-
urn iðnaðarlöndum Evi'ópu. Og þýzka kirkjan berst ör-
væntingai'fulli'i bai'áttu fyrir tilvei’u sinni og kristindóms-
ins hjá öi'eigalýðnum, og er ósýnt hvemig fara rnuni.
Rússneska verkalýðsríkið hefir tekið ákveðið fjandsam-
lega stefnu gegn öllum trúarbrögðum, og virðist sem
stjónxin þar ætli að ganga að þeim dauðum með harðvít-
ugum ofsóknum.