Straumar - 01.04.1930, Side 49
S T R A r M A !!
43
undan breðanum, hægt og hægt á þúsundum ára. Hin hóg-
lífa villimannahjörð er orðin að æstum, grimmum rándýr-
um, sem berjast um hvern bita og eru altaf að fara hall-
oka fyrir kuldanum, fyrir dauðanum sjálfum. Svo líða ár
og aldir. En einn góðan veðurdag leggur einrænn og stór-
huga villimaður á breðann, leggur í norðurvegu burt frá
ætthjörð sinni. Hann er ofsóttur og hafður út undan, þar
sem barizt er um hvern bita, og nú vill hann ekki lengur
vera með þeim. Og þegar kemur í hinn kostarýra norður-
veg, þar sem óvinir og dauði le.vnast í hverju spori, þá
fer hann að þróa með sér einn eiginleika dýrmætari en
alt, sem hann hafði haft með sér að heiman. Það er vitið,
mannvitið. Og einræninginn í norðurvegi veit að lögmál
allrar tilveru er aðeins þetta: Annaðhvort verður þú að
deyja eða eg. Þetta er sáttmáli hans við dýr merkurinnar,
það er sáttmáli hans við alt, sem lifir. Öll tilveran er óvin-
ur hans. Hann er hræddur við alt og þessvegna er hann
grimmur við alt. Hann skilur li'tið og þess vegna er hann
miskunnarlaus. Hann er hræddur við stjörnur himinsins
og norðurljós næturinnar. Hanu urrar af grimd, þegar
hann heyrir óvanalegt hljóð, sem hann skilur ekki. En
hræddastur er hann við þetta, sem stundum gerist í
honum sjálfum, hugsanir sínar, skapbrigði og ástríður.
Það er sál hans, sem er að fálma sig fram i ljós vitundar-
innar. Þá verður honum órótt, hann æðir um og ýlfrar
og hrín af óró og þrá og ástríðum, sem hann skilur ekki
sjálfur.
Einu sinni situr hann í hnipri undir steini. Þá er eins
og fari um hann rafstraumur. Ilann á nasir, sem eni
ofsalega næmar fyrir öllu lifandi, og tortryggnin og
veiðigrímdin blossar upp í skapinu. Hann veit af lifandi
veru einhversstaðar nálægt sér. Annaðhvort þú eða eg,
það er lögmál hans, sáttmáli hans við öýr merkurinnar.
Og svo kemur veran í ljósmá!, hún gengur upprétt eins
og hann. Það er kona, einræningi, sem líka hefir lagt á
breðann til þess að þrjóskast við dauðann í norðurvegi.
Þau takast á, hann læsir í hana höndunum og fellir hana.
Og svo kemur það að honum, sem hann hefir aldrei gert