Straumar - 01.04.1930, Side 51
S T R A U M A R
45
verði ekki einungis kjarninn í trú vorri og eilvcðarvon,
heldur sá skipulagsgrunnur, sem vér leggjum undir þjóð-
líf vort og framkvæmdir, atvinnulöggjof vora, réttarfar
og mentamál.
Og nú veit eg ekki, hversu vel ykkur kann að sýn-
ast þar í pottinn búið, — hvort lögmálið: „annaðhvort eg
eða þú“, eða „bæði eg og þú“, ykkur finst eiga öflugri ítök
og fleiri fyrirsvarsmenn í þjóðlífi voru. Annaö táknar
einstaklingshyggju villimannsins, hitt félagshyggju hins
göfgaða andlega manns. Annnað er bygt á þeirri trú, að
lífið sé í rauninni barátta og fjandskapur allra gegn öll-
um, hitt á vitundinni um sifjaböndin milli alls þess, sem
lifir og bróðurþel það, sem ríkja á milli mannanna. Mér
finst, að stakkur sá sem þjóðíélagi voru er nú sniðinn,
hæfi óneitanlega betur hinni fyrri skoðun, sé afsprengi
hennar og afieiðing. Og hitt þykir mér ekki heldur geta
leikið á tvennum tungum, að leiöin fram á við, leiðin frá
dauðanum til lífsins, frá villircenskunni til manngöfg-
innar, hefir altaf verið og veiður altaf leiðin frá ein-
staklingshyggju til félagsliyggju.
Og þegar um er að ræða vandkvæði þjóðfélags vors,
misréttið, ranglætið, neyðina og- hverslvyns mein, er
þjalva oss, þá verður oss að jafnaði auðratað til orsalc-
anna, of auðratað ef til vill. Eitt af slagorðum nútím-
ans er auðvaldið og auðvaldsskipulagið. Og ekki dettur
mér í hug að neita því, að það sé til og mikils ills vald-
andi, og síðastur mundi eg viija verða til þess að bera
blalc af því eða kveða hugi manna til værðar gagnvart
því.
En vér megum vara oss, þegar vér förum að taka
efnamanninn í þorpinu okkar og gera liann að orsök alls
ills. Það er auðvelt að benda á það, að liann býr i betra
húsi en hreysinu mínu, að hann græðir nokkra aura á
hverri klukkustund, sem eg strita, að eg liefi fært orku
manndómsára minna að fórn til þess að skapa honum
lífsþægindi, sem hann nýtur í elli sinni, þegar mér verður
hent á klakann. En vér megum ekki gleyma einu. Eg er
eldcert betri en hann af því einu, að eg er snauður, hann
L