Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 56
50
S T I! A IJ M A R
ingdómsins, því að Kristur þolir ekkert hik, og til þess
að stappa í þá stálinu, leitast hanri við að sanna þeim
yfirburði kristindómsins yfir gyðingdóminn.
Ef þessi tilgáta er rétt, ætti bréfið því að vera skrif-
að árið 66 e. Kr.
Það sem sérstaklega er einkennilegt um guðfræði
Hebr. er æðstaprests hugtakið, sem notað er um Krist og
hefir þaðan komizt inn í trúfræði kirkjunnar.
Jakobsbréf er í raun og veru ekki bréf, heldur
ræða eða frekast safn af spakmælum og umvöndunum,
ekki stílað til neins ákveðins safnaðar heldur til „hinna
tólf kynkvísla í dreifingum‘!, sem sýnir að höf er Gyð-
ingur, þ. e. a. s. til allra kristinna manna.
Rit þetta mun ekki samansett fyr en litlu fyrir alda-
mótin 100. Liggja þær ástæður fyrir þeirri skoðun, að
höf. berst á móti hálfvelgju og „dauðri trú“, en trúarhit-
inn var mestur fyrstu áratugina; höf. berst á móti trú án
verka með svo miklum ákafa, að augsýnilegt er, að hann
er að berjast gegn kenningu Páls urn réttlætingu af trúnni
einni saman, og sumstaðar speglast orðalag og dæmi Páls-
bréfs í Jak. Þetta sýnir, að bréfið getur ekki verið skrifað
fyr en all-löngu eftir dauða Páls, er bréf hans hafa verið
orðin útbreidd.
Höf. bréfsins kallar sig „Jakob, þjón Guðs og drott-
ins Jesú Krists“. Kaþólska kirkjan segir Jakob þenna vera
Jakob Alfeusson, postula, sem hún telur sama mann og
Jakob bróðir drottins (þ. e. Jesú), sem var forstöðumaður
safnaðarins í Jerúsalem, þar til hann var líflátinn árið 62.
Kaþólska kirkjan gerir einn mann úr þessum tveimur til
þess að komast hjá að viðurkenna, að María mey hafi átt
fleiri börn en Jesúm. — Mótmælendur hafa aftur á móti
eignað Jakobi bróður .Tesú bréfið. En tímans vegna getur
það ekki verið rétt, el' bréfið er ritað li.tlu fyrir 100, en
Jakob deyr 62. Yér vitum því ekkert annað mn höf. en
að hann hefir heitið Jakob, verið Gyðingur, al\ luþrung-
inn siðameistari, og ógnað hvað trúin hafði lítii bætandi
áhrif á siðgæðið. Bivf hans er sígild prédikun, harðorð
en sönn.