Straumar - 01.04.1930, Side 36

Straumar - 01.04.1930, Side 36
30 S T R a;u m a r Adventista eða lesa rit þeirra, sem þeir illu heilli hafa troðið upp á fólk með þeirri óheyrðu frekju, sem allir kannast við. Fríkirkjur hér á landi mundu í mörg-um tilfellum verða þess valdandi, að forstöðumenn hinna fátækari safnaða yrði gjörómentaðir menn og handbendi auð- manna, og þarf engum getum að því að leiða, hvaða á- hrif það hefði á menningu fólksins. En menning fólksins er eitt höfuðskilyrði fyrir viðgangi jafnaðarstefnunnar. Af þessum orsökum álít eg það mjög óhyggilegt af jafnaðarmönnum að berjast fyrir skilnaði ríkis og kirkju. Trúmálin geta alt að einu verið „einkamál manna“, þó að ríkisvaldið styrki þá kirkjudeild, sem 98% allra lands- mana teljast til, sérstaklega þegar þess er gætt, að ríkis- valdið heimtar enga ákveðna stjórnmálaskoðun af þjón- um hennar. Eins og áður er getið komst dr. P. að þeirri niður- stðu, að guðstrú og kristindómur væri að mestu horfið úr lífsskoðun öreigalýðsins í Berlín, en jafnaðarstefnan komin í staðinn. Þá vaknar spurningin: Getur kristin- dómur og guðstrú ekki samrýmzt jafnaðarstefnu ? Hvað er kristindómur? Ekki kenningar kirkjunnar aðeins, sem vitanlegt er, að eru mótaðar af hugsunum fyrri tíðar manna, heldur kjarni kristindómsins, sú hug- sjón, sem vakti fyrir Kristi, og lífsskoðun hans. Þetta er spurning, sem oft hefir verið sett fram, og menn hafa reynt að svara henni út frá biblíunni og öðru, en svörin mjög farið hvert á sinn veg, að minsta kosti í smærri at- riðum. Mér hefir skilizt, að kjarna kristindómsins mætti skýrgreina eitthvað á þessa leið: Lífi persónuleika mannsins er ekki lokið með þessu jarðlífi, heldur á hann fyrir sér að lifa á öðrum sviðum tilverunnar, sem við skiljum ekki enn, og þroskast þar. Að baki tilverunni er afl, sem umlykur a!t sem til er, afl, sem við nefnum g u ð. Höfuðeigind guðs er kærleikur til alls sem lifir. Hann býr yfir andlegum mætti, sem mönnunum er auðið

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.