Straumar - 01.04.1930, Page 60

Straumar - 01.04.1930, Page 60
S T R A U M A R 54 T., sem eru áminningar og refsiræður, en aðeins ör- sjaldan farið út í að segja fyrir óorðna atburði. Höfuð- viðfangsefni bókarinnar er heimsendir og með hverjum atburðum hann verði. Eru þar átakanlegar og stórfeng- legar lýsingar og líkingar um það, hvernig fari fyrir hin- um óguðlegu, og þeim sem ganga af trúnni og bregðist í ofsóknunum. En hinum, sem standa stöðugir alt til enda og láta fyr lífið, en þeir afneiti meistara sínum, Kristi, er heitið „himnaríkis dýrðarvist“ í hinni nýju Jerúsalem, er reist vei'ði á rústum þessa heims, þegar eldur og brennisteinn hafa eytt honum. Og alt þetta mun verða mjög bráðlega, eftir að bokin er rituð. Tilgangur ritsins er því mjög auðséður. Hann er hinn sami og tilgangur Daníelsbókar, sá að telja hug í hreldan og ofsóttan lýð, stappa í hann stálinu, að láta hvergi bugast. Á þessu má sjá, að ritið er „gefið út“ á ofsóknatím- um, og þykir fræðimönnum líklegast, að það séu ofsóknir Dómitians keisara (81—96). Ætti ritið því að vera skrif- að seint á stjórnarárum hans, eftir 90. Ritið er þó ekki frumsamið í þeirn mynd, sem það er nú í, heldur mun það soðið upp úr tveimur öðrum eldri ritum, og halda sumir, að annað þeirra hafi verið gyðinglegt, og samið fyrir 70, en ógjörningur er nú að sigta þau hvort frá öðru. Jóhannes postuli Zebedeusson hefir verið talinn höf. Opinberunarbókarinnai', eins og hinna Jóhannesarritanna, og er talinn það enn af kaþólskum og gamalguðfræðing - um mótmælenda. Eru sagnir um, að hann hafi samið rit- ið í útlegð á eyjunni Paþmos fyrir Litlu Asiu-ströndum. I eyju þeirri er hellir, sem góðtrúa ferðalöngum er sýndur enn þann dag í dag, gegn nokkru fé auðvitað, og þeim sagt, að þar hafi heilaður Jóhannes setið, meðan hann skrifaði bókina. Ilvort höf. hennar hefir setið í helli þess- um meðan hann var að því starfi, skal ósagt látið, en Jó- hannes postuli hefir það ekki verið. Sumir telja líklegt, að höf. Op. sé hinn sami og höf. 2. og 3. Jóh. bréfs. Ann- ars vita menn ekkert um höfunda þeirra rita, sem Op. er

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.