Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 12
6
STRAUMAK
arhugsjónir hinnar eldri, fjölskyldu-hjónabönd hennar,
refsilöggjöf hennar, eignarrétt hennar, trúarbrögð henn-
ar, í því formi og með þeim anda, sem það er boðað og
varðveitt af yfirstéttum þjóðanna, af því ekkert af þessu
virðist hafa megnað að gjöra villimennsku vestrænnar
menningar sýnu betri en frumþjóðanna. En liún gjörir
sér mikið far um að nema lögmál þau, er félagslíf þjóð-
anna lýtur og trúir því, að leggja megi vísindalegan
grundvöll undir samlíf mannanna og viðskifti. Hún hæð-
ist að þeim vísindum, sem uppgötva hvern „sannleikann“
á fætur öðrum, án þess að megna að ráða bót á nokkru
af böli mannkynsins og auka snefil á öryggi þess og ham-
ingju. Mikill meiri hluti af vísindalegum sannleika nú-
tímans er arðnýttur á tvo vegu. Hinn hagnýta hluta hans
kaupa auðfyrirtæki, til þess að græða á, hinn óhagnýta
hluta taka menntastofnanir ríkjanna og okra með, veita
efnuðum unglingum þekkingu á þeim til þess að þeir síð-
ar geti veitt sér þægilega aðstöðu í lífinu.
Eitthvað á þessa leið hugsar hin nýja æska Evrópu.
Og hún hefur gegndarlausa fyrirlitningu á vinnubrögð-
um og lífsháttum hinnar eldri kynslóðar, öllu þessu basli
við að ná ófullkomnum árangri, með ófullkomnum tækj-
um og ófullkominni þekkingu. Og hún hefir andstygð á
því hugarfari, sem sættir sig við skort, óþrifnað, fáfræði
og blint og meiningarlaust strit. Að vinna fyrir daglegum
þörfum sínum, er að hennar skoðun ekki meira þrek-
virki, en það, að því má afkasta á örfáum stundum á dag,
þar sem vinnutækin eru í lagi og skipulag á meðferð
framleiðslunnar. Ekkert ber vott um eins óþverralega
fyrirlitningu fyrir mannréttindum og manngildi, eins og
að láta fólk strita með ófullkomnum vinnutækjum í óhollu
og ófögru umhverfi. Eldhús almennings og búðarholur og
jafnvel skólar, eru samsvarandi vanvirða hinni tuttugustu
öld, eins og meðferð sveitarómaga var hinni nítjándu.
Það sem æska nútímans þráir, er skynsamleg vinnu-
brögð, fögur og einföld og holl húsakynni, frjálsræði til
fróðleiksiðkana, hvíldar, og glaðværðar, fegurð í klæða-
búnaði, húsbúnaði og háttum. Og það er alvara hennar.