Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 50
44
S T R A U M A R
áður. Hann hættir við að bíta hana á barkann. Hann
hefir þekt sjálfan sig í mynd hennar, sína sál í augum
hennar. I fyrsta sinn á æfinni skilst honum að tilveran
er ekki öll fjandsamleg. Og þessi tvö manndýr bindast
trygðum til að berjast við dauðann og nema norðurlöndin
handa nýjum kynslóðum.
Þetta er ágrip af æskusögu kynstofns vors og raun-
ar alls mannkyns. Og það lýsir fyrsra menningarsigri
hans og þeim stærsta. Hanngerist, þegar frummaðurinn,
uppgötvar sjálfan sig í mynd og líkingu annarar lifandi
veru, þegar honum skilst, að hann er ekki fjandmaður
alls þess, sem lifir, þegar fyrsta tilfinning vináttu,
trausts og góðvilja brýzt upp á yfirborðið í sál hans og
stýrir gjörðum hans, þegar hann uppgötvar sál sína í
augum annars manns. Og í þessu er fólgin saga alls
þess, sem mönnunum hefir þokað fram á við, hver sigur,
sem þeir hafa unnið á villimannseðli sínu, hver vottur
manngöfgi, sem oss hefir auðnast að öðlast fram á þenn-
an dag. — Hún er fólgin í því, að lögmálið, „annaðhvort
þú eða eg“, þokar fyrir öðru lögmáli, sem hljóðar á
þessa leið: „bæði þú og eg“. Fyrst í stað, þiú og eg i
þröngri merkingu: kona mín, börn mín, ætt mín, þjóð
mín. Og loks þú og jeg í víðustu merkingu: við öll, allir
menn. Það er félagshugsjónin, þcir sem ekki er munur á
Gyðingi né grískum, karli eða konu — félagshugsjón
kristninnar, félagshugsjón hins andlega mannskyns. —
Og við getum vel sagt, að á því stigi stöndum við nú,
en þó aðeins með þeirri hæversku að taka það fram um
leið, að það er ekki nema lítill hluti af mönnunum. sem
svo hugsar, og það er einungis hugsjón vor og þrá, það
er rödd samvizku vorrar, er segir, að svo skuli vera,
miklu fremur en hið raunverulega ástand mannlegra
haga.
Og allar vonir vorar um farsælli og fegurri daga
til handa oss sjálfum og öllu mannkyni, byggjast á
því, að lögmálið, „bæði þú og eg“ verði drottinvaldið,
sem ræður yfir málefnum vorum og athöfnum, að það
verði ekki einungis óskadraumur vor og hugsjón, að það