Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 53
mínum veitti eg- því eftirtekt, að hjallur hjá bæ eins
bóndans var gerður upp með };eim hætti, að hvolft var
yfir hann hálfum áttæring, sem sagaður hafði verið sund-
ur og þil sett á stafninn. Mér þótti þetta dálítið kynlegt.
En hálfu kynlegra þóti mér það, að nokkrum dögum
síðar varð eg þess var, að á öðrum bæ í nágrenninu var
hjallur gerður upp með nákvæmlega sama hætti. Litlu
síðar varð eg þess vís, að eigendur beggja hjallanna voru
bræður. Þá fór eg að verða forvitinn. 0g svo er mér einu
sinni sögð sagan. Þegar bræður þessir áttu að skifta arfi
eftir föður sinn, sem bæði var fasteign, lausafé og bátar,
þá vildu báðir hafa koseyri af arfinum. Það gekk þó ill-
indalítið um jarðaskiftin og lausaféð, en áttæringinn
vildu báðir eiga. Þeir deildu um þetta um hríð og harðn-
aði æ deilan. Að lokum sagaði eldri bróðirinn bátinn í
sundur og kvað það bezt, að hvor hefði sitt. Þessir báts-
partar eru eitthvert raunalegasta tákn einstaklingshyggj-
unnar, sem eg hefi séð. Þeir hafa sýnt mér það betur en
nokkuð annað, hve þungt armur frummannsins hvílir á
herðum vorum, hve ástríður hans sofa djúpt í sál vorri
og skapferli. Þetta er harmasaga félagsmálanna á jörð-
inni, sagan um harðstjórn einstaklingshyggjunnar, sem
byggist á lögmálinu: Annaðhvort verður þú eða eg að
deyja. Hún er öll sögð í sögu bræðranna, sem söguðu
sundur bát föður síns.
Og nú eru að hefjast á legg með öllum þjóðum menn,
sem óska að þeim kynslóðum fari fækkandi, er láta kenna
aflsmunar í öllum viðskiftum, sem saga sundur bátinn
sinn, heldur en að beygja sig undir félagsleg sjónarmið.
Það eru menn, sem vona á bjartari daga fyrir hið hrjáða
mannkyn, menn, sem dreymir um vernd handa lítilmagn-
anum, rétt handa þeim réttlausa og brauð handa hinum
svanga. Og þeim er ástand félagsmálanna ekki kærara en
svo, að þeir eru ráðnir í að láta það þoka, sem þoka þarf
til þess að náð verði þessu marki. En ekki nóg með það,
vandamál lífsins eru í þeirra augum ekki einnngis vanda-
mál um mat. Þeir vona og trúa fyrst og fremst á ræktun
og göfgun manneðlisins. Þeir vona að takast megi að