Straumar - 01.04.1930, Síða 27

Straumar - 01.04.1930, Síða 27
S T R A U M A R 21 væxi uppfinning valdhafanna, ópíum handa fólkinu, til þess að láta það sætta sig við vansæmandi lífskjör vegna vonai-innar um betri æfi í öðr.u lífi og veikja með því vilja og hvöt öreiganna til að gera byltingu og hrifsa völdin yfir auðsuppsprettum landanna í sínar hendur. Þeir sýndu það af sögunni, að kirkjan hefir oftast eða æfinlega fylt flokk óvina öi’eiganna, æfinlega stutt arðræningjana, hvort þeir heldur voru konungar, aðals- menn, klerkar eða auðvaldshöldar síðustu aldar. Vegna hins mikla valds, sem kirkjan og- ti'úarbrögðin höfðu yfir hugum öreiganna og hversu hún ruglaði stétt- ai'vitund þeirra, varð hún því í augum jafnaðarmanna einn höfuðfjandinn, og bezta hjálp auðvaldsins. Og trú öreiganna á „blekkingar“ trúarbragðanna var í þeirra augum stór hindrun á vegi allrar sannrar mentunar og menningar þein-a. Þess vegna sögðu þeir kirkjunni og öllum trúai'bi'ögðum stríð á hendur. Og kii'kjan var ekki sein til svars. Páfinn bannfærði jafnaðarstefnuna og allar kenningar hennar, bannfærði vei'kföll og verkbönn og allar tilraunir til róttækra um- bóta á atvinnulífinu. Hver sá kaþólskur maður, sem að- hyltist socialismann var því um leið í banni kirkjunnai' og átti sér enga aðra vist vísa í öðru lífi en í helvíti. Ka- þólsk trú og jafnaðai'stefna geta því enga samleið átt. Eg spurði einu sinni belgiskan sjómann hverrar trúar hann væi'i. „Trúar ?“ svaraði hann, „eg er socialisti!“ Það fanst honum nóg svar. Mótmælendakirkjurnar í Þýskalandi, Englandi og Norðui'löndum tóku ekki ólíkt á málefnum verkamanna en þó óákveðnara. í flestum atvinnudeilum og verkföllum studdu þær venjulega atvinnurekendur; prestarnir px-e- dikuðu fyrir verkamönnum, að eymd þein-a yi'ði bætt í öðru lífi, en „gjaldþol atvinnuveganna“ þyldi ekki hæx-ra kaupgjald. En yfii'leitt munu þá klerkar helzt hafa reynt að hliðra sér við að taka ákveðna afstöðu til þessara mála, hvatt með óákveðnum orðum til fiiðar og samlyndis, en auðvitað hafa þær hvatningar engan árangur borið, en

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.