Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 52

Straumar - 01.04.1930, Blaðsíða 52
4<; S T K A 11 M A 1 ekkert verri en eg af því einu að hann er auðugui'. Tii- viljunin ein ræður því oftast, hvar í flokki vér lendum í lífinu. Nei, það eru ekki aðgei'ðir einstakra manna, sem eru dýpsta orsök mannlegs böls og ófarnaðar. Það er skipulagsgrunnurinn, sem þjóðlíf vort hvílir á. Og hér erum vér komnir að einum dýpstu rökum mannslegs félagslífs. Ef spurt er um, af hverju sá skipu- lagsgrunnur sé eins og hann er, þá verður svarið altaf eitthvað á þá leið: Af því að einstaklingshyggjan, arfur villimenskunnar, á ennþá svo djúp ítök í sálum mann- anna. Vér berum ennþá á veikum herðum vorum risa- byrðar af tilhneigingum, ástríðum og hvötum, sem eru arfur frá hinum frumstæðu feðrum vorum. Þær eru hlekkurinn um fót hins líðanda og leitanda mannkyns, sem hefir gert hvert sigurspor þess að þrautaspori, sem hefir leitt það á þúsund afvegu og togað það niður á við. Ennþá eru það hátíðisdagar í lífi mannanna, þegar þeir sjá og kenna sál sína í augurn annara manna. Eg- hefi hvergi séð þessu eins vel lýst eins og í mynd Einars Jóns- sonar, sem hann kallar Þróun. A myndinni sést dýr, sem hvílir fram á fætur sér og snýr höfði aftur. Það er klunnalegt og Ijótt fomaldardýr, með værð sálarleysisins og græðginnar í svip og dráttum. Hjá dýrinu stendur hálfboginn villimaður. Það er næsta stigið í þróuninni. Hann ber að vísu mannsmynd en þó er hann ekki maður. Hann ber svip dýrsins og sálartómleik í andlitsdráttum sínum og stellingum. Hann styður hramminum á öxlina á manni, ungum manni með bjarta brá og heiðan svip, sem ber fyrir sér krossmark liátt á lofti. IJann er nú- tímamaðurinn, síðasta stigið í þróuninni og krossmarkið táknar eilífðarvon mannkynsins. Og mér finst eg aldrei hafa séð sannari mynd af nútímamanninum en þessa: Manninn, sem horfir upp á við á krossinn, en ber hramm villimannsins eins og lamandi ok á herðum sér. Og mér finst eg oft hafa séð í lífinu dæmi þessa. Einu sinni kom eg í hérað á þessu landi, þar sem eg skyldi dveijast um hríð. Eg þekti þar engan mann, æfi þeirra og hagir voru mér ókunnir með öllu. Á göngum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.