Straumar - 01.04.1930, Síða 52

Straumar - 01.04.1930, Síða 52
4<; S T K A 11 M A 1 ekkert verri en eg af því einu að hann er auðugui'. Tii- viljunin ein ræður því oftast, hvar í flokki vér lendum í lífinu. Nei, það eru ekki aðgei'ðir einstakra manna, sem eru dýpsta orsök mannlegs böls og ófarnaðar. Það er skipulagsgrunnurinn, sem þjóðlíf vort hvílir á. Og hér erum vér komnir að einum dýpstu rökum mannslegs félagslífs. Ef spurt er um, af hverju sá skipu- lagsgrunnur sé eins og hann er, þá verður svarið altaf eitthvað á þá leið: Af því að einstaklingshyggjan, arfur villimenskunnar, á ennþá svo djúp ítök í sálum mann- anna. Vér berum ennþá á veikum herðum vorum risa- byrðar af tilhneigingum, ástríðum og hvötum, sem eru arfur frá hinum frumstæðu feðrum vorum. Þær eru hlekkurinn um fót hins líðanda og leitanda mannkyns, sem hefir gert hvert sigurspor þess að þrautaspori, sem hefir leitt það á þúsund afvegu og togað það niður á við. Ennþá eru það hátíðisdagar í lífi mannanna, þegar þeir sjá og kenna sál sína í augurn annara manna. Eg- hefi hvergi séð þessu eins vel lýst eins og í mynd Einars Jóns- sonar, sem hann kallar Þróun. A myndinni sést dýr, sem hvílir fram á fætur sér og snýr höfði aftur. Það er klunnalegt og Ijótt fomaldardýr, með værð sálarleysisins og græðginnar í svip og dráttum. Hjá dýrinu stendur hálfboginn villimaður. Það er næsta stigið í þróuninni. Hann ber að vísu mannsmynd en þó er hann ekki maður. Hann ber svip dýrsins og sálartómleik í andlitsdráttum sínum og stellingum. Hann styður hramminum á öxlina á manni, ungum manni með bjarta brá og heiðan svip, sem ber fyrir sér krossmark liátt á lofti. IJann er nú- tímamaðurinn, síðasta stigið í þróuninni og krossmarkið táknar eilífðarvon mannkynsins. Og mér finst eg aldrei hafa séð sannari mynd af nútímamanninum en þessa: Manninn, sem horfir upp á við á krossinn, en ber hramm villimannsins eins og lamandi ok á herðum sér. Og mér finst eg oft hafa séð í lífinu dæmi þessa. Einu sinni kom eg í hérað á þessu landi, þar sem eg skyldi dveijast um hríð. Eg þekti þar engan mann, æfi þeirra og hagir voru mér ókunnir með öllu. Á göngum

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.