Straumar - 01.04.1930, Side 25
S T R A U M A R
19
innantómar venjur. Bavnaskírnin er skoðuð meiningar-
leysa, fermingin aðeins sem lokáþáttur skólanáinsins,
borgaraleg hjónavígsla hin eina skynsamlega o. s. frv.
Guðsþjónustan er talin hégómi, nema þá helzt predikunin,
en hún verður þá líka að forðast alla trúfræði og guð-
fræði, en aðeins binda sig við hagnýt siðferðileg eíni.
Trúarbragðafræðsla á alveg að hverfa úr skólunum og
fermingarundirbúninguvinn þykir heimskulegur.
Kirkjan er sem heild skoðuð óvinur öreigalýðsins, og
hindrun í baráttu lians fyrir mannsæmandi lífskjörum.
Tilvtíra hennar byggist á því einu, að lýðnum sé haldið í
kúgun og menningarleysi. Kirkjan er stofnun, sem vinn-
ur að því að gera lýðinn heimskan og styrkja með því
auðvaldið, og því verður öreigalýðurinn að berjast af al-
efli að útrýma henni eins og öðrum hindrunum, sem aitð-
valdið leggur á leið þess til hins fyrirheitna lands öreiga-
lýðsins, sameignarríkisins.
' Sama er að segja um kristindóminn sjálfan, sem
persónulega trú, sem „einkamál“, sem stefnuskrá Alþýðu-
flokksins hér vill að hún sé. Yfirleitt neituðu flestir sann-
leiksgildi hans.
Fáir trúa að til sé guð og hugmyndirnar um hann
fara allar í algyðis átt.
Margir efast um, að Jesús hafi lifað. í því efni eins
og mörgum öðrum, er öreigalýðurinn að brjóta með sér
vafamál, sem fyrir löngu eru úrelt hjá þeim, sem betur
vita. Nú mun enginn maður, sem mark er á takandi, ef-
ast um, að Jesús sé söguleg persóna, vitnisburðirnir eru
svo sterkir um það. En þeir, sem trúa, að Jesús hafi lif-
að, líta á hann nær eingöngu frá siðferðilegu og pólitísku
sjónanniði, skoða hann sem uppreisnarmanninn og vin
alþýðunnar, sem í öllu lífi sínu sýndi hið fullkomnasta
siðgæði.
Trúfræði og guðfræði kirkjunnar, kristindómsboðun
hennar og siðgæði hefii því á ollum sviðum mist vald
sitt yfir öreigunum, en þær fáu trúarhugmyndir sem eftir
eru, hafa verið mótaðav af hinni pólitísku baváttu í and-
stöðu við kenningar kirkjunnar.