Straumar - 01.04.1930, Síða 24

Straumar - 01.04.1930, Síða 24
18 STRAUMAR Jafnaðarstefna og kristindóinur. (Fyrirlestur haldinn í Félagi ungra jafnaðarmanna í Rvík)*) í fyrra kora út í Berlín bók, sem heitir Óreigatrú (Proletarischer Glaube). Hún er eftir dr. Pichowsky, prest í Norður-Berlín, >ar sem svo til allir íbúarnir eru öreigar, sem vinna í verksmiðjum hinnar miklu heimsborgar. Prestur þessi, sem augsjáanlega er vinveittuj' öreigalýðn- um, tók sér fyrir hendur að rannsaka afstöðu hans til kirkjunnar og kristindómsins. Hann sendi spurninga- lista út til 3000 verkamanna í verkamannafélögum og stjómmálafélögum. Á iistanum voru 23 spurningar, sem snertu flestar hliðar trúarlífsins og kirkjulega starfsemi. Hann fékk svar frá aðeins 300 mönnum eða Vro hluta. Upp úr svörunum hefir hann síðan samið bók þessa um trú öreiganna og hefir bókin vakið geysimikla athygli í Þýzkalandi, verið gefin út fimm sinnum á hálfu öðru ári, og mjög mikið um hana rætt í blöðunurc. Þessi aðferð hefir að vísu ýmsa galla i för með sér. Bæði eru svörin of fá til þess að hægt sé að byggja á þeim eingöngu, og svo hitt, að margir þeirra sem svöruðu, eru verkamannaforingjar, en þrumurödd þeirra túlkar ekki æfinlega hjartans mál öreigans. En sú bót er í máli, að dr. Pichowski hefir verið prestur öreiganna í fjölda- mörg ár og hin persónulega revnsla hans er því afar- mikils virði. Eg hefi ekki enn séð sjálfa bók Pichowskis en lesið um hana í útlendum tímaritum, og skal eg reyna að skýra frá aðalniðurstöðum höf. Yfirleitt eru öreigarnir svarnir fjandmenn kirkjunn- ar og kennir mikiis misskilnings og úreltra hugmynda um starf hennar og kenningu. Kirkjulegar athafnir eru Jitnar mikilli fyrirlitningu, og skoðaðar sem heimskulegar *) þess má gota, að fyrirlestur þessi var saminn og fluttur nokkru áður cn bœjarstjómarkosningar foru frarn í Rvik og áður en hinar viðbjóðslegustu „guðleysisgreinar" hirtust i „Vísi“ og „Morgunblaðinu". Annars hefði e. t. v. vorið kveðið sterkar að orði einhversstaðar. E. M.

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.