Straumar - 01.04.1930, Side 46
40
STRAUMAR
að prestaköllin þar yrðu sambærileg hvað erfiðieika snert-
ir við þau sem örðugust eru, svo sem t. d. Laufás og
Skinnastað.
í þessu sambandi má það ekki gleymast að á síðustu
tímum hefir verið unnið mikið að vegabótum og vonandi
verður því verki haldið áfram. Samgöngutæki eru sums-
staðar orðin önnur en þau voru 1907, sími er kominn
víðast hvar um landið, en var enginn þá. Alt þetta styð-
ur að þvi, að prestar geta fremur nú en þá þjónað víð-
lendum prestaköllum; vitanlega má þó ekki ætla neinum
presti mjög margar kirkjur, svo framarlega sem nokkra
prestsþjónustu á að vera um að ræða í sóknunum.
Enn má geta þess, að fólksfjöldinn er ekki að aukast
í sveitunum.
Við prestarnir hljótum að gera kröfur til bættra kjara,
en við megum ekki skorast undan því að hafa nóg að
starfa, og það einmitt við prestsskapina. Eg gæti líka vel
trúað því, að margir af þeim prestum, sem þjónað hafa
fámennu afskekktu prestaköllunum með einni kirkju hefðu
fegnir viljað fá stærri og örðugri verkahring fyr en þeir
fengu, ef þeir þá fengu hann nokkurntíma. Það verður
líklega vandfundið sálardrep, sem sé prestinum hættulegra
en prestaköllin þau. Þessvegna eiga þau að hverfa, jafn-
vel þótt það kosti örðugleika. Það má heldur ekki ætla
prestana það aumari menn en aðra að þeir geti ekki
ferðast þar sem öllum alrnenningi er fært, bæði sumar
og vetur.
Eg geri nú fastlega ráð fyrir að þessum hugleiðing-
um verði fálega tekið og sennilega ekki síst af þeim, sem
ekki þekkja af eigin reynd, hvert kvalræði það er að vera
prestur í þessum fámennu afskekktu prestaköllum með
eina kirkju. En vilji einhver halda fram annari skoðun,
þá er eg reiðubúinn að verja mína.
En úr því að eg fór að minnast á örðugleika presta-
kallanna, þá langar mig til að fara nokkrum orðum um
eitt atriði í því sambandi, ekki sízt vegna þess, að und-
arlega hljótt hefir verið um það öll þessi ár sem prestar
hafa átt við að það búa.