Straumar - 01.04.1930, Síða 45

Straumar - 01.04.1930, Síða 45
S T R A II M A R 39 þaö sera nú er venjulegt, vegna langdvalar barnanna' ut- an heimilis. Presturinn yrði að vera prýðilega efnum bú- inn til þess að geta rekið það stórt bú, sem þyrfti til þess að allur viðurgerningur barnanna væri í sæmilegu lagi- og svo yrði hann umfram alt að vera góður barnakenn- ari, til þess að börnunum væri ekki stór óréttur ger með þessu fyrirkomulagi. Satt að segja finnst mér, að maður verði að hafa. talsvert mikið af góðum vilja, til þess að taka svona tillögu alvarlega. Hingað til hefir það verið álitið, að barnafræðslan væri vandaverk mikið, sem krefð- ist þess, að hafa sinn mann allan og óskiftan. í slíkum tilfellum, sem hér yrði um að ræða, gæti það þó ekki orðið. Presturinn hefir lika talsverð vandaverk af hendi að inna, verk sem ekki koma barnafræðslunni við. Perða- lög hafa allir prestar talsverð og ýmsar af ferðum þess- um fara þeir venjulega á þeim tíma, sem barnafræðslan stendur sem hæst, og yrði hún þá að leggjast niður á meðan. Annars er ekki vert að fjölyrða um þetta mál, sem eg vona að margir verði mér sammála um að nái engri átt. Þó á eg enn ógetið eins atriðis í sambandi við tillögu þessa. Próf. Sig. P. Sivertsen segir, að hún sé fram kom- in til þess að sýna það, að prestastéttin vilji ekki skorast ast undan auknum störfum. Mér þykir trúlegt, að eitthvað í þessa átt liafi heyrzt á prestastefnunni í sambandi við tillöguna. Sanni nær tel eg nú samt, að hún hafi verið borin fram til þess, að finna smugu til útgöngu og forð- ast þann veg frekari samsteypur prestakalla. Eg geri nú ráð fyrir, að víðasthvar á landinu hafi þegar verið sameinað svo sem fært er, og sumstaðar jafn- vel til skemda. Þó er ekki með því sagt, að samsteypur geti hvergi komið til mála frekar en orðið er. Eg er nú orðinn nokkuð kunnugur vegum hér í Skaftafellssýslum, bæði sumar og vetur, og eg tel alveg hiklaust, að í þeim mætti fækka prestum um þriðjung, og hefði þó ekki nema 4 kirkjur sá, sem hefði þær flestar. Sömuleiðis veit eg, að ýmsum sýnist svo. sem unt væri að komast af með færri presta í Rangárvallasýslu en þar eru nú, og án þess þó

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.