Straumar - 01.04.1930, Qupperneq 63
57
STBAUMAK
í þúsund ár, og þar sein lesa má vitnisburð fyrstu og ann-
arar kiistnu kynslóðarinnar um upphaf kristindómsins,
og hvernig hann þá þegar mótaðist af þeirri menningu,
sem fyrir var og þeirri mótspyrnu, sem hann mætti.
Ef til vill verður seinna skrifað um eitthvað annað
efni biblíufræðanna í Straumum.
Einar Magnússon.
Kringsjá.
Jólahátiðin. „Bjarmi" er heldur hneykslaður yfir iundar-
samþykt Borgnesinganna í liaust, þar scni þeir lögðu til að trú-
arjátningarnar væru lagðar á sinn réfta stað, á hilluna. í jóla-
blaðinu er farið ýmsum orðum um það, og bent á það m. a., að
með þessu segði fámennasta þjóðkirkjan í heiminum sig úr
sambandi við aðrar kirkjur. Væri það þá ekki tilvinnandi, að
iylgja þannig heldur sannfæringu sinni, en meiningarlausum
vana, þó að allar heimsins þjóðir fylgdu honum? Og eftir riokkr-
ar bollaleggingar um það, að ekki eigi við að kalla þessa kirkju
Borgnesinganna „kristna", spyr ritstjórinn:
„Og livað verður þá um jólahátíðina? Hún getur að vísu
orðið matar- og skemtana-„hátíð“, en til hvers ætti að kenna
lrana við Krist og vera að lesa í kirkjunum frásagnir guðspjall-
anna um fæðingu hans, ef þær eru skáidskapur?"
En það má líkn spyrja: Hvernig eru jólin haldin, ekki í
Borgarnesi, heldur i „respektabel" borgum eins og London,
Berlín, New York, París og Reykjavík, þar sem langflcstir trúa
bæði trúarjátningunum og jólasögunum irókstaflega. Dálitla.
skýrslu um þetta má finna í Lögréttu 23. jan. 1929. þar er svo
skýit frá:
Lundúnahúar {V/2 milj.) átu á jólunum 1928 3 milj. kalkun-
hana, iy2 milj. gæsir, drukku 115 milj. lítra af öli og 16 milj.
lítra af víni. Berlínarbúar (4y2 milj.) átu 300.000 gæsir, 20000
smáíestir (1 smálest 1000 kg.) af grœnmeti, og 1000 smálestir af
fiski; en um öl- og víndrykkju þar eru ekki ábyggilegar skýrsl-
ur, en varla hefir það verið undir 50 milj. litra. — Sæti i veit-