Straumar - 01.04.1930, Síða 42
S T U A U M A R
Hfi
að sjá prestana standa betlandi á kirkjutröppunum og ber
þetta hörmulegan vott um það, í hvílíkt niðurlægingar
ástand rússneska kirkjan er nú komin.
Eftir því sem „hinni heilögu rétt-trúuðu kirkju“ tók
að hnigna, sáu ýmsir beztu menn kirkjunnar, að svo bú-
ið mátti ekki standa, og að kirkjan varð einhversstaðar
að slaka. á, ef hún ætti ekki að veslast upp á fáum árum.
En erkibiskupinn í Moskva var ósveigjanlegur að breyta
í nokkru háttum og stjórnarvenju kirkjunnar. Klofnaði þá
kirkjan 1922 og var stofnuð af frjálslynda hópnum hin
siðbætta (reformerta) gríska kirkja Rússlands undir yflr-
stjórn Platons erkibiskups í Leningrad. Er nú talið, að
hún sé búin að ná undir sig fullum þriðjungi af eignum
og áhangendum allrar kirkjunnar. Reyndar stendur þessi
kirkja á næstum því alveg sama kenningargrundvelli og
rétt-trúaða kirkjan, en er aðeins frábrugðin í því, að hún
viðurkennir Sovjetstjórnina, og sér í verkum hennar guð-
lega forsjón og hefir alla vega reynzt miklu samvinnu-
liprari við hana. Hyggja sumir, að kirkja þessi hafl aðeins
verið stofnuð og alin upp af forkólfum sameignarmanna,
í því skyni, að ná á þann hátt betra tangarhaldi á eign-
um og áhrifum gömlu kirkjunnar. En það er að mörgu
leyti ekki líklegt, enda neitar Platon erkibiskup því harð-
lega. En hvað sem því líður heflr samkomulag verið þol-
anlegt til skamms tíma með þessari kirkjudeild og stjórn-
inni.
En nú berast þær fregnir að austan, að enn sé á ný
tekið að gera harða hríð að öllum trúmálum og kirkju-
starfsemi. Og það er ekki einkum gamla rétt-trúaða kirkj-
an, sem fyrir ofsóknunum verður. Talið er, að hún beri
dauðameinið í sjálfri sér og þvi sé henni lítil athygli veitt.
Of8Óknunum er aðallega stefnt að frjálslyndum trúarhreyf-
ingum meðal hinna menntaðri stétta, trúarhreyfingum, sem
fullkomlega verða samrýmdar öllum hugsunarhætti nú-
tímans, og að ýmsu leyti hafa viljað stefna að sörau þjóð-
félagslegum umbótum og Sovjetstjórnin. Skýrir Paul Hut-
chinson, fréttaritari „Christian Century“, sem nýlega hef-
ir ferðazt um Rússland svo frá, að kirkjurnar hafl nú