Straumar - 01.04.1930, Síða 48
S T R A U M A K
42
girni mælir með því, að þeir borgi allan slíkan 'auka-
kostnað af launum sínum.
Svo sem fyr segir, þá stendur nú fyrir dyrum endur-
skoðun á aðbúð prestanna allri, að því er til ríkisvalda-
ins tekur; nú er því réttur timi fyrir okkur prestana að
koma fram með tillögur um breytingar og bætur á þeirri
aðbúð. Sennilegt er það, hvort sem er, að á næstunni
verði ekki hróflað við því sem gert verður nú.
Eiríknr Helgason.
Einstaklingshy ggja
og félagshyggja.
(Erindi fiutt í verklýðsféiagi Akranesinga).
Danski ritsnillingurinn, Jóhannes V. Jensen hefir
meðal annara ágætra bóka skrifað eina, sem hann nefnir
„Breði“. Það er lýsing á ofurlitlu broti úr æskusögu hins
norræna kynstofns.
í dölum Skandinavíu og á sléttum Mið-Evrópu býr
villiþjóð, í hóglífi sólbjartra daga og veiði auðgra skóga. í
þúsundir ára hefir henni ekkert farið fram. Ilver dagur
færir henni áhyggju og fyrirhafnarlítið fullnægju hinna
einföldu, dýrslegu þarfa — mat. Hún þarf hvorki hús
eða fatnað. Og skapadómur þessa fólks er fólginn í því, að
þó það að vísu hefði dálítinn heilakökk upp í kollinum, þá
þurfti það ekkert á honum að halda. Honum fór ekkert
fram. Hann var eins og heili Jítils barns. En einn góðan
veðurdag fer brunakaldur súgur um þessi hóglífu, hálf-
loðnu manndýr. Eitthvert dularafl bítur í skinnið á þeim
eins og ósýnilegur fjandmaður. Það er kuldinn, sem er að
koma að norðan, ísaldar-breðinn, grimmur og miskunn-
arlaus eins og dauðinn. Og íólkið hröklast suður á við