Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 32

Frjáls verslun - 01.01.2001, Side 32
KÖNNUN UIVI iJÓNUSTU ÍSLflNDSPÓSTS__ Póstur í krísu! Með kveðju, segir Pósturinn í aug- lýsingum sínum. Eftir að Islands- póstur hefur lent í tveimur krís- um að undanförnu hafa sumir sagt í kaldhæðni að um kaldar kveðjur væri að ræða. Og ef einhverjum skyldi hafa hug- kvæmst að keppa við Póstinn og stofna póstfýrirtæki getur sá hinn sami gleymt því - í bili að minnsta kosti. Islandspóst- ur hefur einkarétt á að dreifa bréfapósti hérlendis. Hann á hins vegar í sam- keppni í bögglapósti, eins og við rútur, fyrirtæki í land- flutningum og flugið. Fyrri krísan, sem kom upp hjá Póstinum, var fyrir jólin þeg- ar mikið vantaði upp á að póstur og bögglar kæmust til skila. I könnun Frjálsrar verslunar, sem tekin var dagana 24. til 29. jan- úar sl., sögðust 19% svarenda hafa orðið persónulega fyrir því að þjónusta Islandspósts brygðist fyrir jól. Það má túlka sem svo að fimmtungur Islendinga segi farir sínar ekki sléttar gagn- vart Póstinum um síðustu jól, mesta annatímanum í póstsend- ingum. Það er býsna hátt hlutfall. Spurt var: Varðst þú persónu- lega fyrir því að þjónusta Islandspósts brygðist fyrir síðust jól? Seinni krísan varð í byijun þessa mánaðar þegar fjölmiðlar birtu fréttir af því að Islandspóstur hefði fengið upplýsingar hjá lögreglunni vegna starfsumsókna en á daginn kom að þær upp- lýsingar voru fengnar hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Um var að ræða óformlegar upplýsingar um það hvort tilteknir umsækj- endur um störf hjá fyrirtækinu tengdust fíkniefnamálum. Snorri Olsen, tollstjóri í Reykjavík, hefur gefið út þá yfirlýsingu Yarðst þú persónulega fyrir því að þjónusta Islandspósts brygðist fyrir síðustu jól? Já Nei 19% 81% að óeðlilegt sé að embættið veiti slíkar upplýsingar og búið sé að girða fyrir að starfsmenn embættisins veiti þær í fram- tíðinni. Fijáls verslun fékk smjörþefinn af fyrri krísu Póstsins um jólin. Boðsbréf vegna veislu blaðsins á Hótel Sögu síðdegis þann 28. desember í tilefni af útnefningu á manni ársins í viðskiptalífinu voru send út eftir hádegi fimmtudaginn 21. desem- ber sl. Bréfin eru ævinlega stíluð heim til gesta. Undir venjulegum kringumstæðum hefði þau átt að ber- ast til gesta föstudaginn 22. desember og í síðasta lagi miðviku- daginn 27. desember. Flestir fengu bréfin sem betur fer heim til sín í tæka tíð fyrir veisluna. En allt kom fyrir ekki. Daginn eftir hófið, að morgni hins 29. desember, hringdi einn boðs- gesturinn í Frjálsa verslun og tilkynnti að bréfið hefði borist heim til hans þá um morguninn. Stjórnendui’ íslandspósts hafa gefið út þá skýringu að krísan um jólin hefði stafað af því að starfsmönnum var gefið frí á Þorláksmessu, sem bar upp á laugardag, og á aðfangadag. Síð- ustu dagana fyrir jól barst hins vegar gríðarlegt magn bréfa og böggla inn á pósthúsin og var um 40% aukningu að ræða frá fyrri árum. Sömuleiðis hefði gengið illa að hlaða bögglum í bíla fyrir- tækisins til útkeyrslu hjá póstmiðstöðinni á Stórhöfða vegna þess að húsnæðið bauð ekki upp á að hlaða marga bíla í einu og því hafi langar biðraðir myndast. Stjórnendur Póstsins segja að þessi mis- tök muni ekki endurtaka sig. Fyrir næstu jól verði unnið bæði á Þorláksmessu og á aðfangadag, og nauðsynlegar breytingar verði gerðar á húsnæði til að ferma marga bíla í einu. Auðvitað er Póstinum ekki alls varnað. Að öllu jöfnu berst póstur hratt og vel til fólks og bryddað hefur verið upp á nýj- ungum í þjónustunni. Það er sjaldgæft að bréf komist ekki til skila og það fremur stundvíslega. Að vísu minnast menn atviks fyrir nokkrum árum norður á Akureyri þegar einhver lausráð- inn póstmaðurinn nennti ekki lengur að bera út póst og geymdi hann í skotti á bíl sínum svo dögum skipti. En svo var skottið opnað og bréfin komu í ljós. Þarna blasti raunar við einn vandi Póstsins í hnotskurn. Hann býr við það það að ýms- ir gera þar stuttan stans og Hta á starf þar fremur sem tíma- bundið en fast. Fyrir vikið eru mannaskipti tíð hjá fyrirtækinu og slíkum breytingum fylgir ævinlega rask. Fyrir vikið gengur véfin ekki eins og smurð. Það þekkja öll fyrirtæki sem ganga í gegnum mannaskipti - og hvað þá tíð. í áðurnefndri könnun Fijálsrar verslunar um þjónustu ís- landspósts voru 670 manns spurðir og 666 þeirra svöruðu spurningunni og tóku afstöðu. Um 19% urðu fyrir því að Póst- urinn brygðist. Þetta var þó svoHtið misjafnt eftir landshlutum. Á Austurlandi og Vestflörðum sögðust fæstir hafa lent í því per- sónulega að þjónustan brygðist, eða um 4% á Austurlandi og um 12% á Vestfjörðum. Samkvæmt dagatalinu ber næstu Þorláksmessu upp á sunnudag. Þann dag verður hvíldardagurinn ekki tekinn jafn heilagur - og tvær krísur kenna mönnum. Næsta hátíð verður góð kveðjustund. BD Um 19% svarenda segjast í könnun Frjálsrar verslunar hafa on)i() persónulega fyrirpví / aö pjónusta Islandspósts brygöist fyrir síöustu jól. Eftír Jón G. Hauksson Með kveðju, segir Pósturinn í auglýsingum sínum. Núna hefur Is- landsþóstur lent í tveimur krísum með stuttu millibili. 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.