Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 72
Sœmilegt úrval er til afAmarone vínunum í ÁTVR. Afþeim 5 vínum sem til eru er Masi Amarone 1996 á kr. 2.590, mjög skemmtilegt og með öll bestu einkenni Amarone vínanna. Pasqua Amarone Vignetti Casterna, á kr. 2.440, er einnig skemmtilegt. FV-mynd: Geir Ólafsson Fyrir hartnær 20 árum var ég staddur í Vínarborg. Um kvöldið ætlaði ég á frægan veitingastað þar sem austurríska eldhúsið var í hávegum haft. Þar var ekkert borð að fá þannig að ég varð frá að hverfa. Eg fór því að svipast um eftir öðrum veitingastað. Það bar lítinn árangur því allir voru þeir fullsetnir, enda áliðið kvölds og fjölmargir borgarbú- ar og ferðamenn að koma af tónleik- um, úr óperunni eða leikhúsunum. A ráfi mínu um borgina fögru rakst ég allt í einu á lítinn ítalskan veitingastað. Já, hann var svo sannarlega lítfll, þar var í mesta lagi pláss fyrir 12 gesti. Enginn matseðill var í boði heldur aðeins réttur dags- ins sem var villisvín. Þetta var ódýr veitingastaður og fylgdi vín hússins með rétti dagsins. Þjónninn, sem var eldri kona, en annar eigandinn, eiginmaður hennar, var í eldhúsinu, skenkti mér vín í glas. Þetta var rauðvín, ilmríkt og nánast svart á litinn. Eg dreypti á víninu og það lá við að mér brygði því bragðið var með ólíkindum. Það var eins og í glasinu væri vín sem í væri þjappað öllum einkennum og eiginleikum góðs rauðvíns. Þetta var ást við fyrsta bragð, ef svo má að orði komast. Þessi ást hefur haldist í gegnum árin og þrátt fyrir að ég hafi stundum orðið fyrir vonbrigðum hefur þetta yndislega vín veitt mér ófáar ánægjustundir. Amarone Vínið sem hér um ræðir kallast Amarone og kemur frá Veneto á Italíu. Fullu nafni heitir þetta göfuga rauðvín Recioto Della Valpolicella Amarone. Vínbændurnir í Veneto kalla þó vínið oftast Recioto, sem dreg- ið er af Recia, sem er mállýska í hérað- inu og þýðir eyra. Astæðan er sú að þrúgurnar sem notaðar eru í Amarone eru látnar fullþroskast þannig að það er eins og þær séu að springa þar sem þær teygja sig á móti sólinni og standa út úr runnanum eins og eyra. Þrúgurnar sem vínið er pressað úr eru ekta ítalskar þrúg- ur, en þær nefnast Corvina sem er besta og vinsælasta þrúgan í Veneto, Rondienella og Molanara. Þessar þrúgur eru uppi- staðan í Amarone vínunum. Ýmsir framleiðendur bæta þó smá- vegis af öðrum þrúgum í vínið og þá til að gera það mýkra. Vin- sæl þrúga til þess arna er Oseletta. Þegar búið er að tína og flokka þrúgurnar er liðið á haustið. Þrúgunum er nú raðað á fleka og þeim svo raðað í stíur en þess þó gætt að gott bil sé á milli flekanna. Stíurnar eru í húsum þar sem ferskt loft leikur um. Þrúgurnar eru þurrkaðar á þennan hátt í fimm mánuði. Þar sem veðurfarið er mjög sérstakt á þessum slóðum, í Veneto, skammt frá Gardavatninu við rætur Lessiniijalla, og á þessum árstíma hæfilega kalt, rotna þrúgurnar ekki þótt þær séu dísætar. Hinn göfugi myglusveppur, Botrytis, leggst ekki á Þjónninn, eldri kona, skenkti mér vín íglas. Þetta var rauðvín, ilmríkt og nánast svart á litinn. Eg dreypti á víninu ogþað lá við að mér brygði því bragðið var með ólíkindum. Þetta var ást við fyrsta bragð, segir Sigmar B. Hauksson, um vínið Amarone. Eftir Sigmar B. Hauksson 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.